Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 16
Nýlega hélt Vigdís Hauks-dóttir, formaður fjárlaga-nefndar Alþingis, því fram
að það sé ódýrara að vera öryrki en
heilbrigður. Ég trúði ekki mínum
eigin eyrum. Stundum held ég
að margir Íslendingar trúi því að
fatlað fólk fari ekki út úr húsi. Það
er mikill misskilningur. Fatlað
fólk heimsækir fjölskyldu sína og
vini, margir vinna einhverja vinnu
(hlutastörf og sumir jafnvel fulla
vinnu), eignast börn (já, fatlaðir
hafa líka kynhvöt), kaupir lyf, föt,
hjálpartæki, fer í sjúkraþjálfun, fer
í sund, nýtur útivistar (og þarf þá
oft sérhannaðan búnað til þess sem
er ekki ódýr), fer t.d. á skíði með
ýmsum skemmtilegum útbúnaði,
og svo mætti lengi telja. Því fatlað
fólk er líka fólk!
Fólk með fötlun á sér drauma. Það
vill lifa innihaldsríku lífi, rétt eins og
allir aðrir. Fólk með fötlun hefur líka
metnað. Þau vilja búa vel að börnum
sínum. Þau langar til að ferðast (þó að
hér á Íslandi í dreifbýlinu séu stund-
um ekki einu sinni til ökutæki til að
koma þeim á milli húsa). Fólk með
fötlun langar ekki að lepja dauðann
úr skel! Það langar ekki að hanga
heima hjá sér og éta hafragraut. Hve-
nær ætlar fólk að skilja að fólk með
fötlun er manneskjur? Manneskjur
með sömu drauma, vonir og vænt-
ingar og allir aðrir. Manneskjur sem
borga skatt! Manneskjur sem eiga að
hafa sama rétt og annað fólk!
Mannréttindi heita nákvæm-
lega það: MANNréttindi. Ekki rétt-
indi heilbrigða fólksins, réttindi
fullkomna fólksins, réttindi fallega
fólksins, réttindi hvíta fólksins, rétt-
indi hávaxna fólksins … heldur ein-
faldlega MANNRÉTTINDI!
Eiga sama rétt og aðrir
Manneskjur með fötlun eiga sama
rétt og aðrar manneskjur. Þær eiga
rétt á að geta búið sér og sínum
mannsæmandi líf. Þær eiga að
geta komist um í samfélaginu eins
og allir aðrir. Heimsótt fjölskyldu
og vini, farið út í búð, farið í sund,
rölt/rúllað um verslunargötur
sinnar heimabyggðar. Þetta er bara
spurning um gæði á hönnun. Þeir
sem geta ekki hannað eftir algildri
hönnun eru einfaldlega ekki nógu
góðir hönnuðir!
Fólk með fötlun vill geta notið
sömu þjónustu og aðrir, enda hefur
það, líkt og allir aðrir, tekið þátt
í að greiða fyrir þá þjónustu með
sköttum sínum og útsvari. Fólk
með fötlun vill geta búið í húsnæði
sem hentar. Fyrir suma fatlaða er
það stúdíóíbúð en fyrir aðra er það
kannski íbúð eða hús með 5 svefn-
herbergjum, einu herbergi fyrir
hvert barn ásamt hjónaherbergi.
Af hverju virðast flestar sérút-
búnar íbúðir fyrir fatlaða bara vera
með tveimur svefnherbergjum?
Halda kannski sumir að fatlaðir búi
yfirleitt með umsjónarmanni eða
eignist bara eitt barn?
Eru fordómar á Íslandi gagn-
vart fötlun? Samrýmist fötlun ekki
hugmyndum fólks um Íslendinga?
Best í heimi, sterkust, fallegust, val-
kyrjur, víkingar? Íslendingar með
fötlun eru líka Íslendingar og vilja
vera partur af íslensku samfélagi.
