Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 6
4
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965
Stóri-Dimon í
anna: Var ekki hugsanlegt, að
spænskir fiskimenn hefðu numið
stúlkurnar á brott?
Þetta var ekki eins ólíkleg tilgáta
og virðast mátti í fljótu bragði.
Fyrir um það bil tvö hundruð ár-
um var það ekki óalgengt, að þá
er franskir og spænskir fiskimenn
voru á leið á íslandsmið og vant-
aði sjómenn á skipin, að þeir
gengju á land í Færeyjum og bók-
staflega rændu mönnum, einkum
og sér í lagi tóku þeir unga menn.
Þess voru jafnvel dæmi, að þessir
ribbaldar reyndu að lokka ungar
og bjarthærðar stúlkur út á skip
sín, en enginn hafði spurnir af, að
þeir hafi haft erindi sem erfiði.
Ekki þótti þessi tilgáta Kjartans
sennileg í fyrstu, en svo kom sjó-
maður frá Þorskafirði þeirra er-
inda, að ræða við föður Hjördísar.
Honum sagðist svo frá:
Sama dag og stúlkurnar hurfu,
átti hann leið niður í bátanaustið.
Var þá liðið fast að kvöldi. Sá
hann þá, hvar útlent skip sigldi
fram hjá Kirkjubæ, milli Sandeyj-
ar og Straumeyjar. Skipið var það
langt undan landi, að hann gat ekki
greint þjóðerni þess, en af segla-
búnaði þess og af öðrum kenni-
merkjum hélt hann, að þar hefði
verið á ferð franskur galías (tví-
siglt skip) eða kannski hollenzk
dugga.
Næstu mánuði kom í ljós, að
þessi maður var sá eini, er hafði
séð til skipaferða þennan dag.
Maður þessi hafði það orð á sér, að
varlega mætti treysta orðum hans,
svo þess vegna var þessum upplýs-
ingum lítill gaumur gefinn.
Árin liðu. Smám saman gleymd-
ist sagan um hið dularfulla hvarf
Hjördísar og Brynju. Þótti líkleg-
ast að þær hefðu drukknað. Ný
kynslóð óx úr grasi og hún fékk
önnur umhugsunarefni. Þegar tutt-
ugu ár voru liðin frá þessum at-
burði, sagði fólk: Þetta er „Klauf-
in“, þar sem stúlkurnar drukknuðu.
Tímar liðu. Heimsstyrjöldinni
fyrri lauk og mörg löng ár milli
stríða. Önnur heimsstyrjöldin skall
á. Færeyjar urðu viðskila að
nokkru við Danmörku og fengu að
stríðinu loknu einskonar sjálfs-
stjórn. Jafnaldrar Brynju og Hjör-
dísar voru nú komnir á sjötugsald-
urinn.
í lok fjórða tugs aldarinnar bar
svo við, að færeyska eimskipið
„Oynafjall“ sigldi einn morgun inn
í höfnina í Tanger. Þar er ýmis-
konar lýður, og margskonar athafn-
ir framdar, sem illa þola dagsljós-
i. Það var illþolandi hiti. Tveir
menn af áhöfninni gengu upp í
borgina til þess að fá sér krús af
svalandi öli og líta á arabahverfi
borgarinnar.
f Medina, en svo heitir arabiski
borgarhlutinn, fengu þeir gnægð
drykkja og að lokum lá leið þeirra
í litla knæpu, þar sem tvær ungar
stúlkur skemmtu gestum með maga
dansi. Þeir sögðu frá því á ensku,
að þeir ættu heima á eyjum langt
norður í Atlantshafi. Kom þar, að
þeir spurðu þessar arabastúlkur,
hvort þær hefðu nokkurn tíma
heyrt nafnið „Færeyjar“ „The
Faroe Islands“. Ekki datt þeim í
hug jákvætt svar við slíkri spurn-
ingu. Þeir urðu því ekki lítið undr
andi, er önnur stúlkan svaraði á
færeysku:
— Já, vissulega kannast ég við
föðurland móður minnar ....
— Hvar í heiminum hefur þú
lært að tala færeysku? spurðu þeir
félagar einum rómi.
Stúlkan virtist nú iðrast þess,
hve opinská hún hafði verið, því í
sama bili leit hún óttaslegin í átt-
ina til gamallar og heldur svipljótr-
ar konu, er sat við borð skammt
frá þeim.
— Er þessi kona móðir þín?
spurði annar sjómaðurinn.
