Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 6
6 6. desember 2019FRÉTTIR Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR HÚSFÉLAGSINS Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! Allt að 87% verðmunur á lausasölulyfjum n DV kannaði verð á 13 lyfjum n Ódýrust í Costco n Oftast dýrust í Lyfjum og heilsu L ausasölulyf eru dýrust í Lyfjum og heilsu samkvæmt nýrri verðkönnun DV á þrettán al- gengum lausasölulyfjum. Ellefu af þeim þrettán sem DV kann- aði voru dýrust í Lyfjum og heilsu. Öll þrettán lyfin voru ódýrust í vöruhús- inu Costco. Vert er að taka fram að viðskiptavinir Costco þurfa að greiða ársgjald í versluninni til að geta verslað þar. Verðkönnun DV var framkvæmd þann 23. nóvember síðastliðinn og voru heim- sóttar fimm stórar keðjur sem selja lyf; Costco, Lyf og heilsa, Lyfjaval, Lyfjaver og Lyfja. um 35% verðmunur er á körfu sem inniheldur öll þrettán lausasölulyfin. Ódýrasta karfan var á rúmlega 25 þúsund krónur í Costco, sú dýrasta á tæplega 34 þúsund krónur í Lyfjum og heilsu. Mestur munur á Panodil Hot Mestur verðmunur var á verkjastillandi og hitalækkandi lyfinu Panodil Hot. Það er 87% ódýrara í Costco en í apótekinu þar sem það er dýrast, Lyfjum og heilsu. Í Costco kosta tíu skammtar, eða 500 milligrömm, tæp- lega 850 krónur en í Lyfjum og heilsu er sama magn á 1.588 krónur. Ofnæmislyfið Loritin er dýrast í Lyfja- vali. Þar eru hundrað 10 milligramma töfl- ur á 2.690 krónur. Í Costco, þar sem verðið er lægst er sama magn á 1.484 krónur. Það jafngildir 81% verðmun á hæsta og lægsta verði. Loritin var eina lyfið af þessum þrettán sem var dýrast í Lyfjavali. Kveflyfið Strepsils með hunangi og sítrónu var dýrast í Lyfju á 2.199 krónur, einni krónu dýrara en í Lyfjum og heilsu. Sama lyf kostaði 1.600 krónur í Costco, var um 37% ódýrara. Einnig var talsverður verðmunur á slímlosandi lyfinu Otri- vin Menthol. Það kostaði 1.218 krónur í Lyfjum og heilsu en 868 krónur í Costco. Það er 40% verðmunur. Níkótínlyf ódýrust í Costco Ef litið er til níkótínlyfja er Costco með hagstæðasta verðið. Þar kosta 204 stykki af 2 milligramma Nicotinell Fruit rúmlega 3.500 krónur, en tæplega 4.700 krónur í Lyfjum og heilsu. Tveir úðaskammtar- ar af Nicorette QuickMist eru einnig ódýrastir í Costco á tæp- lega 6.800 krónur. Sama magn er á tæplega 8.600 krónur í Lyfjum og heilsu. Þá var 31–36% verðmunur á algengu verkjalyfjunum Treo, Paratabs og Íbúfen. Sextíu stykki af Treo voru á rúmlega 1.700 krónur í Costco en rúmar 2.300 krónur í Lyfj- um og heilsu. Paratabs, þrjátíu stykki af 500 milligramma töflum, var ódýr- ast í Costco á 380 krónur en dýrast á 498 krónur í Lyfjum og heilsu. Þá var Íbúfen, fimmtíu stykki af 400 milligramma töflum, á rúmar 700 krónur í Costco en tæpar þús- und krónur í Lyfjum og heilsu. Heildarniðurstöður verðkönnunar DV má sjá hér fyrir neðan: Tegund lyfs Costco Lyfjaver Lyfja Lyfjaval Lyf&heilsa Mismunur hæsta og lægsta verð Níkótínlyf Nicotinell Fruit 2mg 204 stk 3.564 3.989 4.549 4.524 4.698 32% Magalyf Omeprazol Actavis 20mg 28 stk 1.518 1.649 1.879 1.852 1.998 32% Slímlosandi Otrivin Menthol 868 1.063 1.089 970 1.218 40% Verkjalyf Voltaren Gel 150ml 3.149 3.821 3.762 3.824 4.298 36% Verkjalyf Paratabs 500mg 30 stk 380 453 471 464 498 31% Kveflyf Strepsils hunang og sítrónu 36 stk 1.600 1.797 2.199 1.952 2.198 37% Verkjalyf Treo 60 stk 1.713 1.967 2.166 2.089 2.318 35% Verkjalyf Íbúfen 400mg 50 stk 712 769 862 798 968 36% Frunsulyf Valablis 500mg 10 stk 1.520 1.995 1.814 1.855 2.098 38% Verkjastillandi Panodil Hot 848 995 1.348 1.034 1.588 87% Ofnæmislyf Loritin 10mg 100 stk 1.484 1.751 1.876 2.690 1.998 81% Hægðalyf Imodium 2mg 16 stk 998 1.227 1.370 1.216 1.428 43% Níkótínlyf Nicorette QuickMist 2 x 150 úðaskammtar 6.759 7.362 8.349 8.574 8.598 27% 25.113 28.820 31.698 31.846 33.904 Verðsamanburður 15% 26% 27% 35% Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.