Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 24
Sögusagnir herma að Ford sé
nú að prófa nýja útgáfu Ford
F-150 pallbílsins með dísilvél
sem framleidd er af Jaguar/Land
Rover. JLR var jú um nokkurt
skeið í eigu Ford, sem síðan seldi
fyrirtækið til Tata Motors á Ind-
landi árið 2008. Þessi vél er 3,0
lítra og er hana einnig að finna
í Td6 gerðum Range Rover og
Range Rover Sport. Hún er 254
hestöfl og í F-150 bílnum verð-
ur hún tengd við sömu 10 gíra
sjálfskiptingu og finna má í
Ford F-150 Raptor kraftaútgáf-
unni. Með því að kaupa þessa
vél frá JLR hyggst Ford minnka
eyðslu bílsins en Ford framleið-
ir enga dísil vél sem kemst ná-
lægt henni í sparneytni. Með
því verður þessi gerð F-150 afar
samkeppnishæf við Ram 1500
EcoDiesel, Chevrolet Colorado
og GMC Canyon með sínar Dura-
max-vélar og Nissan Titan með
Cummins-vélinni. Líklega verð-
ur hann reyndar eyðslugrennri
en þeir allir. Sala Ford F-150
er langmest með bensínvélum,
enda Bandaríkjamenn ekki ýkja
hrifnir af dísilvélum og því er
ekki við því að búast að þessi
dísilútgáfa F-150 verði með sölu-
hæstu útgáfum hans.
Fær Ford F-150 3,0 lítra
dísilvél frá Land Rover?
National Electric Vehicle Sweden
(NEVS), sem keypti Saab árið
2012, hefur nú skrifað undir 12
milljarða dollara samning um
framleiðslu 150.000 rafmagns-
bíla til handa Panda New Energy
í Kína og að 150.000 Saab 9-3 raf-
magnsbílar verði afhentir fyrir
árið 2020 og 100.000 íhlutir í
aðrar gerðir rafmagnsbíla. NEVS
er að undirbúa ráðningu hundr-
aða starfsmanna til að uppfylla
þennan samning. Stjórnarformað-
ur NEVS, Stefan Tilk, sagði að
þessi samningur markaði mikil
tímamót, ekki bara hvað varð-
ar fjölda bíla, heldur einnig sem
stórt skref til að uppfylla þá fram-
tíðarsýn sem stjórnendur NEVS
hafa haft til langs tíma. NEVS er
í eigu nokkurra aðila, National
Modern Energy Holdings, Tianjin
Binhai Hi-Tech Industrial Deve-
lopment Area og Bejing State
Research Information Techno-
logy Co, svo segja má að margir
aðilar komi að endurreisn Saab-
merkisins sem gæti átt glæstari
framtíð en margir hafa talið hing-
að til.
Saab-eigendur skrifa undir 1.550
milljarða samning um smíði 150.000 bíla
Þ
að gerðist loksins,
það sem allir áttu
von á eftir erfiðleika
Volkswagen vegna
dísilvéla svindlsins;
hætt verður við
smíði flaggskipsins
Volkswagen Phaeton. Þar fer
frábær bíll, en hann hefur ekki
selst nógu vel, tap verið á hverj-
um bíl frá upphafi og fram-
leiðsla hans tekur upp heila
verksmiðju í Dresden, þótt smá
sé. Reyndar er þessi verksmiðja
hálfgert undraverk því hún er
að mestu smíðuð úr gleri og er
svo til gegnsæ og hreint stór-
kostlegt að sækja hana heim
eins og greinarritari hefur gert.
Kostar meira en Audi A8
Grunnverð á Volkswagen
Phaeton er nú 89.650 evrur og
margir hafa spurt sig hvort ein-
hver geti réttlætt það að kaupa
slíkan bíl umfram Audi A8 sem
býðst á 81.000 evrur og skýrir
það kannski best dræma sölu
hans. Framleiðslu Phaeton
verður hætt í mars næstkom-
andi eftir 14 ára framleiðslu og
verksmiðjunni verður einfald-
lega lokað. Volkswagen hefur
litið á Phaeton sem stöðutákn
og til vitnis um framúrskar-
andi framleiðslu fyrirtækis-
ins og víst er að Phaeton er það.
Það geta samt fáir hugsað sér
að eiga svo dýran og stóran bíl
með merki Volkswagen á húdd-
inu og það virðist hafa verið
banabiti hans, þó svo síðasti
naglinn í líkkistuna hafi verið
dísilvélasvindlið.
