Fréttablaðið - 12.01.2016, Page 56

Fréttablaðið - 12.01.2016, Page 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Kolbeins Tuma Daðasonar Bakþankar Margt bendir til að áratugum saman hafi spilling fengið að grassera óáreitt innan fíkniefnadeildar lögreglu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Alls staðar má finna skemmd epli, sem í þessu tilfelli láta heila deild, þar sem flestir sinna starfi sínu af heilindum þrátt fyrir freistingar og lág laun, líta illa út. Afbrotafræðingur sagði á dögunum að blað yrði brotið í Íslandssögunni kæmi upp á yfir- borðið mál þar sem lögreglumanni hefði verið mútað. Forsendurnar eru hins vegar hlægilegar. Áratugum saman hafa lögreglumenn starfað án því sem næst nokkurs eftirlits með störfum þeirra. Er því nokkur furða að upp komi slík mál? Á sama hátt væri eflaust lítið (lesist ekkert) um hand- tökur og dóma hér á landi yfirleitt ef enginn væri til að fylgjast með því hvort hinn almenni borgari gerðist brotlegur við lög. En enginn fylgist með lögreglu. Fyrir um tveimur til þremur áratugum voru uppi alvarlegar ásakanir á hendur yfirmönnum fíkniefnadeildar vegna óeðlilegra samskipta þeirra við Franklín Steiner. Öllum var ljóst að þar fór aðili sem hafði tögl og hagldir í lengri tíma þegar kom að sölu á fíkniefnum. Hjálpaði þar til sam- komulag við yfirmenn þar sem hann benti á keppinauta en fékk frið á móti. Eftir gagnrýna fjölmiðlaum- fjöllun varð ómögulegt annað en að samskiptin yrðu rannsökuð. Mikil þöggun var í kringum rannsóknina og reyndust ekki næg sönnunar- gögn til að ákæra. Er það nokkur furða, ekkert eftirlit hafði verið með því sem fram fór þann áratug sem til rannsóknar var. Tuttugu árum síðar eru gagnrýnisraddir enn háværar þegar kemur að fíkni- efnadeildinni. En í ljósi þess að enn fylgist enginn með því sem fram fer má telja ólíklegt að sönnunargögn finnist nú frekar en þá. Skemmd epli Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Að breyta þinni hugmynd í veruleika. Færa úr tölvutæku formi í fullkominn prentgrip. Þar liggur okkar ástríða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.