Brautin


Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 15

Brautin - 15.12.1965, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ BRAUTARINNAR 1965 13 DULARFUlLiR í eftirfarandi grein segir Frank Edwards frá nokkrum dularfulium afburðum, sem aldrei hefur fengizt viðunandi skýring á. ATBURDIR Átta flugvélar hverfa. Hinn 29. janúar 1948, klukkan 22,30 um kvöldið, tilkynnti brezka fjögra hreyfla farþegarflugvélin Star Tiger, að hún væri 650 km frá Bermunda. Flugvélin var á leið til Kingston á Jamaica með 26 far- þega innanborðs. Veðrið var ágætt og í tilkynningunni sagði að allt væri í lagi. Þessi tilkynning var sú síðasta frá flugvélinni, síðan veit enginn neitt um hana. Nákvæm leit var hafin, en ekkert fannst sem gefið gat til kynna hvað orðið var af henni, ekki einu sinni olíubrák á sjónum. Tiger Star var og er ger- samlega týnd. Klukkan 7,45 um morguninn hinn 17. janúar 1949 hóf samskon- ar vél, sem bar nafnið Ariel, sig á loft á Bermuda og ætlaði til Kingston, 1600 km. leið. Vélin hafði benzín til tíu tíma flugs framyfir áætlaðan tíma á þessari leið 40 mínútum eftir flugtak tilkynnti flugstjórinn J. G. McPee, að hann væri komin í rétta hæð, veður væri hagstætt og hann gerði ráð fyrir að verða á Jamaica á áætluðum tíma. Aldrei heyrist framar frá Ariel. Geysivíðtæk leit var hafin, en hún bar engan árangur, ekkert fannst sem neina vísbendingu gæti gefið um hvað orðið hefði af flugvélinni. Eins og Tiger Star hafði Ariel mætt örlögum sínum svo snögglega að ekki vannst tími til að senda út neitt neyðarkall. En þessir tveir atburðir eru ekki þeir einu ósskiljanlegu á þessu svæði. Hinn 5. desember 1945 skeði mjög furðulegur atburður. Einn liður í þjálfun flugmanna í bandarísku flugstöðinni Fort Lauderdal á Florida var að flug- mennirnir voru látnir fara í stuttar ferðir út yfir hafið. Fljúga þeir þá í einskonar þríhyrning, fyrst í austur ákveðna vegalengd, þá venda þeir í aðara átt í nokkurn tíma og þvínæst snúa þeir á styztu leið til flugvallarins. Eftir hádegi hinn 5. desember 1945 hófu sig á loft frá Fort Lauder dal fimm skrúfudrifnar tundur- skeyta-sprengjuflugvélar af gerð- inni TBM Avenger, til þess að fljúga þessa leið út yfir hafið, fyrst 260 km. í austur, þá 65 km í norður og svo í suðaustur til flugvallarins. Þeir höfðu farið þessa leið mörgum sinnum, og það var því engin á- stæða til að ætla að nokkuð óvenju legt myndi ske. Þriggja manna áhöfn var á öllum vélunum nema einni, í henni voru tveir menn. Allar voru vélarnar búnar fullkomnustu radío- og sigl- ingartækjum og allir voru flug- mennirnir öruggir og reyndir flug- menn. Klukkan var tvær mínútur yfir tvö e.h. þegar fyrsta flugvélin þaut eftir flugbrautinni og hófst frá jörðu í þessa örlagaríku ferð. Sex mínútum síðar voru allar vél arnar á leið sinni austur og út á hafið, hraðinn var 330 km. á klukkustund Klukkan 15,45 fóru menn á flug- stöðinni að verða órólegir. Þá áttu flugvélarnar, ef alt gengi eðlilega að hafa beðið um lendingarleyfi. En þess í stað heyrðist örvænting- arfull rödd foringja flugsveitarinn ar: „Eg sé hvergi land . . .