Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2019, Síða 43
FÓKUS 4311. október 2019 hvern óviðeigandi hátt. Þá benda þeir þér á að þetta sé vanvirðing og ef þú vilt taka svona mynd, þá sé það svo sem allt í lagi, en þeir leggja það til við þig að þú birtir þessar myndir ekki,“ segir Hjörv- ar. Margir myndu líta svo á að með því að drepa dýrið þá sértu að vanvirða það en þú lítur svo á að meðan það er hreinsað og stillt upp þá sé það virt, er þar línan dregin? „Já, í raun og veru. Línan er eig- inlega dregin þar. Þetta er hreins- að og gert eins snyrtilegt og hægt er. Myndin verður falleg. Þessu er ekki stillt upp eins og líki,“ svarar Hjörvar. „Íslendingar þekkja þetta ekki. Yfirleitt eru trophy-myndir hjá Íslendingum sóðalegri en þekk- ist úti og það er það sem kem- ur óorði á þetta, ef þetta er haft sóðalegt. Við tökum með okkur vatn á veiðistaðinn og erum með bursta með okkur.“ Það virðist vera einróma álit innan samfélagsins að trophy- veiði sé almennt „siðferðislega röng“. Hvernig svarar þú því? „Ef ég ætti að svara fyrir þetta þá myndi ég fyrst koma inn á það að það er ekki verið að drepa ung- dýr, eða veiða. Það eru felld göm- ul dýr. Ég til dæmis skaut anti- lópu í sumar sem þurfti að fella. Ef ég hefði ekki gert það þá hefði bóndinn sjálfur þurft að fella hana og það hefði verið mínus fyr- ir hann upp á 600 þúsund krón- ur. Hún var felld á þeim grund- velli að hún var búin að drepa hjá bóndanum þrjá unga tarfa. Hún var komin á þann aldur að hún var geðill og það var ekki hægt að hafa hana inni á svæðunum lengur því hún var farin að drepa yngri tarfana. Hún hættir þessu ekki þegar hún er byrjuð, hún var bara að vernda sitt svæði. Fyrir mér finnst mér mikið skynsam- legra að bóndinn eigi þrjá unga tarfa sem geta verið lifandi í 17 ár frekar en ég myndi sleppa því að fella þennan sem var 14 ára og átti þrjú ár eftir.“ Eru öll dýr sem þú hefur drepið í svoleiðis aðstæðum? „Ekki öll í þeim aðstæðum að það þurfi að drepa þau. Það er ekki verið að skjóta kálfa eða ung- dýr nema þess virkilega þurfi.“ Fallegt útlit mikilvægt Ástæðan fyrir því að ungdýr eru sjaldan skotin er þó ekki dýranna vegna, að sögn Hjörvars. Heldur snýst þetta um útlit þeirra. Hann segir að því eldri sem dýrin eru, því „fallegri“ eru þau og því „flott- ari“ verður myndin. „Það er fyrst og fremst verið að skjóta dýrin fyrir myndatökuna og eins fyrir menn að eiga minn- ingar, flytja heim uppstoppuð dýr. Þá er þetta alltaf gert svona. Því eldra sem dýrið er því fallegra er það. Maður sér að það hefur lif- að.“ Viðbrögð Hjörvar deilir trophy-myndum sínum á Facebook og Instagram. Aðspurður hvers konar viðbrögð hann fær segir hann þau mest- megnis vera jákvæð, enda eru það vinir hans og kunningjar sem fylgja honum á samfélagsmiðl- um. „Mér þykir mjög ólíklegt að grænkerar hafi einhvern áhuga á því að vingast við mig þannig að yfirleitt er þetta fólk sem þekkir mann og umgengst mann mikið. Vissulega hef ég fengið neikvæð viðbrögð og maður hefur fengið neikvæð skilaboð á Instagram og manni hefur verið eytt út af Face- book og eitthvað svoleiðis. En í raun er það ekkert sem skiptir mig máli,“ segir Hjörvar. „Yfirleitt er þetta þá fólk sem maður átti enga samleið með hvort eð er. Þannig að þú ert ekki að tapa neinu á þvi í sjálfu sér. Þegar ég fæ skilaboð þá hef ég oft útskýrt þetta fyrir fólki. Meðal annars fékk ég ein skilaboð í fyrra og útskýrði mitt mál og fékk þá til baka, ókei allt í lagi að skjóta dýr, en af hverju alltaf að taka mynd af þér með því?