Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 10
10 6. desember 2019FRÉTTIR
„EINGÖNGU GERT AF ILLSKU OG
TIL AÐ BRJÓTA OKKUR NIÐUR“
n Sonur tekinn í fóstur án vitundar foreldra n Ber framleiðendur sjónvarpsþáttarins
Fósturbörn þungum sökum n Þann 18. október 2018 breyttist allt
„Við vildum
gera allt til að
fá börnin til okkar“
Þ
ann 23. september árið
2018 hófst önnur þátta-
röð af Fósturbörnum í
umsjón Sindra Sindra-
sonar. Í fyrsta og öðrum þættin-
um fylgdist Sindri með ferlinu
hjá einstæðri konu á fertugsaldri
sem langaði að eignast börn.
Að lokum fékk umrædd kona að
taka fimm ára dreng í fóstur, en
í þættinum kom fram að dreng-
urinn hefði búið við mikla van-
rækslu. Umsjónaraðili drengs-
ins hjá Barnavernd var Lilja Björk
Guðrúnardóttir, sem aðstoðaði
við vinnslu þáttanna.
Valgeir Reynisson, blóðfað-
ir drengsins, stígur fram í sam-
ráði við lögfræðing sinn, og segir
í samtali við DV að hvorki honum
né Evu Ósk Þorgrímsdóttur, eig-
inkonu hans og móður barnsins,
hafi verið tilkynnt um að barnið
þeirra hefði verið sett í fóstur fyrr
en eftir að þátturinn var frum-
sýndur. Barnið hafi verið feng-
ið í þáttinn án vitundar eða leyf-
is frá foreldrum þess, en þau voru
skráð sem forráðamenn drengs-
ins á þessum tíma. Saman áttu
hjónin fimm börn, hún þrjú úr
fyrra sambandi en hann átti áður
eitt úr öðru sambandi. Yngsta
drenginn áttu þau saman. Valge-
ir, í samráði við lögfræðing sinn,
hefur látið DV í té afrit af fjöl-
mörgum gögnum, tölvupóstum,
opinberum gögnum frá sýslu-
manni, sms-samskiptum og sam-
skiptum við Barnavernd Reykja-
víkur, sem styðja frásögn Valgeirs.
Drengurinn sem um ræðir hafði
á þeim tíma verið í tímabundinni
vistun á Mánabergi á meðan for-
eldrarnir tóku á sínum einkamál-
um. Ýmislegt hafði gengið á í lífi
hjónanna og segir Valgeir þetta
vera alvarlegt brot á persónu-
verndarlögum, að þetta hafi verið
gert af ásettu ráði og vísar hann á
aðstandendur þáttarins.
„Þau notuðu barnið okkar í
þáttinn án okkar vitundar eða leyf-
is frá okkur, foreldrunum, og við
vorum með foræðið yfir stráknum
okkar á þeim tíma, sem staðfest var
á pappír,“ segir Valgeir, sem ákvað
síðar að kæra Barnaverndarnefnd
til Persónuverndar.
„Þegar við heimsóttum strák-
inn okkar, sem var þá á fjórða
ári, á vistheimilinu þá földu þeir
þetta fyrir okkur og var allt mál-
ið með fósturforeldrið greini-
lega í ferli. Það var ekki fyrr en 23.
september, skömmu síðar, að það
var hringt í okkur og okkur sagt
að kveikja á sjónvarpinu og sagt:
„Bíddu, er þetta ekki strákurinn
ykkar?“ Þetta var eingöngu gert af
illsku og til að brjóta okkur niður.“
Misræmi á gögnum
Valgeir segir sig og konuna sína
hafa átt við ýmis vandamál að
stríða, en að forsjársviptingin
hafi verið byggð á lygum. Í janú-
ar á þessu ári lögðu þau hjónin
fram umsókn um að drengurinn
færi í fóstur hjá systur Valgeirs.
Þetta var tillaga þeirra hjóna til að
gæta að velferð barnsins og halda
því innan fjölskyldunnar, en syst-
ir Valgeirs á sjálf þrjú börn, tvö
af þeim eru fósturbörn. Þessari
beiðni var þó hafnað af Sýslu-
manni.
Umgengnisréttur þeirra Val-
geirs og Evu var síðar tekinn fyr-
ir í héraðsdómi þann 20. maí á
þessu ári og segir Valgeir niður-
stöðu dómsins skjóta skökku við
tillögu dómara við fyrirtöku. For-
sjársviptingin tók þá formlega
gildi hjá foreldrunum en Valgeir
segir úrskurði barnaverndar um
vanrækslu á drengnum vera ýktar
og að til séu gögn sem sýni fram á
misræmi á efnistökum.
„Dómari spyr okkur foreldrana
hvort að við myndum samþykkja
að drengurinn yrði vistaður í ár í
viðbót á Mánabergi svo við gæt-
um unnið betur í okkar málum og
komið betri stöðugleika í líf okk-
ar og þá myndum við geta feng-
ið drenginn aftur. Við, konan
mín, samþykktum það að sjálf-
sögðu, því við vildum gera allt til
að fá börnin til okkar,“ segir Val-
geir. „Þegar dómurinn er síðan
kveðinn upp, sex vikum síðar, þá
fullyrðir hann að við konan hefð-
um viðurkennt það í réttarsal að
við værum ekki hæf til að vera for-
eldrar. Slíkt höfum við aldrei sagt.
Við viðurkenndum að við þyrftum
að vinna í okkar málum, en sam-
þykktum aðeins það sem dóm-
ari bauð okkur, að halda barninu
í tímabundinni vistun. Þá gátum
við sýnt fram á að margt af því
sem þeir báru fram í tengslum við
vanrækslu var hreinlega byggt á
ósannindum. Við gátum sýnt og
sannað fyrir dómi að barnavernd
var að ljúga upp á okkur.“
Vék frá vegna málsins
Eva Ósk lést þann 17. júní á þessu
ári og segir Valgeir sjónvarpsþátt-
inn og forsjársviptinguna hafa haft
gífurleg áhrif á bataferli hennar og
meðferð. Hann segir barnavernd
og aðstandendur þáttarins Fóstur-
börn vera ábyrg fyrir versnandi
líðan hjá Evu, sem síðar leiddi
hana í gröfina að hans sögn.
„Ég geri þau tvö, barnavernd
og Lilju Björk ábyrg fyrir hvern-
ig fór fyrir konu minni enda er ég
með fjölda vitna sem geta staðfest
að eftir að þátturinn var sýndur þá
hrundi allt. Hún var búin að fara í
tvær meðferðir og farin að halda
sér edrú, en allt versnaði hjá henni
eftir að hún sá þáttinn með litla
stráknum sínum í,“ segir Valgeir
og ber Lilju þungum sökum.
„Í skýrslu sem Lilja skrifar og
setur fram í héraðsdómi notar
hún það gegn mér að ég hafi ekki
verið samvinnuþýður og erfið-
lega hefði verið að ná í mig þegar
eftirlitið hringdi í mig. Þetta er
ekki rétt því ég er með skýrslur
frá barnavernd þar sem fullyrt er
að ég sé í þokkalegu sambandi
við eftirlitsfólkið og að ég hafi
látið Lilju vita af öllu sem væri í
gangi og hvernig staðan væri. Ég
er með margar dagsettar skýrslur
sem staðfesta samtöl milli mín og
Lilju sem hún skrifar sjálf niður í
skýrslu. Svo segja þeir að heimilið
mitt hafi ekki verið ekki börnum
bjóðandi út af hversu sóðalegt
það var,“ segir Valgeir. „Þetta er
eitt af mörgum dæmum og til eru
ýmis gögn sem sýna fram á gróf-
ar skekkjur í frásögnum og gögn-
um. Sumir starfsmenn þarna
hjá barnavernd virðast geta val-
ið hvaða einstaklingar standast
kröfur þeirra og hverjir ekki.“
Eins og staðan er núna fær Val-
geir að hitta son sinn einu sinni á
hálfs árs fresti í tvo klukkutíma
undir eftirliti.
Langt ferli
Valgeir segir lögmann sinn hafa
spurt Lilju í héraðsdómi hvort hún
hafi fengið leyfi eða undirskrift-
ir frá foreldrum eða látið þá vita
um gerð þáttarins sem hún notaði
barnið í. „Hún svaraði því neitandi
og þegar lögmaður minn ætlaði
að halda áfram að spyrja hana um
gerð þáttarins og fleira þá stöðvaði
dómarinn lögmann minn, spurði
hvernig þetta kæmi málinu við og
bað hann að halda sig við efnið,“
segir Valgeir.
Að sögn Valgeirs steig Lilja
Björk til hliðar þegar málið var
kært til lögreglu og tók þá nýr
umsjónarmaður við. Valge-
ir hefur ítrekað reynt, ásamt lög-
manni sínum, að fá skýringar
frá Persónuvernd um málið en
lítið hefur bólað á svörum. Lög-
maður Valgeirs hefur ekki feng-
ið viðbrögð frá Persónuvernd
vegna kæru á barnavernd. Val-
geir hyggst fara með málið fyrir
mannréttindadómstól.
Við vinnslu fréttarinnar feng-
ust engin svör frá Lilju Björk varð-
andi hennar hlið málsins. n