Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Síða 24
Tómstundir og útivist 06. desember 2019KYNNINGARBLAÐ Tónskóli Hörpunnar tvítugur í ár Tónskóli Hörpunnar var stofnaður árið 1999 og varð því 20 ára á þessu ári og var afmælinu fagnað með glæsilegum tónleikum í Grafarvogskirkju í apríl. Þar komu fram nemendur ásamt núverandi og nokkrum fyrrverandi kennurum tónskólans. Jólatónleikar nemenda Nú er komið að árlegum jólatónleikum Tónskóla Hörpunnar. Tónleikarnir verða haldnir 9., 10. og 11. desember kl. 18.30 og 19.30. Þeir eru haldnir í kirkjuselinu í Borgum í Spönginni þar sem allir nemendur skólans koma fram. Allir gestir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Kennsla innan veggja grunnskólanna á skólatíma Síðan tónskólinn var stofnaður hefur eitt og annað breyst. Skólinn hefur flutt í stærra og betra húsnæði, nemendum hefur fjölgað og við höfum tekið upp kennslu innan veggja grunnskólanna þar sem við kennum á morgnana. Í vetur förum við í átta skóla en það eru Kelduskóli Vík og Korpa, Vættaskóli Engi og Borgir, Húsaskóli, Sæmundarskóli, Ártúnsskóli og Háaleitisskóli í Álftamýri. Fjölbreytt hljóðfæraflóra Tónlistarnám styður við allt annað nám og rannsóknir sýna að þeir sem stunda ungir tónlistarnám búa að því alla ævi. Fyrir utan hvað tónlist veitir mikla gleði í lífi hvers og eins. Við erum aðallega með nemendur á grunnstigi og nokkra á miðstigi. Það eru allir velkomnir í Tónskóla Hörpunnar og enginn er of gamall til að hefja tónlistarnám. Tónlistarnám er ekki bara fyrir útvalda heldur ættu allir að fá tækifæri til að kynnast tónlist einhvern tímann á lífsleiðinni. Fyrir nemendur sem hafa áhuga á að hefja tónlistarnám er margt í boði. Við kennum á píanó og gítar sem eru vinsælustu hljóðfærin. Einnig kennum við söng, á fiðlu, þverflautu, saxofón, bassa, trommur, harmoniku og svo blokkflautu í forskólanum. Sumir hefja nám um áramót Tónskóli Hörpunnar er staðsettur í Spönginni sem er í hjarta Grafarvogs. Það er afar góð staðsetning fyrir nemendur sem búa í Engja-, Víkur-, Borgar- og Rimahverfi, enda er stutt fyrir þá að ganga í tónskólann. Skólinn gefur nýjum nemendum tækifæri til að hefja nám um áramót. Innritun fer fram á vef borgarinnar Rafræn Reykjavík. Innritun fyrir vorönn 2020 er hafin á vefnum rafraen.reykjavik.is. Nánari upplýsingar má nálgast á harpan.is eða í síma 567-0399. Vefpóstur: harpan@harpan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.