ég veit ekki hvar við erum . . . við erum ekki vissir hvar við erum staddir”. Allir fimm siglingarfræðingarnir villtir? Það var alveg ótrúlegt, við þessar aðstæður. En óróleiki flugstöðvarmanna átti eftir að aukast, því 15 mínút- um seinna heyrðist í radioinu sam- töl milli allra flugvélanna fimm virtust flugmennirnir mjög æstir, og öllum til stórrar furðu heyrðist að foringinn lét annan flugmann taka við forystunni. Klukkan 16,25 heyrðist síðasta tilkynningin frá flugvélunum fimm Það voru örvæntingarfullar sundur lausar setningar: „Við erum ekki vissir um hvar við erum . . .nálægt 360 km. norðaustur frá flugvellinum . . . það lítur út fyrir að við séum”. Röddin þagnaði, ekkert heyrðist framar Hjálparsveitir voru samstundis kallaðar út. Martin flugbátur með 13 manna áhöfn og allskonar björg- unar útbúnað hóf sig á loft, fimm mínútum síðar var hann horfinn sjónum manna — og hann sást aldrei framar. Flugvél frá strandgæzlunni þraut leitaði allt svæðið um kvöldið og nóttina. Snemma um morgunin var flugvélamóðuskipið Solomons komið á svæðið og allar flugvélar þess hófu að leita. Um kvöldið voru 21 skip og 300 flugvélar á leitar- svæðinu. 12 leitarflokkar rannsök uðu ströndina. En árangurinn af þessari umfangsmiklu leit varð eng inn. Ekki nokkur hlutur fannst, hvorki á sjó eða landi. Rannsóknardeild flotans sem at- hugaði allt þetta mál, heldur því fram að Avenger-vélarnar ættu undir öllum kringumstæðum að geta sent út neyðarkall. Það þykir einnig furðulegt að enginn af flug- mönnunum skildi bjarga sér með því að henda sér út í fallhlíf. Ef flugvélarnar hefðu hrapað í sjóinn, þykir trúlegt að eitthvað hefði átt að finnast á floti úr þeim. Og Martin flugbáturinn gat lent á sjó,hann hafði neyðarsendir um borð, en hann var einig horfinn án þess að af honum fyndist tangur eða tetur — aðeins fimm mínútum eftir að hann hóf sig á loft. Hvað kom fyrir Avenger flugvélarnar fimm og áhafnir þeirra og hinn stóra flugbát, sem fór að leita þeirra, er en í dag óráðin gáta. Eft- að hafa rannsakað öll gögn og velt öllum möguleikum fyrir sér í lang an tíma, lét rannsóknardeild flot-' ans frá sér fara tilkynningu þar sem segir: „Við getum ekki einu sinni gizkað á hvað muni hafa skeð. IRON MOUNTAIN, hverfur. Síðasti hafnarverkamaðurinn steig uppá bryggjuna, lestin hafði verið fyllt af bómullarböllum og fleiri vörum og á dekki hafði einn- ig mörgum bómullarböllum verið staflað. Hjólaskipið Iron Mountain flautaði tvisvar kröftuglega með gufuflautunni til að aðvara nálæga smábáta og hélt frá bryggjunni í Vicksburg sólríkan júnímorgun ár- ið 1872. Að skammri stundu lið- inni hvarf hann fyrir bugðu á fljót- inu, dragandi á eftir sér marga pramma með 400 balla af bómull, sem áttu að fara til Louisville. Það, sem henti Iron Mountain eftir að hann hvarf fyrir bugðuna á fljótinu, hefur aldrei verið upp- lýst. Tveim tímum seinna varð annað hjólagufuskip, Iroquois Chief, að snarvenda á fullri ferð til að sigla ekki á prammalest, sem kom rek- andi undan straumnum Slíkt henti öðru hverju ef dráttartaug hafði slitnað. Iroquois Chief lagði að prömmunum og hnýtti þeim aftan í. Skipstjórinn ákvað að bíða eftir að Iron Mountain kæmi og tæki prammans. Meðan beðið var, tók áhöfnin eft- ir nokkru sem þeim þótti undar- legt. Dráttartaugin var ekki slitin, hún hafði verið skorin í sundur. Biðin eftir Iron Mountain varð æði löng, því hann sást aldrei framar. Ef eldur hefði komið upp í honum, hefðu skip, sem um fljótið fóru, orðið þess vör. Ef hann hefði rek- Framh. á næstu lesmálssíðu.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.