“ Og hverju svararðu? „Já, þetta er í raun og veru hluti af þessu. Ég hugsa að ef þú kæmir þarna út og færir að veiða og vild- ir ekki láta taka mynd af þér með dýrunum þá veit ég ekki hvernig leiðsögumennirnir myndu taka því. Þeir gera ráð fyrir því að þú takir mynd af þér með dýrinu.“ Af hverju? Nú verð ég að fá að spyrja þig, af hverju? Hvað færð þú út úr þessu? „Ég fæ útivist út úr þessu. Þetta er góð útivist, að komast út í nátt- úruna og þú færð líka góðan fé- lagsskap út úr þessu. Ég hef verið nokkuð lukkulegur með félagana sem hafa komið með mér hér að heiman og svo hefur einn Finni verið að veiða með okkur. Eins með leiðsögumennina úti, þetta er bara fólk sem maður kann vel við. Það er ekki bara veiðin. Við vöknum saman á morgnana, borðum saman morgunmat og hádegismat. Á kvöldin sitja menn saman og segja veiðisögur, bæði sannar og lognar. Bestu veiðiferð- irnar eru ekki endilega þær þar sem það er skotið mesta magnið.“ En nú myndu sumir segja að þú getur fengið útivist og félags- skap með því að ganga upp Esj- una í góðra vina hópi. Það hlýtur að vera eitthvað við það að drepa dýrið sem heillar þig? „Í raun og veru myndi ég aldrei nokkurn tímann segja að það væri neitt við það að drepa dýrið sem væri heillandi. Það er í raun og veru kannski frekar það að veiða það. Ef ég fengi útrás fyrir því að drepa dýr þá myndi ég held ég bara vinna í sláturhúsi. En það er kannski allt hitt. Veiði getur verið sýnd en ekki gefin. Eins og maður þekkir hér á landi þá geturðu eytt heilum degi í að veiða eitt dýr. Þú þarft kannski að ganga 20 km og læðast þrjá af þeim. Eða þarft að velja þér leiðir og annað eftir um- hverfinu. Það er kannski allt þetta sem heillar mest. Ekki athöfn- in sjálf þegar dýrið er fellt. Það er kannski síðasti handleggurinn, jú þá kannski veistu að þú ert búinn að ná markmiðinu.“ Finnst þér erfitt að sjá dýrið kveljast ef þú nærð ekki að drepa það með fyrsta skoti? Finnirðu einhverjar tilfinningar þegar það gerist? „Já, já, það er ekkert skemmti- legt við það. Þú færð enga útrás við það að lenda í vandræðum með því að aflífa dýr. Það var eitt dýr af öllum þessum átján sem féll ekki innan nokkurra sekúndna. Við lentum aðeins í eltingaleik við það, en það er ekki sú veiði sem er skemmtilegust. Það er eig- inlega bara hundleiðinlegt að elta sært dýr. Ef það er hægt að kom- ast hjá því þá gerir maður það. Þú færð mest út úr því ef dýrið fell- ur samstundis og þú veist að það þurfti ekki að þjást,“ segir Hjörvar. „Manni finnst líka gott að hugsa til þess þegar maður er að borða kvöldmatinn þarna úti að þú ert að borða dýr sem var frjálst. Þetta eru ekki dýr sem hafa þurft að alast upp í húsum og annað. Þau hafa fengið að njóta sín frá upphafi. Dýrin í Afríku fá að lifa frjáls þar til undir síðustu árin og þá eru þetta örlögin.“ n www.gilbert.is Vínland Gmt VIÐ KYNNUM NÝTT ÚR FRÁ JS WATCH CO. REYKJAVIK „Trophy-veiði snýst um að skjóta fram- andi og fyrirfram ákveðin dýr – oftast stór dýr eins og nashyrninga, fíla, ljón, birni og fjallaljón – með opinberlegu leyfi ríkisstjórnar, sér til ánægju.“ – BBC Wildlife Magazine. Hjörvar Ingi ásamt Daniel og Nicole, eigendum Sunguti Safaris. Hann lítur á þau sem vinafólk sitt í dag. Hjörvar Ingi og gíraffinn sem hann drap í ár. Hjörvar Ingi og kúdúantilópa sem hann skaut. Hægt er að fylgjast með Hjörvari á Instagram @hjorvingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.