Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 18
FH gerði gagntilboð
Það gæti ráðist á næstu dögum
hvort emil Pálsson fer til portú-
galska félagsins belenenses í láni
frá Íslandsmeisturum FH.
eins og greint var frá um helgina
hefur portúgalska liðið áhuga á að
fá emil að láni með þeim mögu-
leika á að kaupa hann síðar.
birgir Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri FH, segir að málið sé enn á
frumstigi en að félagið hafi sent
belenenses gagntilboð.
„Það er of snemmt að segja hvort
félögin muni ná saman en ég held
að þetta muni gerast hratt ef af
þessu verður. Það verður bara að
koma í ljós hvort það gerist,“ sagði
birgir í samtali við Vísi í gær.
emil Pálsson var valinn besti
leikmaður Pepsi-deildar karla en
hann var frábær í sumar, fyrst sem
lánsmaður hjá Fjölni og svo FH í
síðari hluta mótsins. Hann skoraði
eitt mark í níu leikjum með Fjölni
og svo sex mörk í tólf leikjum með
FH.
Í dag
19.35 Newcastle- Man. Utd Sport
19.35 Bournem. - West Ham Sport 3
19.35 A. Villa - C. Palace Sport 4
19.15 Njarðvík B - Keflavík Njarðvík
Handbolti Strákarnir okkar í
íslenska handboltalandsliðinu hefja
leik á evrópumótinu í Póllandi á
föstudaginn þegar þeir mæta sterku
liði noregs klukkan 17.15. Undir-
búningi fyrir mótið lauk formlega á
sunnudaginn þegar íslensku strák-
arnir svöruðu fyrir tap laugardags-
ins með þriggja marka sigri á læri-
sveinum Dags Sigurðssonar í þýska
landsliðinu.
enn eru nokkur spurningamerki
í kringum liðið, en aron Kristjáns-
son hefur verið að prófa sig áfram
í varnarleiknum, verið að fikra sig
áfram með eina skiptingu og reynt
að gefa fleiri mönnum tækifæri.
Fréttablaðið leitaði til þriggja sér-
fræðinga til að taka stöðuna á liðinu
nú þremur dögum fyrir fyrsta leik.
Þetta eru guðlaugur arnarsson,
þjálfari Fram í olís-deild karla,
Kristín guðmundsdóttir, stórskytta
Vals í olís-deild kvenna, og gunnar
andrésson, fyrrverandi landsliðs-
maður og þjálfari nýliða gróttu í
olís-deild karla.
Lélegir gegn Portúgal
„Það hefur verið stígandi í þessu eftir
fyrsta leikinn gegn Portúgal,“ segir
guðlaugur. „Við sáum það í leikj-
unum um helgina að vörnin er að
þéttast og hreyfingarnar eru örugg-
ari. Það mikilvægasta í þessu er að
loka vörninni og fá upp markvörslu.“
Ísland með fullmannað lið tapaði
óvænt fyrir Portúgal með fjórum
mörkum en þegar minni spámenn
fengu að spreyta sig daginn eftir
hafði Ísland sigur. „Seinni leikurinn
gaf okkur mikið þar sem rúnar
Kárason og Ólafur guðmundsson
komu til dæmis sterkir inn og þeir
gerðu það aftur um helgina,“ segir
guðlaugur, en Kristín hafði engan
húmor fyrir tapinu gegn Portúgal.
„Ég held að þetta eigi eftir að
verða fínt hjá strákunum á eM
þegar stóru póstarnir í liðinu fara
að taka þetta alvarlega og reyna
aðeins meira á sig. Mér fannst lykil-
menn geta reynt aðeins meira á sig
Þeir yngri þurfa að fá tækifæri
Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að
skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna.
Kristínu Guðmundsdóttur finnst Arnór Atlason hafa dalað og yngri menn eigi að fá sénsinn. FréttABLAðið/ANtoN BriNK
gegn Portúgal. Það var allavega mín
upplifun. Það var eins og þessi leikur
skipti ekki máli. Við erum með svo
rosalega góða leikmenn en þeir voru
sumir hverjir bara lélegir á móti
Portúgal,“ segir Kristín.
