Fréttablaðið - 12.01.2016, Síða 54
Ég hef tvisvar
upplifað að lista-
maðurinn sem Ég hitti
verður stærri við kynningu
en Ég hefði
búist við.
leonard
Cohen var
annar og
bowie hinn.
Fitul’til og
pr—teinr’k . . .
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Bugaðir bowie aðdáendur
Fregnir af andláti Davids Bowie virðast hafa snert við heimsbyggð allri með ótrúlegum hætti, og virðist sem fólk hafi tengst þessu listræna kamel-
ljóni einstökum böndum, enda gríðarlega langur ferill að baki. Hann lést eftir átján mánaða baráttu við krabbamein, sem fæstir vissu af.
Ég var stödd í foreldrahúsum og var nývöknuð, tók upp símann,
fór á Facebook auðvitað og þetta
var það fyrsta sem ég sá. Það
hvarflaði að mér í nokkrar
sekúndur að þetta væri
eitthvert bull bara.
En svo kallaði ég
mjög dramatískt,
mamma er þetta
satt?,“ segir Anna
Margrét Káradóttir,
leik-og söngkona.
Hún er mikill aðdáandi
goðsins og hefur hlustað á
Bowie frá blautu barnsbeini,
svo andlátsfréttirnar snertu
vissulega við henni. „Það
eru eiginlega ekki til
nógu stór orð til að lýsa
þessum manni, hann fór sannarlega
sínar eigin leiðir, og músíkin hans er
svo mikil veisla fyrir eyrun, og hvað
þá augun, þar sem hann er svo mikill
performer. Þetta er maður sem
gerði allt frá hjartanu, og við
svo fáránlega heppin að fá
að njóta.“
Anna Margrét segist
sækja mikinn innblástur í
Bowie varðandi sviðsfram-
komu, og segist aldrei munu
gleyma þegar leiklistarkennari
hennar í Rose Bruford listaskól-
anum laumaði að henni að þeir hefðu
verið skólafélagar. „Hann hafði áhrif
á alla, þessi maður.“ Aðspurð um
uppáhaldslag stendur ekki á svörum; „
Þau eru mörg, en Life on Mars stendur
upp úr. Það er gæsahúðarsprengja.“
mamma, er þetta satt?
Maður er bara klökkur við að ræða þetta,“ segir Atli Bergmann, sem síðan á unglings
aldri hefur farið í gegnum lífið með
David Bowie í eyrunum. „Ég ólst
upp við þessa tónlist, og hún hafði
djúpstæð áhrif á mig sem ungling.
Þegar maður fór á vertíð á Tálkna
firði var maður með eitt segul
bandstæki og eina kassettu sem
spiluð var í gegn, og ekki hlustað á
neitt annað í marga mánuði.“
Atli varð þó þess heiðurs aðnjót
andi sem eflaust margir hafa öfund
að hann af, að sjá um öryggisgæslu
á tónleikum sem kappinn hélt í
Laugardalshöll árið 1996. „Ég sá
um öryggisgæslu fyrir þetta helsta
lið sem hingað kom, og hitti allar
þessar stjörnur á borð við White
Snake, Sting og fleiri. Ég hef tvisvar
upplifað að listamaðurinn sem ég
hitti verður stærri við kynningu en
ég hafði búist við. Leonard Cohen
var annar og Bowie hinn,“ útskýrir
Atli og aðdáunin í röddinni leynir
sér ekki. „Maður býst við miklu,
hann hafði verið idolið mitt síðan
í æsku, að hitta svo manneskjuna í
raun, og hún er stærri, dýpri og fal
legri. Það er magnað.“
Atli segir Bowie einfaldlega hafa
verið einn af þessum stærstu lista
mönnum sem heimurinn hefur
átt, hann hafi í senn verið tón
listarmaður, tískumógúll og leikari.