Þeir vilja ekki lifa í aðskildu samfé-
lagi! Þeir eru Íslendingar sem vilja
ferðast með almennum aðgengi-
legum samgöngum, en ekki bara
sérferðaþjónustukerfi – ferðaþjón-
ustu fatlaðra. Þau vilja geta farið út
að borða. Vilja búa meðal fólksins
í landinu en ekki vera hrúgað inn
á sambýli, íbúakjarna eða jafnvel
stofnanir til að lepja dauðann úr
skel. Vilja stjórna sínu lífi, ráða sína
aðstoðarmenn og ráða því hverjir
hjálpa þeim í og úr fötunum.
Þau eru Íslendingar sem vilja
komast í sund, geta notið nátt-
úrunnar, farið á bókasöfn, geta
menntað sig, fengið vinnu með
möguleikanum á að vinna sig upp
í starfi ef vel gengur.
Fatlaðir hafa drauma! Martin
Luther King átti sér drauma um
að fólk, hvort sem það er svart eða
hvítt, geti átt sömu tækifæri og
sömu réttindi. Fólk með fötlun á sér
þann draum að fatlaðir og hraustir
geti átt sömu réttindi og tækifæri og
þú.
Íslenska þjóðin á langt í land þegar
kemur að mannréttindum fatlaðs
fólks. Fyrsta skrefið væri að fullgilda
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks og jafnframt
að hækka lífeyri svo hægt sé að lifa
á honum, því eins góður og sáttmál-
inn er þá er ekki hægt að borða hann.
Er ekki kominn tími til?
Réttindi fullkomna fólksins
Það veldur mér nokkrum áhyggjum að fólk, sem ég veit að hefur áhuga á samfélaginu,
viðurkenni opinberlega að það
hreinlega sofni þegar vinnubrögðin
á Alþingi eru rædd. Ég viðurkenni
að umræðuefnið er kannski ekki
beinlínis æsispennandi en það er
mikilvægt. Ef vinnulagið, verklag-
ið, skipulagið eða hvað við viljum
kalla það er ekki faglegt á Alþingi
getur það beinlínis bitnað á þjóð-
inni.
Ég gef mér að Sif Sigmarsdóttir
sé m.a. að vísa til mín í pistli sínum
í Fréttablaðinu 9. jan. þegar hún
segir að Björt framtíð hafi verið
upptekin af vinnubrögðunum á
þingi. Ég hef nefnilega af og til rætt
þessar áhyggjur mínar tvær mín-
útur í senn undir liðnum „störf
þingsins“. Við sem höfum léð máls
á þessu erum ekki að tala um hvað
sé í matinn í mötuneytinu, hvernig
mæting sé á nefndarfundi, hver
sé í námi eða hvort einhver mæti
bindis laus eða í gallabuxum. Þetta
eru mál sem fjölmiðlar eru upp-
teknari af en við þingmenn.
Það sem ég upplifi eftir hátt í
þrjú ár á þingi, og eftir að hafa áður
unnið á nokkrum „venjulegum“
vinnustöðum, er að skipulagsleysið
sem viðgengst á Alþingi beinlínis
bitnar á því mikilvæga starfi sem
okkur er ætlað að sinna. Við sóum
of oft tíma og kröftum ekki síst
vegna þess að afar lítið er hægt að
skipuleggja fram í tímann. Miðað
við það sem ég hef kynnt mér sker-
um við okkur mjög frá þjóðþingum
hinna norrænu ríkjanna hvað þetta
varðar.
Hefur áhrif á alla þjóðina
Það eru margar ástæður fyrir þess-
ari furðulegu menningu sem of
langt mál er að rekja hér. En þetta
þarf að laga því við vitum að lík-
urnar á góðri niðurstöðu aukast til
muna ef vandað er til verka í upp-
hafi. Það gildir um lagasetningu
eins og allt annað. Ég hef t.d. verið
sérstaklega gagnrýnin á vinnu-
lagið í kringum fjárlögin og þar er
nú ekkert smá mál á ferð. Það hefur
áhrif á alla þjóðina með einum
eða öðrum hætti. Það er því ekki
í neinum hálfkæringi eða af léttúð
sem ég og fleiri höfum gagnrýnt
hvernig þingstörfin ganga fyrir sig.