Varnarleikurinn hefur verið mikill
höfuðverkur fyrir aron Kristjánsson
í undirbúningi eM og ekki hjálpar
til að bjarki Már gunnarsson, sem
hefur undanfarin misseri stimplað
sig rækilega inn í landsliðið, hefur
verið meiddur og er í litlu sem engu
leikformi.
„Spurningamerkin eru í varnar-
leiknum,“ segir gunnar andrésson.
„Ég persónulega hef minni áhyggjur
af sóknarleiknum en í heildina
horfir þetta þokkalega við mér. Það
er ekki skrítið að aron hafi prófað
svona margar uppstillingar í varnar-
leiknum um helgina því hann er
líklega ekki alveg viss um hver hans
sterkasta uppstilling er.“
eins og alltaf er bent á vörn og
markvörslu sem lykilþætti: „ef við
náum að vera þéttir í varnarleiknum
og fá smá markvörslu getur þetta
orðið gott mót. en við þurfum að
halda úti gæðum í vörninni allan leik-
inn og ekki vera að skipta tveimur á
milli varnar og sóknar í 60 mínútur. ef
við komumst hjá því getum við staðið
í hvaða liði sem er og hreinlega unnið
alla,“ segir gunnar.
arnór atlason stýrði sóknarleik
íslenska liðsins á móti Þýskalandi í
sigurleiknum og gerði það vel. Hann
skilaði líka nokkrum mörkum og
gefur aroni kannski enn einn jákvæð-
an hausverkinn þegar kemur að því
að velja á milli hans og Snorra Steins.
„arnór er beinskeyttari leik-
maður en Snorri er meiri spilari og
góður að leggja upp leikinn. Það
er meiri skotógn af arnóri í dag og
mér fannst hann líka vilja bíta frá
sér í þessum seinni leik gegn Þýska-
landi,“ segir guðlaugur.
Yngri menn eru einnig á barmi
liðsins og að gera sig meira gild-
andi en Kristín vill sjá þá fá fleiri
og stærri tækifæri. „Við eigum svo
marga ógeðslega góða unga stráka
sem verða að fá tækifæri,“ segir
Kristín.
„Munurinn á karlaliðinu og
kvennaliðinu er að þarna eru að
koma upp öflugir strákar og þeir
hafa meira sjálfstraust en stelp-
urnar á þessum yngri árum. Þeir
eru tilbúnari í þetta,“ segir Kristín
guðmundsdóttir. tomas@365.is
Guðmundur Hólmar
framtíðin
Guðlaugur Arnarsson er virkilega
ánægður með innkomu Guð-
mundar Hólmars Helgasonar í
landsliðið.
„Það er virkilega gaman að sjá
þróunina hjá Guðmundi. Ég sé
hann fyrir mér sem lykilmann í
varnarleiknum á næstu árum. Mér
finnst hann vera búinn að spila sig
inn í lokahópinn. Hann er líkamlega
sterkur, klókur, skynsamur og það
er frábært að sjá hann og Bjarka
vinna saman,“ segir Guðlaugur.
„Ef Bjarki Már Gunnarsson er klár
verður það Tandri sem verður
frá að hverfa að þessu sinni. Mér
fannst Guðmundur Hólmar ein-
faldlega ná að
grípa þetta
tækifæri og
því held
ég að
hann fari
örugglega
með,“ segir
Guðlaugur.
Eiga fast sæti í liðinu
Kristín Guðmundsdóttir kallar eftir því
að yngri menn fái frekari tækifæri en
henni virðist sem lykilmenn séu með
áskrift að sæti sínu. „Við verðum að
gefa þessum yngri séns. Ef Aron spilar
áfram svona á liðinu eftir að ganga
ágætlega á EM. Mér finnst sumir þarna
eiga fast sæti í liðinu. Arnór finnst
mér til dæmis ekki hafa verið góður
undanfarið. Hann hefur líklega verið
meiddur. Hann og Snorri mega hvíla
aðeins því við eigum svo ógeðslega
góða gaura sem eru tilbúnir að koma
inn,“ segir Kristín.
