Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Side 14
14 11. október 2019FRÉTTIR PINNAMATUR V e i s l u r e r u o k k a r l i s t ! Bjóðum uppá fjölda tegunda PINNAMATS OG TAPASRÉTTA Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 9 hlutir til að hafa í huga á leigumarkaðinum DV svarar algengum spurningum um leiguhúsnæði Í vikunni var greint frá því að þinglýstum húsaleigusamn- ingum hafi fjölgað mikið á milli ára, eða um 47 prósent. Málum sem lenda inni á borði hjá Leigjendaaðstoðinni hefur einnig fjölgað á milli ára og mörg þeirra mála hafa endað fyrir kærunefnd húsamála. Því er ekki úr vegi að skoða nokkrar algengar spurn- ingar sem valdið geta deilum milli leigusala og leigjenda. Hverju þarf að huga að áður en íbúð er leigð út? Það er mjög mikilvægt að taka ástand eignarinnar vel út áður en hún er leigð út. Ef slíkt misferst þá er hætt við því að vonlaust verði að fá skemmdir bættar úr hendi leigjanda. Þessu hafa margir brennt sig á. Ástandsskoðun við lok leigutíma hefur takmark- að gildi ef ekkert liggur fyrir um ástand eignarinnar við upphaf leigutíma. Allur vafi þar á er síð- an túlkaður leigjandanum í hag svo hér er gífurlega mikilvægt fyr- ir væntanlega leigusala að tryggja réttindi sín með góðri og ítarlegri úttekt. Hvað ef samningur er ekki skriflegur? Samkvæmt húsaleigulögum eiga leigusamningar um húsnæði að vera skriflegir. Þetta þýðir þó ekki að leigjendur sem ekki hafa gert skriflegan samning séu réttinda- lausir. Þvert á móti. Ef enginn skriflegur samningur er til staðar þá telst samt hafa komist á samn- ingur, ótímabundinn með hálfs árs uppsagnarfresti. Leigufjár- hæð þessa óskráða ótímabundins samnings er sú fjárhæð sem hægt er að sanna að leigjandi hafi sam- þykkt. Til dæmis gæti slíkt talið sannað með millifærslu leigjanda á mánaðarlegri leigu. Má leigusali ráðstafa tryggingarfé að vild? Stutta svarið er nei, það má hann ekki. Leigusalar eiga að halda tryggingarfé til haga á sérreikn- ingi sem má ekki vera bundinn. Einnig skal leigusali velja reikn- ing sem ber eins hagkvæma vexti og völ er á. Leigjandinn á svo rétt á að fá vextina greidda út sam- hliða tryggingunni við lok leigu- tíma. Leigusali má heldur ekki ráð- stafa tryggingarfé að vild, jafn- vel þótt hann telji leigu í vanskil- um eða að leigjandi hafi valdið skaðabótaskyldu tjóni á hinu leigða. Hann þarf alltaf að leita samþykkis leigjanda eða úrskurð- ar um bótaskyldu frá þar til bæru dómsvaldi. Við lok leigutíma hefur leigu- sali lögákveðinn frest til að gera kröfu í tryggingarfé, fjórar vikur frá skilum húsnæðis. Ef slíkt er ekki gert innan þess frests þá hef- ur leigusali glatað tækifæri sínu á þessu úrræði og skal tafarlaust skila leigjanda öllu tryggingarfé ásamt vöxtum. Má leigusali hafa aðgang að íbúð á leigutíma? Á meðan leigjandi býr í leigu- húsnæði þá nýtur hann stjórnar- skrárvarinnar friðhelgi heimilis. Leigusali má því ekki vaða inn í húsnæði eins og hann vill. Hann á þó rétt á aðgangi ef ráðast þarf í einhverjar viðgerðir og eins ef til stendur að sýna eignina mögu- legum leigjendum eða kaupend- um. Þessi réttur á samt aðeins við ef sex mánuðir eða minna er eftir af leigutímanum. Leigusali þarf þó að hafa fyrst samband við leigjendur og gefa þeim eða