Verksmiðjunni breytt til annarrar
framleiðslu
Verksmiðjan í Dresden er
sú minnsta af tíu verksmiðj-
um Volkswagen í Þýskalandi
og þar vinna um 500 manns.
Þeir þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur af atvinnumissi þar sem
þeim býðst öllum að vinna
áfram í verksmiðju Volks-
wagen í Zwickau, sem einnig er
í gamla A-Þýskalandi, en þar
eru Golf- og Passat-bílar fram-
leiddir. Þó að verksmiðjunni í
Dresden verði lokað verður það
bara tímabundið og henni mun
verða breytt til þess að fram-
leiða aðrar gerðir Volkswagen-
bíla eða annarra undirmerkja
Volkswagen. Það mun taka um
eitt ár. Búið var að kynna nýja
kynslóð Phaeton, en nú hefur
verið tekin ákvörðun um að
kynna ekki þann bíl, en líklegt
þykir þó að hann muni aftur
líta dagsljósið sem rafmagns-
bíll árið 2019 eða 2020.
Volkswagen loks að
hætta smíði Phaeton
Töpuðu á hverjum bíl frá upphafi, enda kostar hann meira en
Audi A8. Kemur e.t.v. aftur sem rafmagnsbíll.
Volkswagen Phaeton er á stærð við Audi A8.
Saab 9-3 Aero.Heyrst hefur frá herbúðum Audi
að þar á bæ sé verið að vinna
að Audi RS6 Allroad og með því
blanda saman Audi RS6 og Audi
Allroad bílunum. Þaðan hefur
einnig heyrst að Audi hafi hætt
við ýmis tilraunaverkefni sem
voru á aðgerðalista fyrirtækisins
fyrir dísilvélasvindlið, en öllum
þeim hætt sem ekki teljast al-
gjörlega nauðsynleg. Þess vegna
sé þessi lítt kostnaðarsami sam-
runi þessara tveggja skemmti-
legu bíla auðvelt og ódýrt verk-
efni til að skapa spennandi bíl
sem höfðað gæti til margra kaup-
enda. Það er að minnsta kosti
miklum mun ódýrara en að þróa
nýjan bíl frá grunni. Til stend-
ur að kynna þennan áhugaverða
bræðing næsta haust. Audi RS6
Allroad er helst hugsaður fyrir
Kínamarkað, en hann verður
einnig seldur á öðrum mörkuð-
um. Búist er við því að í þess-
um nýja bíl verði sama vélin og í
RS6, þ.e. 4,0 lítra V8 og 560 hest-
afla vélin sem einnig má finna í
Audi RS7. Þar sem von er á nýrri
kynslóð A6 bílsins árið 2017 verð-
ur þessi bíll ekki lengi á markaði
í fyrstu útgáfu, en ef til vill verð-
ur hann áfram í boði með næstu
kynslóð. Búist er við því að Audi
RS6 Allroad verði eitthvað dýrari
en Audi RS6.
Audi hugleiðir RS6 Allroad
Hinn klassíski GAZ 69, eða
rússa jeppi, hefur fengið alls-
herjar yfirhalningu hjá rúss-
neska breytingafyrirtækinu
Truck Garage. Truck Garage
er í St. Pétursborg og það ætlar
að breyta tólf svona bílum og
selja þá á sem svarar 7,5 millj-
ónum króna. Endanleg útkoma
bílsins er því að öllu leyti rúss-
nesk. Bíllinn verður með 6,4
lítra V8 Hemi-vél, 465 hest-
afla. Bíllinn er að sjálfsögðu
fjórhjóladrifinn og sjálfskipt-
ur. Hann fær stillanlega „coil-
over“-fjöðrun, Teraflex-diska-
bremsur, splittað drif og 17
tommu felgur með 35 tommu
dekkjum á. Að innan verður
bíllinn afar breyttur frá frum-
gerðinni, þó að útlitið verði í
„retro“-stíl. Hann verður með
leðursætum með rafdrifnum
stillingum, hljómtækin eru af
betri gerðinni þótt útlit þeirra
sé „retro“ og allar hugsanleg-
ar tengingar verða í bílnum,
þ. á m. Bluetooth og iPhone.
Miðað við lýsinguna á bíln-
um má ef til vill segja að hann
verði á góðu verði, eða nær
jepplingaverði en jeppaverði
hér á landi. Auk þess er hann
ógnaröflugur og hreinlega
flottur. Kannski finnast kaup-
endur að honum hérlendis?
Átta strokka rússajeppi
Bílar
Fréttablaðið
2 12. janúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR