Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2019, Blaðsíða 37
FÓKUS 376. desember 2019
Tónlistarkonan GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannes
dóttir, býr í húsi föður síns að Reykjamel í Mosfellsbæ. Um er
að ræða fallegt hús sem fellur vel í umhverfið og er tæpir 190
fermetrar. Húsið keypti faðir tónlistarkonunnar árið 1999 en
þess ber að geta að aðeins ofar í sömu götu býr herra Ólafur
Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Ekki leiðinleg
ur nágranni.
Tónlistarkonan BRÍET (Ísis Elfar) býr einnig í foreldrahúsum, í íbúð að
Laugarnesvegi í Reykjavík sem er í eigu móður hennar. Íbúðin er tæp
lega 93 fermetrar og fasteignamat næsta árs rúm 41 milljón. Frægðar
sól BRÍETAR fer sífellt ofar á stjörnuhimnum eftir að hún gaf út sitt
fyrsta lag í byrjun síðasta árs, In Too Deep. Í kjölfarið fékk hún alls
kyns gylliboð utan úr heimi en stendur fast á að vera bara hún sjálf,
eins og Birgitta Haukdal söng um.
Herra Hnetusmjör, sem fékk nafnið Árni Páll við skírn, byrjaði að leigja í apríl í fyrra
með kærustu sinni, Söru Linneth, að Litlagerði í Fossvoginum í Reykjavík. Fyrir það
greiða skötuhjúin 190 þúsund krónur á mánuði en íbúðin er tæpir 103 fermetrar og er
fasteignmat næsta árs rúmar 44 milljónir. Það er nóg að gera hjá parinu því um þessar
mundir undirbúa þau komu síns fyrsta barns, auk þess að Herrann er á kafi í alls kyns
jólatónleikum og rappgleði.
Birnir Sigurðarson vakti mikla athygli árið 2017 þegar hann gaf út sitt fyrsta lag, Sama
Tíma. Síðan þá hefur hann unnið með mörgum af þekktustu listamönnum landsins og
er talinn afspyrnufær í því sem hann gerir. Birnir er úr Kópavoginum og býr með for
eldrum sínum á Huldubraut í Kópavogi, einni af flottustu götunum á Kársnesinu. Hús
ið er rúmir 240 fermetrar og er fasteignamat næsta árs tæpar níutíu milljónir.
Eins og Herra Hnetusmjör þá sker rapparinn Birgir Hákon sig úr hópi unga tónlist
arfólksins því hann býr ekki í foreldrahúsum. Birgir hefur talað opinskátt um bar
áttu sína við vímuefnafíkn, raunar líkt og Herra Hnetusmjör og Birnir, en byrjaði að
leigja raðhús að Brekkutanga í Mosfellsbæ í október síðastliðnum. Húsið er tæplega
þrjú hundruð fermetrar og fyrir það borgar rapparinn 180 þúsund krónur á mánuði.
Við Ásvallagötu er að finna afar reisulegt hús, hvítt með rauðu þaki. Þar býr tón
listarkonan Una Schram ásamt foreldrum sínum. Hún stefnir hátt, í tónlistarnám í
Englandi og enn meiri lagaútgáfu. Hún staldrar því eflaust stutt við í foreldrahúsum
sem er rúm níutíu fermetra íbúð í miðbæ Reykjavíkur.
Tryggur Kópavogsbúi
Þetta má
Hún
sjálf
Nýbyrjaður að leigja
Góðir
grannar
Staldrar stutt við