umboðsmanni þeirra kost á að vera viðstaddir. Eiga leigjendur að borga í hússjóð? Hér þarf að skoða hvað er inn- ifalið í mánaðarlegu hússjóðs- gjaldi. Í fjölbýlishúsum er hiti gjarnan sameiginlegur og því hluti af hússjóðsgjaldi. Þenn- an hluta gætu leigjendur þurft að greiða. Hins vegar þurfa þeir ekki að greiða þann hluta gjalds- ins sem telst sem sameiginlegur kostnaður húsfélagsins. Þar und- ir fellur til dæmis hiti og rafmagn í sameign, viðhald lyftubúnaðar, kostnaður vegna framkvæmda, gjald í framkvæmdarsjóð og svo framvegis. Einnig þarf að skoða hvort leigjandi og leigusali hafi sérstak- lega samið um að sá fyrrnefndi greiði hússjóðsgjald. Þarf þá að tilgreina það sérstaklega í leigu- samning. Þarf að þinglýsa samningi? Aðeins er hægt að þinglýsa leig- usamning ef hann er skriflegur. Ef í samningi er samið um ein- hvers konar frávik frá húsaleig- ulögum þá er nauðsynlegt að þinglýsa honum til að samningur haldi gildi gagnvart mögulegum þriðja manni, svo sem kaupanda eignarinnar. Eins er þinglýsing grundvöllur þess að hægt sé að sækja um húsaleigubætur. Hvað ef leiguhúsnæði er selt á leigutíma? Ef leigusali selur eign sem er í útleigu án þess að segja leig- usamningi upp fyrst þá held- ur samningurinn gildi sínu þrátt fyrir söluna. Nýr eigandi tekur þá við hlutverki leigusala sam- kvæmt gildandi samningi. Hins vegar gildir annað ef eignin er seld á nauðgunarsölu eða ef leig- usali missir íbúðina vegna gjald- þrots. Þá fellur leigusamningur- inn úr gildi. Sambúðarslit eða skilnað- ur á leigutíma? Ef leigjendur í sambúð eða hjú- skap skilja á leigutíma þá er það ekki þannig að annar aðilinn geti einhliða sagt samningnum upp. Samkvæmt húsaleigulögum á öðrum hvorum aðila að vera heimilt að ganga inn í leigusamn- inginn og taka við honum. Hvaða reglur gilda um uppsögn leigusamnings og uppsagnarfrest? Samningur er tímabundinn: Tímabundnum leigusamningi lýkur við lok leigutíma án þess að leigusali þurfi sérstaklega að tilkynna að ekki verði af áfram- haldandi leigu. Hins vegar ef tímabundnum leigusamningi lýkur, leigjandi heldur áfram að borga leigu og leigusali tekur við leigugreiðslum athugasemda- laust næstu tvo mánuðina, þá telst vera kominn á nýr ótímabundinn samningur sem þarf þá sérstak- lega að segja upp samkvæmt regl- um þar um. Samningur er ótímabund- inn: Ótímabundnum samningi þarf að segja upp með viðeig- andi uppsagnarfresti. Fresturinn er þrír mánuðir ef um leiguher- bergi er að ræða en sex mánuð- ir ef um íbúðarhúsnæði er að ræða. Í undantekningartilvikum er hægt að semja um skemmri uppsagnarfrest á íbúðarhúsnæði, eða þrjá mánuði, en slíkt á aðeins við ef leigusali er fyrirtæki eða fé- lag sem ekki er rekið í hagnaðar- skyni. Þar undir falla til dæmis fé- lagsbústaðir og stúdentagarðar. Í gegnum tíðina hefur borið á því að í ótímabundnum leigusamn- ingum séu ákvæði um skemmri uppsagnarfrest en tilgreind- ur er í húsaleigulögum. Þar sem húsaleigulög eru ófrávíkjanleg lög þá hafa slík ákvæði ekki gildi gagnvart leigjanda ef skemmri uppsagnarfrestur er honum ekki í hag. Hins vegar er aðilum að sjálf- sögðu frjálst að semja sín á milli í sátt og samlyndi um skemmri frest en tilgreindur er í samningi. n Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.