Hún segist ekki skilja hvað liðið er
að gera með þrjá línumenn. „Ég kynnt-
ist Kára aðeins í Val. Þetta er mikil týpa
og sterkur karakter. Það er ótrúlega
mikilvægt að hafa svona
mann í svona hópi.
Ég skil vel að
þjálfarar fórni
einu sæti
fyrir einhvern
ungan til að
taka svona
mann með.“
Ekki vanmeta Noreg
Gunnar Andrésson telur íslenska liðið
geta gert vel á EM ef varnarleikurinn
heldur þar sem sóknarleikurinn er
góður. Hann segir að ekki verði keyrt
á mörgum eins og um helgina.
„Þetta er Evrópukeppni þar sem
allir leikirnir eru erfiðir. Það er enginn
andstæðingur sem þú mætir þar sem
þú getur bara verið að finna taktinn.
Fyrsti leikurinn gegn Noregi verður
til dæmis mjög erfiður. Þó sagan hafi
verið með okkur gegn þeim undan-
farin ár eru Norðmenn með lið sem
getur komið á óvart á þessu móti,“
segir Gunnar. Hann er sammála Guð-
laugi að líklega verði það Tandri Már
Konráðsson sem þurfi að taka flug-
vélina heim.
„Aron er með Kára, Bjarka og Vigni,
þetta eru þrír línu- menn.
Maður veit ekki
stöðuna alveg
á Bjarka Má
en valið
stendur á
milli hans og
Tandra,“ segir
Gunnar.
Nýjast
bikarkeppni KKÍ, 8-liða úrslit
Kr - Njarðvík 90-74
KR: Michael Craion 26, Brynjar Þór Björns-
son 16, Þórir Þorbjarnarson 11, Ægir Stein. 9.
Njarðvík: Haukur H. Pálsson 27, Oddur
Kristjánsson 19, Ólafur Jónsson 15.
Skallag. - Grindavík 96-105
Skallagrímur: Sigtryggur Björnsson 23,
Jean Cadet 22, Arnar S. Bjarnason 18.
Grindavík: Charles Garcia 27, Þorleifur
Ólafsson 17, Jón Guðmundsson 14.
Þór Þ. - Haukar 79-74
Þór: Vance Hall 27, Halldór Hermannsson
17, Ragnar Nathanaelsson 16.
Haukar: Brandon Mobley 28, Haukur
Óskarsson 16, Finnur Magnússon 9.
MeSSi og lloYD beSt
lionel Messi og Carli lloyd voru í
gær valin bestu knattspyrnumenn
heims árið 2015 og fengu hinn
virta gullbolta FiFa.
Messi átt enn og aftur ótrúlegt
ár og var að vinna gullboltann í
fimmta skiptið á ferlinum. enginn
hefur unnið oftar en Messi setti
met er hann vann í fjórða sinn.
aðeins hann og Cristiano ronaldo
hafa hlotið þessi verðlaun síðan
2008.
lloyd var frábær í landsliði banda-
ríkjanna sem varð heimsmeistari
á síðasta ári. lloyd átti erfitt með
að ráða við tilfinningar sínar eftir
að hún var valin. Hún er þriðja
bandaríska stúlkan sem hreppir
þessa nafnbót á eftir abby Wam-
bach og Mia Hamm.
Þjálfari ársins í kvennaflokki var
valin Jill ellis, landsliðsþjálfari
bandaríkjanna. Undir hennar
stjórn varð bandaríska liðið
heimsmeistari á
síðasta ári.
Í karlaflokki var
luis enrique,
þjálfari
barcelona,
valinn
þjálfari
ársins.
barca
vann
allt sem hægt
er að vinna
á síðasta ári
undir hans
stjórn.
1 2 . j a n ú a R 2 0 1 6 Þ R i Ð j U d a G U R18 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð
sport