„Hann var kamelljónið sem var
alltaf að endurnýja sig.“ Hann segir
jafnframt miklar og djúpar pæl
ingar hafa einkennt tónlistarmann
inn, og nýjasta efnið frá honum hafi
verið algjör snilld, en spurður hvort
hann eigi sér uppáhaldslag, svarar
Atli því til að Heroes komi upp í
hugann, og svo Starman. „Það var
mitt fyrsta uppáhaldspopplag, og
ég hringdi inn í Óskalög sjómanna
og bað um að fá að heyra það,“ segir
hann að lokum.
Ég hef verið aðdáandi síðan ég var barn, foreldrar mínir hlustuðu á þetta og maður
hreifst með,“ segir Unnar Helgi Daníelsson, sem
státar af ansi voldugu húðflúri af andliti sjálfs
Bowies. „Ég fékk mér þetta tattú þegar ég var
átján ára gamall, og þetta er fyrsta tattúið sem
ég fékk mér. Ég grét í sex klukkutíma, en þetta
var þess virði. Ég hlustaði mjög mikið á hann á
þessu tímabili og geri það svo sem enn þegar
færi gefst.“ En Unnar lét ekki þar við sitja, og
lét síðar flúra á sig Starman, heiti á lagi Bowies
á plötunni Ziggy Stardust frá árinu 1972. „Það
lag er auðvitað í uppáhaldi, en annars finnst
mér erfitt að velja á milli og segja eitthvað eitt
uppáhalds, þannig séð. Changes er mjög gott,
og sömuleiðis Heroes, og Space Oddity. Svo er
Life on Mars algjört listaverk.“
geymir myndina á filmunni það sem eftir er
fyrsta flúrið bowiebowie kamelljón Tímalínan
1 2 . j a n ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r34 L í f I Ð ∙ f r É T T a B L a Ð I Ð
Ég er fæddur á þannig tímabili, að Scary Monsters, er í mínum huga
soundtrack æskunnar. Það hljómaði
úr svefnherbergi stóru systur minnar,“
segir Frosti Logason útvarps-
maður um kynni sín af Bowie.
Síðar færði hann sig upp á
skaftið og sló eignarhaldi
á vínylplötur hennar, sem
hann vonar að geri ekki
tilkall til þeirra úr þessu.
Frosti segir Bowie hafa
verið sérlega merkilegan
fyrir þær sakir að hann hafi átt
sér margar hliðar, verið fjölbreyttur
listamaður sem gefið hafi út
mikið af efni, enda ferillinn langur.
„Honum tókst alltaf að vera kúl og
steig aldrei neitt feilspor þar.“
Frosti datt svo sannarlega í lukku-
pottinn í Leifsstöð árið 1996 þegar
hann rakst á átrúnaðargoðið holdi
klætt. „Hann var rétt kominn úr
rananum að ganga frá borði,
þá náði ég að stökkva á
hann áður en lífvarða-
hópurinn komst að, og
spyr hann „Can I have
a picture?“ rétt áður en
crew-ið mætti. Ég framkall-
aði reyndar aldrei þá filmu,
á hana bara merkta inni í skáp.
Ég hugsa að ég láti aldrei verða af
því að gera það,“ segir hann, hlær og
lætur nægja að halda í minninguna
án frekari sannana.
1947 David Robert Jones er
fæddur þann 8. janúar í Suður-
London
1967 fyrsta plata Bowie, David
Bowie
1969 Space Oddity
1970 The Man Who Sold the
World
1971 Hunky Dory
1972 The Rise and
Fall of Ziggy Stardust
and the Spiders
from Mars
1973 Aladdin
Sane
1973 Pin Ups
1974 Dia-
mond Dogs
1975 Young
Americans
1976 Station to
Station
1977 Low
1977 Heroes
1979 Lodger
1980 Scary Monsters
(And Super Creeps)
1983 Let’s Dance
1984 Tonight
1987 Never Let Me
Down
1989 Tin Machine
1991 Tin Machine II
1993 Black Tie White
Noise
1995 Outside
1997 Earthling
1999 ‘Hours...’
2002 Heathen
2003 Reality
2013 The Next Day
2016 Blackstar
1955
1965
1975
1985
1995
2005
2015