Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 34

Fréttablaðið - 12.01.2016, Side 34
Skoda ætlar að kynna nýjan sjö sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan- jepplings Volkswagen, en hann er af MQB-gerð og má því stækka og minnka að vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny-verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði fimm og sjö sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi.  Fær nýr jeppi Skoda nafnið Kodiak? Mest seldi bíll heims, Ford Focus, er til í mörgum útgáfum með mörgum vélarkostum en Ford hefur ákveðið að bæta tveimur útgáfum við sem kallaðar verða svarta og rauða útgáfan. Þær verða sportlegri en hefðbundinn Focus, með stífari fjöðrun, svörtu grilli, rauðum púströrum og á svörtum 18 tommu felgum. Auk þess er í þeim báðum leðurklætt stýri, ryðfrítt stál í pedulum og stöguð sæti með rauðum þræði. Í svörtu útgáfunni, sem er að sjálfsögðu með aðallitinn svartan, eru ýmsir smærri hlutar bílsins að utan sprautaðir rauðir og það snýst við í rauðu útgáfunni. Vélarkostir bílanna eru allt frá 125 til 182 hestafla bensínvélar og 120 til 150 hestafla dísilvélar. Allar gerðir þeirra eru með sex gíra beinskiptingu og með því sést hversu sportlegir þeir eiga að vera. Ekki kemur fram hversu miklu dýrari þessar útgáfur verða en hefðbundinn Focus. Svört og rauð útgáfa Ford Focus Það myndu líklega fáir trúa því að þessi bíll væri af Volvo-gerð. Aðeins var smíðað eitt eintak af honum því hætt var við framleiðslu hans. Bíllinn er nú á safni Volvo í Gauta- borg. Meiningin var að markaðs- setja þennan bíl í Bandaríkjunum, en eins og sjá má ber hann mikinn svip þarlendra bíl á þessum árum, en þessi bíll var smíðaður árið 1952. Hann fékk nafnið Philip og var með 120 hestafla 8 strokka vél, ekta amerísk hugsun þar og ekki beint sænsk. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 að Volvo hóf sölu bíla sinna í Bandaríkjunum með Volvo Amazon-bílnum. Að selja eskimóum ísskápa Mörgum varð þá á orði að það væri líkt og að reyna að selja eskimóum ísskápa að reyna að selja Bandaríkjamönnum bíla sem ekki væru framleiddir þar. En hvað síðan hefur gerst, bæði hvað Volvo varðar og ekki síst japanska og þýska bílaframleið endur, sannar að það var full ástæða til að selja Bandaríkja mönnum bíla, sem margir hver- jir voru betur smíðaðir en heimabílarnir og eyddu mun minna elds- neyti. Volvo Amazon-bíl- linn sem seldur var í Bandaríkju- num var með 70 hest afla vél sem ekki var að finna í þeim bílum sem seldir voru í Evrópu, en þar var hann aflminni. Það átti þó ekki við nokkra bíla sem voru í þjónustu sænsku lögreglunnar, en hún fékk bíla með öflugri vélinni því ekki máttu gangsterarnir stinga lögguna af! Var of mikil eftirlíking Kaiser Á þeim tíma sem Volvo hefur sölu á bílum í Bandaríkjunum höfðu bílkaupendur þar ekki hugmynd um að Volvo hafði þremur árum áður búið til bíl sem átti miklu frekar að höfða til smekks þeirra, en hann fór bara aldrei í framleiðslu. Ein ástæða þess var sú að bíllinn þótti allt of mikil eftirlíking Kaiser af árgerð 1951. Volvo fór þó með þetta eina eintak sem smíðað var af Philip bílnum til Ameríku til að sýna hann, bæði á World Expo sýning- unni og einnig sýndi Volvo hann nokkrum af yfirmönnum Ford. Philip-bíll Volvo var teiknaður af Jan Wilsgaard, en hann teiknaði alla bíla Volvo á þeim tíma og allt fram að hönnun Volvo 850 árið 1989. Það skondna er að vélin í Philip-bílnum átti framhaldslíf hjá Volvo þó að bíllinn hafi aldrei farið í fjöldaframleiðslu. Vélin var notuð t.d. í L420 Snabbe vörubíla. Amerískur Volvo-dreki 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Bílar Fréttablaðið 12 12. janúar 2016 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.