Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 2

Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 2
Veður Í dag blæs köld norðan- og norðaustanátt á landinu með éljum fyrir norðan og austan. Suðvestanlands ætti þó að vera bjart og fallegt veður. Sjá SÍðu 26 Sinnir þú SKöpUNný? Skipulag Formaður Arkitektafélags- ins telur forsætisráðherra ekki beita valdi sínu með réttum hætti þegar kemur að byggingarlist. Skilyrði um að gamlar teikningar séu notaðar á Alþingisreitnum og ummæli hans um Hafnartorgsreitinn séu ekki í takt við stefnu Arkitektafélagsins. Hafnar eru framkvæmdir á Hafnar- torgsreit þar sem byggja á sjö hús. Ekki er búið að hanna húsin heldur er aðeins um skipulagstillögu að ræða. Forsætisráðherra hefur sagt það skipulagsslys. Huga þurfi að gömlum húsum í bænum og skipu- leggja reitinn út frá því. Reiturinn væri sá mikilvægasti í elstu byggð Reykjavíkur og ætti því að huga að samhenginu við skipulag reitsins. „Forsætisráðherra er vitaskuld frjálst hafa þá skoðun sem hann vill. Öll umræða er einnig af hinu góða og gott að ræða þessi mál. Það er hins vegar hvernig hann beitir valdi sínu, með Alþingisreitinn til dæmis, sem við setjum spurningamerki við,“ segir Aðalheiður Atladóttir, formaður Arkitektafélagsins. „Við ættum í dag að skapa og hanna byggingar sem verða menningararfur seinna meir. Við ættum að nota tækifærið núna og gera eitthvað framsækið í bygg- ingarlist. Byggingarlist verður að fá að þróast líkt og aðrar listgreinar.“ Bendir Aðalheiður á að vinnuferlið við byggingu húsa sé á þá leið að útlit hússins komi í lokin. Fyrst sé unnið í rannsóknum á húsinu, þarfagrein- ingu, skoðun umhverfis sem síðan leiðir af sér útlit. „Á Alþingisreitnum er hins vegar sett skilyrði í fjárlögum að unnið sé eftir gamalli teikningu eða hún sé höfð til viðmiðunar og það samrýmist ekki okkar stefnu.“ Aðalheiður bendir á að ekki sé hægt að binda list í einhvers konar tímafjötra „Ég gæti tekið tónlist til dæmis. Sjáum Björk og Of Monsters and Men sem eru að skapa í dag sem verður líkast til hluti af tónlistararf- inum. Við ættum ekki að skikka þau til að semja tónlist í anda gamalla tíma vegna þess að lítið sé til af þeirri tónlist.“ sveinn@frettabladid.is Segir byggingarlistina verða að þróast eðlilega Formaður Arkitektafélagsins er ósáttur við valdbeitingu forsætisráðherra. Um- mæli hans séu ekki í takt við stefnu félagsins. Ekki sé farsælt að nota gamlar teikningar, segir hún. Byggingarlist verði að geta þróast líkt og aðrar listgreinar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Aðalheiður Atla- dóttir, formaður Arkitektafélags Íslands Ekki er langt síðan ríki og borg deildu um mikilvægi hafnargarðs í Reykjavík. For- sætisráðherra hefur nú gert sig gildandi í umræðum um viðbyggingu á Alþingis- reitnum sem og um nýtt skipulag á svokölluðu Hafnartorgi. FRéttAblAðið/GVA Flóttamenn yfirgefa flóttamannabúðir iOM í beirút þaðan sem sýrlenskir flóttamenn koma til Íslands. MynD/EPA Samfélag Til stóð að þann  19. janúar næstkomandi kæmu hingað fimmtíu og fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Nú er komið í ljós þeir verða færri sem koma til landsins þennan dag. Þrjár fjölskyldur sem fyrirhugað var að settust að í Hafnarfirði hafa frestað komu sinni og ein sem tekið verður á móti í Kópavogi.  Frestun á ferðalagi þeirra hingað til lands er vegna ýmissa persónu- legra aðstæðna í lífi fjölskyldnanna, ein sýrlensku kvennanna er til að mynda  barnshafandi og má ekki fara í flug. Hún kemur seinna til landsins ásamt fleirum í hópi flótta- manna sem dvelja í flóttamanna- búðum í Líbanon. Það eru því líklega sex fjölskyldur sem koma til landsins þann nítj- ánda janúar en ferðaáætlun Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna er ekki fullgerð. Fjórar flytja til Akureyrar og tvær setjast að í Kópavogi. Nú vinna sjálfboðaliðar að því að undirbúa komu þeirra og innrétta íbúðir þeirra. – kbg Fáum færri flóttamenn til landsins Hafnar eru framkvæmd- ir á Hafnartorgsreit þar sem byggja á sjö hús. Sjávarútvegur Hlutdeild Íslands í heildarþorskveiði heimsins fer minnkandi. Árið 2013 var hlutdeild landsins 221 þúsund tonn, eða 16,2 prósent. Það ár var heildarveiðin alls 1.360 þúsundir tonna af þorski, líkt og greint er frá á heimasíðu Landssam- bands smábátaeigenda. Af tölum að dæma hefur ástand þorskstofnsins almennt verið gott á tímabilinu 2009 til 2013. Heimsaflinn í lok tímabilsins var um hálfri milljón tonna meiri en í upphafi þess, sem svarar til 57pró- senta aukningar, segir þar. Hér við land hefur aukningin verið nokkru minni eða rúmur fimmtungur, 22 prósent, sem svar- ar til 39.500 tonna. Í upphafi tímabilsins, árið 2009, var hlutdeild Íslands rúmur fimmt- ungur eða 20,9 prósent.  – shá Hlutdeildin í þorskveiði heims minnkar 1 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð Réttur búnaður bjargar Víða um land var fljúgandi hálka í gær þegar frost hélt innreið sína á ný eftir vætutíð. Á höfuðborgarsvæðinu urðu margir illilega varir við þetta og mikilvægt að vera rétt búinn til ferðalaga á milli húsa. Margir hafa eflaust óskað þess að þeir væru með mannbrodda og göngustafi. FRéttAblAðið/StEFán

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.