Stúlkan kinkaði kolli.
Færeyingurinn gekk nú að borð-
inu til gömlu konunnar, sem var
svo óhrein í framan að firnum
sætti og hárið hékk í kleprum nið-
ur fyrir augun. Hann mælti þá á
færeysku.
— Mér er sagt, að við séum sam-
landar?
Gamla konan svaraði engu.
— Éf þér segið mér, hver þér
eruð, þá skuluð þér fá þennan
hérna, sagði hann og hampaði ensk-
um pundsseðli fyrir framan kon-
una.
Losnaði þá um tunguhaft kon-
unnar og sagði hún nú frá því á
bjagaðri færeysku, blandaðri arab-
iskum, spönskum og frönskum orð-
um, að hún væri Hjördís, sú er
hvarf frá Hvalavík fyrir fimmtíu
árum.
Hún vildi ekki segja með hverj-
um hætti hún fór, en samt komst
sjómaéurinn að því, að þetta hafði
borið þannig að, að þær Hjördís og
Brynja höfðu séð útlenda sjómenn
fara í land við Klaufina til þess að
fá sér drykkjar'atn á tunnur. Þær
héldu, að þar væru danskir sjó-
menn á ferð og vildu nú ræða við
þá um það, hvort þess væri kostur
að fá far með þeim til Kaupmanna
hafnar. En sem þær komu niður í
fjöruna, sjá þær, að tilgáta þeirra
var röng. Þetta voru Spánverjar á
leið til íslands frá Spáni. — Þeir
bentu stúlkunum, að þær skyldu
fara um borð með þeim og í barna-
skap sínum hlýddu þær boði þeirra.
Hjördís varð fljótt ástfangin af
einum sjómannanna, Manoelo að
nafni, og þá er skipið kom til
spönsku hafnarinnar Santander,
voru þau gefin saman í hjóna-
band. Skömmu síðar giftist Brynja
spönskum sjómanni. Þær skrifuðu
nú langt bréf til foreldra sinna í
Hvalavík og báðu Manoelo að koma
því í póst. Hann elskaði konu sína
mjög og var hrædur um, að yfir-
völdin mundu senda Hjördísi til
síns heimalands. Hann tók því það
ráð að eyðileggja bréfið.
Er Hjördís og Brynja fengu ekk-
ert svar við bréfum sínum, skrif-
uðu þær enn næsta ár og nú fór
Brynja sjálf með bréfið á pósthús-
ið í Santander. Á bréfið skrifaði
hún „Færeyjar“ á ensku „Faroes".
Næstum ári seinna kemur bréfið
endursent með þeirri skýringu, að
enginn kannist við viðtakanda.
Höfðu póstmenn sett Faroes í sam-
band við Faraóana í Egyptalandi
og sent bréfið þangað. Póstmeistar-
inn afhenti manni Brynju bréfið,
en Manoelo hafði sagt honum af-
drif fyrra bréfsins. Maðurinn reif
svo bréf Brynju í tætlur og það
var ekki fyrr en 30 árum síðar,
að hann sagði henni sannleikann
um hvarf bréfsins.
Færeyjum.
Árin liðu. Brynja og maður henn
ar létu lífið í borgarstyrjöldinni
spönsku. Hjördís og Manoelo flýðu
til Tanger, þar sem hann dró fram
lífið á smygli. Hann lézt svo nokkru
eftir lok annarrar heimsstyrjaldar-
innar, og nú var gamla konan ein
eftir ásamt dóttur sinni.
— Komdu með okkur heim til
Færeyja, sagði sjómaðurinn.
En það vildi Hjördís ekki. Held-
ur skyldi hún eyða þeim dögum,
er hún ætti ólifaða sem beininga-
kona í Tanger, heldur en fara heim
til þorpsins, þar sem hún þekkti
enga eða fáa, og skuggi löngu lið-
ins atburðar mundi hvíla yfir
henni til æviloka.
Kannski lifir hún enn suður í
Tanger, kóngsbóndadóttirin frá
Hvalavík, sem lét stjórnast af
draumórum æsku sinnar, og þigg-
ur ölmusu úr hendi þeirra, sem sjá
aumur á gömlu hrói.
H. G. þýddi lauslega.
Gleðileg jól
FÁRSÆLT
KOMANDI ÁR,
Þökkum
viðskiptin á árinu.
TRÉSMÍÐAVIN NUSTOFA
ÞORVALDAR OG ESNARS.
Bröttugötu 10. - Sími 1866.