Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 2
2 6. desember 2019FRÉTTIR gagnlegir hlutir fyrir frostbitna bílrúðu Nú þegar frostið bítur hverja kinn eru bílrúðurn- ar rækilega hrímaðar, sérstaklega í morgunsárið. Ekki búa allir svo vel að eiga rúðu- sköfu en þá má redda sér með ýmsum hætti. Debetkort Er sennilega elsta og besta ráðið enda hlutur sem flestir hafa meðferðist þegar haldið er út í daginn. Ekki eru þó allir svo heppnir að eiga VISA-kort þótt það virki efnlaust jafnvel til verksins. Geisladiskahulstur Þetta ráð er líka gamalt og gott en það einskorðast auðvitað við þá bíleigendur sem eiga ökutæki í eldri kantin- um enda geislaspilarar fyrir löngu orðnir antík í nýrri gerðum bíla. Hér er lykilatriði að diskurinn sé lélegur enda á góð tónlist að ekki gjalda fyrir frostbitnar rúður. Reglustika Margir fátækir námsmenn mikla fyrir sér kaup á rúðusköfu en hafa í fórum sínum reglustiku sem getur nýst vel á köldum vetrarmorgni. Reglustikan þyrfti þó helst að vera í styttri kantinum svo ekki sé hætta á að hún brotni í öllum hamaganginum. Vatnsbaðið Volgt vatn í plastpoka látið liggja á rúðunni. Þetta er ekki fljótlegasta lausnin en hefur það fram yfir hinar að fara vel með bakveika. Varist samt að hafa vatnið of heitt svo rúðan springi ekki. Tyggjópakkinn Í ítrustu neyð hafa tyggjópakkar í yfirstærð komið að gagni þótt erfitt sé að segja þá margnota. Tópaspakki gæti eflaust nýst til sömu iðju þótt hann, rétt eins og tyggjópakkinn, eigi á hættu að mýkjast upp í miðjum leik. Á þessum degi, 6. desember 1273 – Tómas af Aquino hætti vinnu við höfuðrit sitt um guðfræði, Summa Theologiae, og lauk því aldrei. 1921 – Írland lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 1954 – Flugfreyjufélag Íslands var stofnað 1989 – Síðasti Doctor Who-þátturinn í upphaflegu þáttaröðunum var sendur út á BBC. 1993 – Debetkort voru tekin í notkun á Íslandi. Fleyg orð „Lífið er annaðhvort mikilfenglegt ævintýri eða hreinlega ekki neitt merkilegt.“ – Helen Keller Atli Már Gylfason atli@dv.is Íbúar í leiguíbúðum á vegum Ölmu flýja ófremdarástand n Ruslakompur yfirfullar n Sameign aldrei þrifin og mikil fíkniefnaneysla F jöldi íbúa við Mávabraut í Reykjanesbæ hefur flúið leiguheimili sín að undanförnu vegna þess sem þau einfaldlega kalla martröð. Hluti íbúa sem leigja í fjölbýlishúsi sem fjöldi Suðurnesjamanna kallar iðnaðarmannablokkina, og er að mestu í eigu leigufélagsins Ölmu, sem eitt sinn hét Almenna leigufélagið, og verktaka, segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við fyrirtækið, aðra íbúa fjölbýlishússins og skeytingarleysi þeirra sem þar fara með meirihluta í húsfélaginu. Músagangur, yfirfullar ruslatunnur, mikil læti og fíkniefnaneysla varð til þess að fólkið flutti og síðast en ekki síst að enginn virðist taka forystu í húsfélaginu. Þetta hefur leitt til þess að öll sameign, þar með talið stigagangurinn, hefur ekki verið þrifin svo mánuðum skiptir. Þá lekur þak fjölbýlishússins með tilheyrandi rakaskemmdum og myglu. DV ræddi nokkra íbúa við Mávabraut vegna málsins og voru þeir allir miður sín yfir