Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 12.01.2016, Qupperneq 22
Fólk| heilsa glaður og fullnægður á hollustu- brautinni.“ Hér eru tvær uppskriftir úr Heilsubók Röggu nagla sem kom út fyrir ári. sítrónu-rósmarín- kjúklingur 1 heill kjúklingur 1.200 g Rósmarín Steinselja Börkur af einni sítrónu 2 tsk. ólífuolía Marið hvítlauksrif Hellið ólífuolíu í skál. Rífið sítrónu- börk á rifjárni og bætið við. Bætið við mörðu hvítlauksrifi. Klippið rós- marín og steinselju út í blönduna. Skerið sítrónu í tvennt og kreist- ið yfir. Setjið kjúkling í eldfast mót. Pipr- ið og saltið vel. Kryddið jafnvel með Season all. Smyrjið sítrónublönd- unni yfir kjúklinginn. Skerið sítrónu í sneiðar og raðið meðfram kjúklingnum ásamt hvít- lauksgeirum. Bakið í 50 mínútur við 200°C. Berið fram með góðu salati, brúnum hrísgrjónum blönduðum með ristuð- um baunum frá Food Doctor, brokk- ólíi og maískorni. hindberja-vanilluostakaka sem þarf ekki að baka botn 150 g Himnesk hollusta haframjöl (eða glútenfrítt haframjöl) 2 msk. MONKI möndlusmjör 2 msk. agavesíróp fylling 1 dós Philadelphia 11% hreinn smur ostur Korn úr vanillustöng eða vanillu­ duft 1 msk. NOW kókoshnetuhveiti 100 ml NOW erythritol 1 skófla Sunwarrior vegan vanillu­ prótínblanda toppur 100 g frosin hindber 1 dl vatn 3 msk. chiafræ Blandið saman öllu í botninn. Press- ið það niður í botninn á 20 cm smellu- formi. Blandið saman öllu í fyllinguna með töfrasprota og setjið yfir botn- inn. Setjið í kæli. Hitið hindber og chiafræ í potti þar til vatnið er gufað upp. Takið af hellunni og leyfið að standa í 5 mínútur. Smyrjið hindberjatoppnum ofan á kökuna og látið standa yfir nótt í kæli. ragga segir mataráhugann hafa fylgt sér frá fæðingu. „Það er í genamengi mínu að vera matargat,“ segir hún glað- lega. „Ef ég er ekki akkúrat að borða, þá er ég að undirbúa að borða eða hugsa um að borða.“ hvernig matarhefð höfðar mest til þín? „Við hjónin ferðumst mjög mikið og erum bæði miklir matarperrar. Við förum mikið út að borða, bæði hér heima í Köben og er- lendis og finnst fátt skemmtilegra en að prófa nýja og framandi matar gerð. Indverskt er mikið uppáhald sem og tyrkneskt og grískt. Svo er sushi alltaf klassík- er,“ segir Ragga sem nýlega próf- aði kóreskan mat í fyrsta skipti. „Það var kúlínarísk sæla.“ Eldar þú á hverjum degi? „Ég reyni að elda í bunkum og búa í haginn. Þannig að þegar ég elda þá geri ég stóra skammta til að eiga tilbúið. Ég nenni ekki alltaf að reima á mig svuntuna og stundum eru vinnudagarnir langir og þá er gott að þurfa ekki að gera annað þegar maður kemur heim en að rífa tilbúið úr ísskápnum, henda á disk og í ör- bylgjuofn. Það kemur í veg fyrir örvæntingarfullar óæskilegar ákvarðanir í matarvali í hungur- kasti,“ segir Ragga og bætir við að hún sé orðin svo dönsk í sér að hún spari rafmagn með því að nýta ofninn þegar hann á annað borð fer í gang. eldar þú bara hollan mat? „Ég elda mestmegnis hollan mat. En ég borða ekki bara hollan mat. Ég fæ mér sveittar fröllur og mæjó með reglulegu millibili en þá læt ég aðra um þá vinnu, annaðhvort veitinga- hús eða vinafólk. Að mínu mati eru öfgar óheilbrigði. Sama í hvora áttina þær eru. Hinn gullni meðal- vegur að mínu mati er 80% hollusta, 20% sveitt og sósað.“ Hvað borðaðir þú um jólin? „Um jólin borðaði ég kalkún og stöffing og sætar kartöflur á aðfangadag. Hreindýrasteik með öllu tilbehör á gamlárs,“ segir Ragga sem hefur enga bannlista. „Slíkir merkimiðar stuðla að „allt-eða- ekkert“ nálgun gagnvart mat, og þráhyggjuhugsunum um hið bannaða. Það veldur því yfirleitt að fólk springur á limminu og ofétur akkúrat það sem er bann- að með tilheyrandi skömm og sektarkennd. Þetta er stór hluti af minni vinnu sem sálfræðingur, að hjálpa fólki út úr þessum víta- hring.“ vinsæl námskeið Ragga hefur haldið fjölmörg vin- sæl matreiðslunámskeið. Þannig seldist upp á námskeiðið sem hún heldur 19. janúar næstkom- andi en enn eru nokkur pláss laus á námskeið á Hvolsvelli mánu- daginn 18. janúar. „Ég kenni fólki að hollusta er ekki samnefn- ari á einhæfni. Það má moða svo margt gott og gómsætt úr hollum hráefnum þó ekki sé smjör og sykur í aðalhlutverki. Meginstefið á nám- skeiðunum eru hollir eftirréttir, bakkelsi og sætabrauð án sykurs og hveitis, en við gerum líka pitsur, brauð og bollur, og alls kyns með- læti með því. Markmiðið er að fólk víkki sjóndeildarhringinn og vopnvæðist af þekkingu og kunnáttu í eldhúsinu til að vera erfðafræðilegt matargat uppskriftir Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusál fræðing ur og einkaþjálf ari, betur þekkt sem Ragga nagli, hefur haldið ófá matreiðslunámskeið þar sem hún kennir fólki að elda hollusturétti. Hún vill sýna fólki að hollusturéttir geti verið gómsætir og kennir nemendum sínum meðal annars að búa til holla eftirrétti, bakkelsi og sætabrauð án sykurs og hveitis. sítrónu-rósmarín kjúklingur Borinn fram með góðu salati og brúnum hrís- grjónum blönduðum með ristuðum baunum. ragga nagli Gaf út bókina Heilsubók Röggu nagla í fyrra, en þar er að finna fjölda girnilegra uppskrifta. hindberja- vanilluostakaka Útsölustaðir: Hagkaup lífræna deildin, Fjarðarkaup - Fræið heilsuhornið, Heilsuhúsið, Blómaval – heilsuhornið, Lifandi markaður Borgartúni www.icecare.is - Netverslun Pana Chocolate Súkkulaði sem er gott fyrir þig… • Náttúruleg ofurfæða • Enginn unninn sykur! • Framleitt við lágan hita til að viðhalda miklu magni næringaefna • Inniheldur hrá lífræn- og náttúruleg innihaldsefni Allt okkar súkkulaði er bæði hand- gert og innpakkað Inniheldur lífrænt kakó sem er með mikið magn af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.