Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 4
4 6. desember 2019FRÉTTIR Svarthöfði fetar fótspor Haraldar S varthöfði tilkynnir  hér með að hann muni sækj- ast eftir embætti ríkis- lögreglustjóra þegar það verður auglýst. Núverandi ríkis- lögreglustjóri, Haraldur  Johann- essen, stígur til hliðar um ára- mótin, í kjölfar harðrar gagnrýni og vantraustsyfirlýsinga. Haraldi var þó ekki gert að víkja, heldur fékk hann að biðjast undan emb- ættinu að eigin frumkvæði. Og nú er komið að Svarthöfða að taka við embættinu. Enda þyrfti Svarthöfði að vera vit- firrtur að sækjast ekki eftir því. Kósí innivinna á góðum kjörum og ekki nóg með það, sei, sei, nei. Svarthöfði ætlar að fylgja fast í fótspor Haraldar, nema kannski gera það aðeins hraðar en hann. Verða fljótt með umdeildari embættismönnum landsins, hóta þeim lífláti sem vita ekki hver Svarthöfði er, ráða bara skemmtilega samstarfsfélaga sem Svarthöfða líkar við, hunsa stjórnsýslulögin þegar þau henta ekki, sinna skyldustörfum með þeim hætti að allir vantreysti og tortryggi hann, bregðast brota- þolum kynferðisbrota, leigja öðr- um löggum bíla á uppsprengdu verði og skamma svo fólk fyrir að vega að heiðri Svarthöfða á opin- beru bréfsefni embættisins. Að þessu loknu gerir Svarthöfði að sjálfsögðu ráð fyrir sömu starfslokakjörum og Har- aldur. Svarthöfði fær að segja af sér sjálfur, fær rausnarlegan starfslokasamning (40 m.kr. JÁ TAKKI) fær svo uppskáldaða ráð- gjafastöðu við hægri hönd dóms- málaráðherra þar sem  Svarthöfði fær svo að skipta sér af því hvern- ig löggæslumálum verði hagað framvegis. Og það besta er að nýja uppskáldaða staðan gerir enga kröfu um mætingu. Þetta er sannkallað draumastarf, þar sem maður fær tugi milljóna fyrir að standa sig illa í starfi. Þetta er tækifæri sem ekki mun bjóðast oft. Svarthöfði lofar að vera al- veg jafn slæmur ríkislögreglu- stjóri og Haraldur, svo lengi sem Svarthöfði fái sömu umbun fyrir illa unnin störf. Síðan má ekki gleyma því að Haraldur er kort- er í eftirlaun og að sjálfsögðu eru eftirlaunakjör hans nánast eins góð og þau gerast. Harald- ur er reyndar snillingur í að fá uppskáldaðar stöður. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum hjá þá nýstofnuðu embætti ríkislög- manns, svo var búin til fyrir hann staða fangelsismálastjóra, svo búin til ný staða varalögreglu- stjóra, síðan staða ríkislögreglu- stjóra og nú verður hann sérstak- ur ráðgjafi dómsmálaráðherra. Hvernig fer hann að þessu? n Svarthöfði Það er staðreynd að… Fingurneglurnar vaxa hraðar þegar þér er kalt. Ef þú hræðist þegar önd horfir á þig, þá ertu með fóbíu sem nefnist Anatidae­ phobia. Það eru allt að 31.556.926 sekúndur í einu ári. Naggrísir og kanínur svitna ekki. Stysta stríð milli tveggja landa sem vitað er um var háð á milli breska heimsveldisins og eyjunnar Zanzibar. Það stóð yfir í tæpar fjörtíu mínútur. Hver er hann n Hann er fæddur í Reykjavík 1. september 1960. n Hann sótti fram­ haldsnám í Mennta­ skólanum við Hamrahlíð. n Hann útskrifaðist með embættis próf í lögfræði frá HÍ 1986. n Eiginkona hans er landsréttar­ dómari og forseti Félagsdóms. n Hann var formaður Lögmanna­ félags Íslands 2010–2012. SVAR: BRYNJAR NÍELSSON Minnst 700 milljóna sala á rafrettum 2018 n Ætla má að heildarsala hafi farið yfir milljarð n Lög sett um rafrettur á árinu n Mikil sala en mismikill hagnaður fyrirtækja R afrettur hafa notið sívaxandi vinsælda á Íslandi síðustu ár þótt deilt sé um heilsufarslegt ágæti þeirra. Mörg fyrir- tæki hafa stokkið á þennan vinsælda- vagn og sérhæft sig í sölu á rafrettum og rafrettutengdum vörum. Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum lög um rafrettur og áfyll- ingar á rafrettur. Áður var engum reglum fyrir að fara um sölu slíks varnings sem núna þarf að lúta reglum áþekkum þeim er gilda um tóbak. Umdeildari ákvæði laganna kveða á um hámarksstyrk á vökvum og heimild til ráðherra til að takmarka markaðssetningu á bragðefnum sem kynnu að höfða til barna. Í ljósi þessa ákvað DV að líta á fyrra rekstrarár vape-verslana og sjá hvernig salan og rekstur- inn hefur gengið. Fairvape ehf Rekstrartekjur Fairvape ehf. voru 187,4 millj- ónir á árinu 2018 og 136,6 árið á undan. Þó svo að heildarhagnaður fyrirtækisins fyrir árið 2018 hafi ekki verið mikill þá var greini- lega mikill vöxtur. Bæði jukust rekstrartekjur og stöðugildum fjölgaði. Einnig hafði launa- kostnaður tvöfaldast á milli áranna 2017 og 2018, en föstum stöðugildum fjölgaði aðeins úr 14 í 17. Fairvape ehf. rekur í dag fjórar versl- anir; tvær í Reykjavík, eina í Hafnarfirði og eina á Selfossi. Gryfjan Gryfjan var ein fyrsta verslunin þar sem hægt var að kaupa rafrettur. Rekstrartekjur á ár- inu 2018 voru 113,8 milljónir en voru 188,3 árið á undan. Heildarhagnaður fyrir 2018 var 21,6 milljónir en var 35 milljónir árið á undan. Fyrir tækið er í eigu mæðgnanna Ernu Margrétar Ottósdóttur og Hafdísar Þorleifs- dóttur. Samkvæmt ársreikningi er lagt fram að 12 milljónir verði greiddar í arð. Gryfjan ehf. rekur í dag þrjár verslanir; í miðbænum, Skeif- unni og í Vestmannaeyjum. Póló Þegar söluturninn Póló við Bústaðaveg hóf að selja rafrettur og tengdar vörur varð ekki aftur snúið og má segja að rafrettusalan hafi nán- ast tekið yfir alla aðra starfsemi söluturns- ins. Rekstrartekjur voru 177,9 milljónir árið 2018 en 16,5 milljónir á árinu 2017, en einka- hlutafélagið Pólóborg ehf. var stofnað á því ári. Fyrir tækið rekur nú verslanir í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði. Djákninn ehf Djákninn ehf. hefur sérhæft sig í lands- byggðinni frekar en í höfuðborginni þó svo að fyrir tækið reki eina verslun í Reykjavík í dag. Rekstrartekjur Djáknans árið 2018 voru 107,3 milljónir, en voru 113,4 árið á undan. Rekstrar gjöld voru þónokkuð há á síðasta ári og því var tap á rekstrinum sem nam 1,3 millj- ónum, en árið áður hafði verið ríflega 11 millj- óna króna hagnaður af rekstrinum. Djákninn ehf. rekur nú verslanir í Reykjavík, á Akureyri, Reyðarfirði og Sauðárkróki. Skýjaborgir ehf Skýjaborgir ehf. hóf starfsemi sína síðla árs árið 2017. Rekstrartekjur fyrirtækisins á síð- asta ári námu 27 milljónum en tap var á rekstrinum yfir árið upp á 691 þúsund krón- ur. Á árinu 2018 var aðeins eitt stöðugildi hjá fyrirtækinu en núna eru komnar tvær verslan- ir, önnur við Suðurlandsbraut en hin á Höfða- bakka, svo þrátt fyrir tap á síðasta ári virðist þetta nýstofnaða fyrirtæki hafa komið sér vel fyrir á íslenskum vape-markaði. Icevape ehf Rekstrartekjur árið 2018 námu 84,2 milljónum en voru 75,4 árið á undan. Ársuppgjör var já- kvætt og skilaði hagnaði upp á 1,8 milljónir. Icevape rekur netverslun og verslun á Akur- eyri. Reksturinn hófst á árinu 2015 og hefur verið í stöðugum vexti síðan þá. Rafrettur vinsælar Af framangreindum upplýsingum má sjá að Íslendingar keyptu rafrettur og/eða tengdan búnað fyrir tæpar 700 milljónir króna á árinu 2018, bara við framangreindar verslanir. En það eru fleiri fyrirtæki sem selja rafrettur og svo er líka einhverjir Íslendingar sem panta að utan. Því má áætla að Íslendingar hafi keypt rafrettur og/eða tengdan búnað fyrir um milljarð á síðasta ári. n Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.