ástandinu. Ruslakompan væri full af gömlu sorpi og rusl væri einnig fyrir utan hana. Ekki börnum bjóðandi „Við höfum oft reynt að tala við þau leigufélög og þá verktaka sem eiga meirihluta þeirra íbúða sem eru í húsinu. Þar af leiðandi eru þeir með meirihluta á húsfélagsfundum sem þeir mæta annaðhvort seint á eða ekki yfirhöfuð,“ sagði einstóð móðir sem DV ræddi við sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við að missa sína eigin leiguíbúð. „Það er ekki mikið leiguframboð á Suðurnesjum og þarf ég þess vegna því miður að sætta mig við það sem ég fæ, en þetta er samt ekki fólki, fjölskyldum og börnum bjóðandi. Þakið lekur, það er mygla í húsinu, svo ekki sé minnst á þennan ógeðslega óþrifnað í kringum alla blokkina. Þú ættir bara að koma og sjá þetta með eigin augun,“ sagði konan. Fíkniefnaneysla og sígarettustubbar Blaðamaður DV mætti á staðinn ásamt ljósmyndara og við tók ruslafjall fyrir utan fjölbýlishúsið. Lyktin var óbærileg og því hægt að draga þá ályktun að ruslatunnurnar hafi ekki verið tæmdar í nokkrar vikur. Að sama skapi var svokölluð „ruslarenna“, sem gengur frá þriðju hæð og niður í sorpgeymslu, stífluð. Sú ruslarenna er stífluð frá sorpgeymslunni í kjallara og alveg upp á þriðju hæð. Margoft hefur verið bent á þetta og þeir sem eiga flestar íbúðirnar í fjölbýlishúsinu hafa verið beðnir, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að ganga í þetta mál en íbúar hafa ekki haft erindi sem erfiði. Blaðamaður DV mætti á staðinn nú á dögunum og ekkert hafði breyst frá því að íbúarnir höfðu samband við DV. Stigagangurinn var skítugur, slitinn og þakinn sígarettustubbum, svo ekki sé minnst á fnykinn sem umlykur fjölbýlishúsið sjálft og má í raun finna á hverri hæð hússins. En fnykurinn er ekki það eina sem fer í taugarnar á fólki heldur er það einnig mikil fíkniefnaneysla á svæðinu með tilheyrandi fylgihlutum á borð við hasspípur úr bæði áldósum og plastflöskum sem hafa verið á víð og dreif við fjölbýlishúsið. DV hafði samband við forsvarsmenn Ölmu, sem á þónokkrar íbúðir á svæðinu, en Hersir Aron Ólafsson, lögfræðingur Ölmu, benti á að húsfélagið væri í rekstri hjá fyrirtækinu Eignaumsjón. Þar á bæ viðurkenndu menn þó að fjölbýlishúsið við Mávabraut uppfyllti ekki þeirra ítrustu kröfur um þægindi, „… og höfum við því unnið að því að selja þær örfáu íbúðir sem við eigum þar.“ Mávabraut uppfyllir ekki kröfur „Húsfélagið er í rekstri hjá Eignaumsjón. Formaður húsfélagsins heitir Guðjón Vilhelm Sigurðsson, en hann er ótengdur Ölmu. Geri ráð fyrir að fyrirspurnir eða umfjöllun um myndir af húsinu ættu því helst að snúa að honum,“ segir Hersir Aron, en af þeim orðum má leiða líkur að því að sjálft leigufélagið sé búið að fá nóg, að minna kosti samkvæmt lögfræðingi fyrirtækisins. DV reyndi ítrekað að hafa samband við Guðjón Vilhelm Sigurðsson vegna málsins en hann er, að sögn forsvarsmanna Ölmu og Eignaumsjónar, ótengdur þeim fyrirtækjum, en starfar samt sem áður sem formaður húsfélagsins. Hann hafði ekki svarað fyrirspurnum DV þegar blaðið fór í prentun. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.