Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 36
36 FÓKUS 6. desember 2019 Vonarstjornur Íslands bua í foreldrahusum n Herra Hnetusmjör byrjaði að leigja í fyrra n Birgir Hákon býr í 300 fermetra einbýlishúsi T ónlistarþjóðin Ísland hef- ur getið af sér marga stjörnuna sem hefur ekki aðeins náð hylli lands- manna heldur einnig smitað frægðarljóma sínum utan land- steinanna. Margar stjörnur skína skært í tónlistinni um þessar mundir og virðist framtíð list- greinarinnar á landinu vera björt. Því lék DV forvitni á að vita hvern- ig þessar vonarstjörnur Íslands í tónlistinni búa. Rapparinn Aron Can býr einnig í foreldrahúsum, nánar tiltekið í íbúð móður sinnar í Hverafold í Grafarvogi, hverfinu sem Aron ólst upp í. Um er að ræða tæplega 184 fermetra íbúð og er fasteignamat næsta árs 76,6 milljónir. Enginn mórall þar á ferð. Við Blómvallagötu í hjarta miðbæjarins býr einn heit- asti, en jafnframt umdeild- asti, tónlistarmaður lands- ins – Auður. Hann heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson og er skráður að Blómvallagötu í Þjóðskrá, þótt hann eigi ekki íbúð í húsinu né sé skráður á leigusamningi sem tilheyrir þessari snotru eign. Friðrik Jóhann Róbertsson gengur undir listamannsnafninu Flóni. Hann er með þeim vinsælli í bransanum og býr heima hjá móður sinni að Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Fjölskyldan hefur hreiðrað um sig í tæplega 210 fermetra húsi sem keypt var árið 2013 og er fasteignamat næsta árs rúmlega níutíu milljónir. Tónlistarkonan Young Karin (Sveinsdóttir) er skráð til heimilis að Gullsmára í Kópavogi, steinsnar frá Smáralind. Karin er þó ekki skráður eigandi neinnar íbúðar í húsinu né þinglýstur leigusamn- ingur skráður á hana. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Blómi í eggi Gull fyrir gull Enginn mórall Lukkulegur á Lindarbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.