Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 40
Elskuleg dóttir mín og systir okkar,
Gunnlaug Óladóttir
Snægili 1, Akureyri,
lést 29. desember. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Þórunn G. Pálsdóttir
Hugrún Óladóttir Gunnar Páll Ólason
Jón Kristján Ólason Lovísa Óladóttir
Kristveig Óladóttir Hildur Óladóttir
Halla Óladóttir og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar,
Guðrún Marta Eyjólfsdóttir
lést á Hrafnistu þann 17. des. 2015.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til
starfsfólks á 3B Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sigurbjörg G. Jónsdóttir
Eyjólfur Jónsson
Sigurþór Jónsson
Sólveig Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn,
sonur og bróðir,
Hafsteinn Þór Guðmundsson
Hátúni 10a,
lést á taugadeild Landspítalans þann
6. janúar síðastliðinn. Útför hans fer
fram frá Fíladelfíukirkju miðvikudaginn
13. janúar kl. 13.00.
Alexandra Emilia Guðmundsdóttir
Guðmundur R. Kristmannsson Anna M. Pollestad
Margrét Erla Halldórsdóttir
Bryndís Ösp Valsdóttir Einar G. Karlsson
Kristmann Rúnar Guðmundsson
Kristoffer Pollestad Guðmundsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Ágúst Arason
Hringbraut 50,
áður til heimilis að Grýtubakka 4,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 5. janúar. Útför hans fer
fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Haukur Ágústsson Kristín Auðunsdóttir
Guðrún Edda Ágústsdóttir
Hróbjartur Ágústsson Sigríður Oddsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
Hreinn Elli Bjarnason
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði sunnudaginn 10. janúar.
Margrét Hrefna Burr og fjölskylda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Lögfræðiþjónusta
Veist þú hvert eignir þínar renna
eftir þinn dag? Kynntu þér málið á
heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðríður Matthíasdóttir
frá Ísafirði,
Sóltúni 28, Reykjavík,
lést á Landakoti mánudaginn 4. janúar
2016. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.
Erna Elísabet Jóhannsdóttir Jón Rúnar Kristjónsson
Bergþóra Margrét Jóhannsdóttir Björn Olsen
Matthías Árni Jóhannsson Guðrún Þórsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
„Fyrstu skrefin er skemmtilegt verk-
efni,“ segir Auður Elva Kjartansdóttir
um léttar fjallgöngur á vegum Ferða-
félags Íslands sem eru farnar á sunnu-
dagsmorgnum á suðvesturhorninu frá
janúar fram í maí. Hún er meðal þriggja
umsjónarmanna þessa verkefnis. Hinir
eru Reynir Traustason og Ólafur Sveins-
son.
„En er ekki stórhættulegt að ganga á
fjöll í hálku og snjó eins og einkennir
oft janúarmánuð?“ spyr lífhræddur
blaðamaðurinn. „Nei, þetta eru göngur
á færi flestra, fólk þarf bara að verða sér
úti um hálkubrodda til að fóta sig. Þetta
eru engar svaðilfarir en samt góðar til
að efla hreysti, þrek og þor og njóta
samveru í náttúrunni,“ fullyrðir Auður
Elva sem fór sína fyrstu ferð sem farar-
stjóri hjá Ferðafélaginu átján ára gömul
og hefur, að eigin sögn, stundað fjall-
göngur nánast allt sitt líf.
Fyrstu skrefin í verkefninu á þessu ári
voru farin í fyrradag í blíðskaparveðri.
Þá gengu 48 manns óhefðbundna leið
upp á Helgafell í Mosfellsbæ, að sögn
Auðar Elvu. „Það er gaman að fylgjast
með fólki sem er óvant fjallgöngum á
þessum árstíma prófa þær í fyrsta sinn
og upplifa vetrarbirtuna,“ segir hún
og tekur fram að fólk geti skráð sig út
þennan mánuð, síðan haldi það hóp-
inn. „Þá fer fólk að þekkjast innbyrðis.
Það er ávinningurinn af því að ganga
með öðrum.“
Auður Elva vinnur á snjóflóðavakt
Veðurstofunnar og er því þaulvön að
lesa í allar spár. Hún segir ferðaáætlun
vetrarins hugsaða út frá íslenskri veðr-
áttu og ef spáin sé afleit fyrir sunnudaga
sé ferðum flýtt um einn dag. „Við förum
ekki út í neina vitleysu en langoftast
hefur allt gengið upp og allir verið sáttir
og glaðir. Partur af prógramminu er að
venjast því að vera úti að vetri til. Marg-
ir eiga erfitt með að trúa því að það sé
skemmtilegt að fara út fyrir hússins dyr
í janúar og febrúar. En ég get fullyrt að
bjartsýnin eykst og orkustigið hækkar
við að vera úti í náttúrunni á vetrar-
morgnum.“ gun@frettabladid.is
Efla hreysti, þrek og þor
og njóta samveru
Hjá Ferðafélagi Íslands eru yfir 200 ferðir á döfinni á nýju ári. Meðal þeirra eru léttar göngur
á fjöll í nágrenni borgarinnar frá því í janúar fram á vor, undir formerkjunum Fyrstu skrefin.
Það er gaman að fylgjast
með fólki sem er óvant
fjallgöngum á þessum árstíma
prófa þær í fyrsta sinn og upplifa
vetrarbirtuna.
Auður Elva Kjartansdóttir
„Þetta eru göngur á færi flestra,“ segir Auður Elva um verkefnið Fyrstu skrefin sem hún leiðir ásamt tveimur herramönnum.
FréttAblAðið/Ernir
1 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r20 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð
tímamót