Í pistli sínum heldur Sif því fram
að fólki standi á sama um það hvort
mál komi komi seint eða snemma
inn í þingið en því standi ekki á
sama um mál eins og húsnæðismál,
gjaldeyrishöft og menntamál. Stað-
an er þannig að ef þingið á að ræða
mikilvæg mál sem varða almenn-
ing þá verða frumvörpin að koma
inn í þingið og helst í tíma. Með
öðrum orðum, ráðherrar verða að
leggja málin fram annars er ekkert
að ræða. Þingið virkar ekki þann-
ig að þingmenn ráfi upp í ræðustól
eftir því sem þeim hentar og tali um
það sem þeim sýnist. Almenningur
hefur því einmitt ríka hagsmuni af
því að mál komi tímanlega inn í
þingið enda óþolandi að þau séu
unnin með hraði undir tímapressu.
Það getur leitt til verri niðurstöðu
og það eigum við ekki að sætta
okkur við.
Ég hvet fjölmiðla til að sýna sjálf-
um þingstörfunum meiri áhuga og
vera gagnrýnir á þau. Það er ekki
einkamál þingmanna hvernig
Alþingi vinnur og þjóðin á rétt á því
að þeir tæplega þrír milljarðar sem
Alþingi fær á fjárlögum nýtist sem
best. Ég er alltaf til í þessa umræðu
við alla sem hafa áhuga og treysti
mér algerlega til að gera það án
þess að svæfa nokkurn mann.
Skipta vinnubrögð máli?
Æ fleiri stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða þeirrar skoðunar að efnahags-
þvinganir gegn Rússum séu tilgangs-
lausar og valdi mestu tjóni í þeim
ríkjum sem beita þeim. Þá kvartar
atvinnulífið sáran. Gríðarlegur sam-
dráttur í útflutningi ríkja ESB til
Rússlands hefur valdið fyrirtækjum
í Evrópu þungum búsifjum og aukið
atvinnuleysi.
Margt bendir til þess að jafnvel þó
svo að þvingunum yrði aflétt, myndu
markaðir í Rússlandi ekki vinnast á
ný nema að hluta. Rússar hafa brugð-
ist við með víðtækum ráðstöfunum
innanlands sem og stóraukinni efna-
hags- og viðskiptasamvinnu við ríki í
austri. Viðbrögð Rússa á alþjóðlegum
vettvangi eru þess eðlis að þau gætu
minnkað til muna áhrif vestrænna
ríkja á efnahags- og stjórnmálasviði
heims í náinni framtíð.
Í kjölfar þvingana hófu rússnesk
stjórnvöld stórfellt átak til að auka
heimaframleiðslu, jafnt í landbúnaði,
sjávarútvegi, hefðbundnum iðnaði,
hátækniiðnaði sem og í ferðaþjónustu.
Þetta ferli mun taka sinn tíma,
en sagan sýnir að þrautseigja Rússa
er mikil. Þrýstingur og aðgerðir frá
útlöndum auka samstöðu þeirra. Þann-
ig hafa þvinganirnar stappað í þá stál-
inu og að auki vakið upp gamalgróna
tortryggni í garð Vesturlanda. Mótlætið
hefur þjappað Rússum að baki forseta
sínum, sem samkvæmt könnunum
nýtur nú sennilega meira trausts og
vinsælda en nokkur dæmi eru um.
Þekktir stríðsæsingamenn
Allt hófst þetta með óeirðunum í
Kænugarði fyrir um tveimur árum og
atburðunum sem fylgdu í kjölfarið.
Sífellt fleira kemur fram í dagsljósið
sem styður þá kenningu, að Maidan-
uppreisnin hafi verið skipulögð með
stuðningi og jafnvel frumkvæði frá
Vesturlöndum, einkum Bandaríkj-
unum. Á sviðinu í Kænugarði voru
þekktir stríðsæsingamenn úr röðum
bandarískra þingmanna áberandi.
Eftir að þjóðkjörinn forseti Úkra-
ínu hafði verið hrakinn úr landi lýstu
íbúar austurhéraðanna og Krímskaga
yfir því, að þeir sættu sig ekki við
atburðarásina. Yfirgnæfandi meiri-
hluti Krímverja, sem langflestir eru af
rússnesku bergi brotnir, kaus að sam-
einast Rússlandi. Skaginn hafði áður
tilheyrt Rússlandi, en var settur undir
Úkraínu í tíð Khrushchevs og Sovét-
ríkjanna með umdeildum gjörningi.
