Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 23
Bílar
A
lls seldust 15.420 fólks-
og sendibílar á ný-
liðnu ári og jókst salan
um 48 prósent á milli
ára. Aukningin í fyrra
var 32 prósent. Það
gerir síðasta ár að
langbesta bílasöluári frá hruni
og virðist sem eðlileg bílasala sé
aftur að skapast á landinu. Þessi
ágæta sala nær þó ekki sölunni
síðustu árin fyrir hrun, en dugar
til þess að bílafloti landsmanna
er ekki lengur að eldast. Af þess-
um 15.260 bílum voru 6.476 seldir
til bílaleiga og jókst sala til þeirra
um 45 prósent á árinu, en í fyrra
keyptu leigurnar 4.470 bíla. Því
jókst sala til einstaklinga og fyrir-
tækja meira en til bílaleiga. Sala
til fyrirtækja jókst mest, 51,9 pró-
sent og nam 3.051 bíl. Sala til ein-
staklinga jókst um 47,9 prósent og
nam 5.893 bílum.
Bl söluhæst en askja
með mesta aukningu
Söluhæsta einstaka umboðið á
landinu var BL með 3.377 selda
bíla og jókst salan um 48 prósent
líkt og heildarsalan. Hekla seldi
næstmest, eða 3.094 bíla og jókst
salan þar um 52 prósent. Þriðja
söluhæsta umboðið var Toy ota
með 2.571 bíl og 55 prósenta sölu-
aukningu og það fjórða Brimborg
með 1.913 bíla og 50 prósenta sölu-
aukningu. Mestri söluaukningu
umboða náði Askja með 58% fleiri
selda bíla en í fyrra og var fimmta
söluhæsta umboðið. BL var með
22,1 prósents markaðshlutdeild
bílaumboðanna, næst kom Hekla
með 20,3%. Því næst komu Toyota
með 16,8%, Brimborg með 12,5%
og Askja með 11,6%. Þar á eftir
Bílabúð Benna með 6,4%, Suzuki
með 5,4% og Bernhard með 4,8%.
Mestu aukningu markaðshlut-
deildar náði Askja, eða 0,8% og
Hekla jók við sig um 0,7 prósent.
Mercedes Benz söluhæstur lúxusbíla
Ágæt sala var á lúxusbílum á
árinu 2015 og jókst hún um 44,3%
og seldust alls 1.162 slíkir bílar.
Þessi aukning er þó minni en á
markaðnum í heild sem óx um
48% og því hefur markaðshlut-
deild lúxusbíla minnkað milli
ára. Langsöluhæsta lúxusmerk-
ið var Mercedes Benz með 328
selda bíla. Næst kom Volvo með
230 bíla, svo Audi með 177 bíla
og skammt á eftir Land Rover/
Range Rover með 171. Þar á
eftir kom BMW með 114 bíla, svo
Porsche með 75, Lexus með 45 og
Tesla 19.
Toyota söluhæst bílamerkja
Af einstökum bílamerkjum
var Toyota söluhæst með 2.526
selda bíla og enn eitt árið er
Toyota söluhæst. Þar á eftir kom
Volkswagen með 1.638 bíla, svo
Kia með 1.354, þá Skoda með 999.
Næst kom Ford með 878 bíla,
Suzuki með 828, Hyundai 818,
Renault 790, Nissan 734 og Mazda
551. Mesta aukningin hjá þessum
bílmerkjum var hjá Mazda með 66
prósent aukningu milli ára. Þar
á eftir var Kia með 64,3 prósenta
aukningu, Toyota með 55,1 pró-
sents aukningu, Volkswagen 43,4
og Nissan með 42,5 prósent.
Gott söluár að baki oG 15.420 bílar seldir
15.420 fólks- og sendibílar seldust á liðnu ári og er aukning 48% á milli ára. Sala til fyrirtækja jókst mest.
mynd/gva
BETRA START
MEÐ EXIDE RAFGEYMUM
Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir
mótorhjóla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
18
58 Exide rafgeymarnir fást hjá:
ÞrIÐJUDaGUr 12. Janúar 2016