Það reynist Krímverjum og rússnesk-
um almenningi torskilið hvers vegna
„lýðræðisþjóðirnar“ í vestri kjósa að
hunsa eindreginn vilja íbúanna og
sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Íbúar
Donbass hófu síðan skipulagt andóf
gegn nýrri stjórn í Kiev og kröfðust
aukinnar sjálfsstjórnar. Þessir atburðir
og meint aðild Rússa að átökunum
í Donbass eru meginástæður efna-
hagsþvingananna. Engar óyggjandi
sannanir hafa verið færðar fyrir því
síðastnefnda og Rússar hafa ávallt
þvertekið fyrir að eiga beina aðild að
átökunum. Þá er umhugsunarverð
tregða Kievstjórnarinnar til þess að
virða friðarsamkomulagið sem kennt
er við Minsk.
Víðtæk og gróf spilling
En hvað hefur áunnist í Úkraínu?
Í Maidan-byltingunni sögðu for-
vígismenn hennar að allir helstu sam-
starfsmenn Yanukovych, fyrrum for-
seta, yrðu sóttir til saka fyrir spillingu.
Ekkert hefur orðið af því og ástæðan
talin sú, að slíkur málarekstur myndi
svipta hulunni af víðtækri og grófri
spillingu núverandi valdhafa. Eitt af
þeim skilyrðum sem Vesturlönd settu
fyrir stuðningi við Úkraínu var að
unnið yrði á spillingu. Enginn árangur
hefur náðst og hefur ESB lýst yfir von-
brigðum sínum með það. Þvert á móti
bendir ýmislegt til þess að spillingin
sé mun meiri nú en nokkru sinni fyrr
í dapurlegri sögu Úkraínu. Þá hefur
öfgafullum þjóðernissinnum vaxið
mjög ásmegin í sumum héruðum
landsins svo til vandræða horfir.
Að auki hafa valdhafarnir í Kiev
skorið á hverja slagæðina á fætur ann-
arri í atvinnu- og efnahagslífi ríkisins
með þeim árangri að óðaverðbólga
geisar, þjóðarframleiðsla og afkoma
er á pari við það sem verst gerist í
fátækustu ríkjum Afríku, gjaldmið-
illinn er ónýtur og atvinnuleysi og
almenn örbirgð í örum vexti. Úkraína
riðar nú á barmi gjaldþrots og ekkert
í sjónmáli sem bent getur til að betri
tíð sé í vændum. Spurningin er sú,
hvort Evrópusambandið muni koma
landinu til bjargar og hvað evrópskir
skattgreiðendur segi við því.
Utanríkisráðherra Íslands fór a.m.k.
í tvígang til Úkraínu til að hneigja sig
fyrir nýjum valdhöfum (valdaræningj-
um?) og færa þeim blóm. Í kjölfarið
fylgdi svo stuðningur við refsiaðgerðir
gegn Rússum. Árangurinn kemur brátt
ljós þegar uppsjávarvertíðin hefst hér
við land. Á sama tíma vex þeim skoð-
unum fylgi meðal evrópskra stjórn-
málamanna að aðgerðirnar hafi verið
mistök. Stundum er talað um að menn
skjóti sig í fótinn.
Að skjóta sig í fótinn
Það sem ég upplifi eftir hátt
í þrjú ár á þingi, og eftir að
hafa áður unnið á nokkrum
„venjulegum“ vinnustöðum,
er að skipulagsleysið sem
viðgengst á Alþingi beinlínis
bitnar á því mikilvæga starfi
sem okkur er ætlað að sinna.
Íslenska þjóðin á langt í land
þegar kemur að mannrétt-
indum fatlaðs fólks. Fyrsta
skrefið væri að fullgilda sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks og
jafnframt að hækka lífeyri
svo hægt sé að lifa á honum.
Brynhildur
Pétursdóttir
þingkona
Bjartrar fram-
tíðar
Bergur Þorri
Benjamínsson
varaformaður
Sjálfsbjargar
og situr einnig
í stjórn ÖBÍ
Vilhelm G.
Kristinsson
fv. útvarpsmaður
1 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð