Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 24
um áður en ferlinum lyki.“ Árang-
ur liðsins í vetur olli þó vonbrigð-
um og Haukar misstu af tveimur
stóru titlunum. „Samt er ég ótrú-
lega stolt af því að vera hluti af liði
sem lagði sig allt fram gegn mjög
góðu liði Snæfells. Persónulega
var kannski stærsti sigur minn
í vetur þegar íslenska landsliðið
vann Ungverjaland í undankeppni
EM þar sem ég átti einn minn
besta leik. En ég er ávallt stoltur
Haukari og fannst veturinn þrátt
fyrir allt mjög skemmtilegur.“
Dýrmætur tími í texas
Helena stefndi ung á að komast á
skólastyrk í háskóla í Bandaríkjun-
um til að spila körfubolta. „Þegar
ég spilaði með yngri landsliðum
Íslands sáu útsendarar skólans
mig og höfðu samband. Þegar ég
var fjórtán ára fórum við í Hauk-
um í æfingabúðir til TCU eitt sum-
arið. Það var ótrúlega skemmtileg
lífsreynsla og má segja að ég hafi
verið ákveðin þarna strax, að þetta
væri skólinn fyrir mig.“
Árin fjögur í TCU voru ótrú-
leg dýrmætur tími að sögn Hel-
enu. „Sem námsmaður í íþrótta-
liði við skólann fær maður nær
allt sem hugsast getur til að ná ár-
angri, bæði í kennslustofunni og
á körfuboltavellinum. Ég var t.d.
með fjóra þjálfara auk styrktar-
þjálfara, næringarfræðings, lækn-
is og sjúkraþjálfara. Ég kom inn í
skólann 19 ára og hafði þá spilað
í stórum leikjum með Haukunum,
bæði hér heima og í Evrópukeppn-
inni. Því hafði ég mikla reynslu og
gekk mjög vel strax á fyrsta ári og
óx með hverju árinu sem leið.“
Upphaflega stundaði hún nám
í viðskiptafræði en skipti svo yfir
í almannatengsl og sögu og lauk
því námi. „Frá útskrift hefur þó
körfuboltinn verið lifibrauð mitt
og því hefur ekki reynt á að finna
starf þar sem menntunin mín
gæti komið að notum. Mér þykir
mjög gaman að þjálfa og kenna og
finnst líklegt að ég muni halda því
áfram.“
æðislegur tími
Það voru mikil viðbrigði að henn-
ar sögn að flytja úr foreldrahúsum
og inn á skólasvæði í nýju landi.
„Mér fannst þetta allt saman svo
ótrúlega spennandi og því gekk að-
lögunin mjög vel. Ég kynntist her-
bergisfélaganum mjög vel og við
urðum fljótt góðar vinkonur og
erum enn í dag. Ég þurfti
auðvitað að byrja á að
taka til eftir mig
sjálf, elda mat og
þvo þvott og það
var smá áfall
fyrst en vand-
ist síðan. Ég
var svo góðu
vön eftir hótel
mömmu í öll
þessi ár en mér
fannst þetta samt
bara spennandi og
þroskandi ferli. Ég
naut þessara ára í botn
og þetta var æðislegur tími
sem ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að upplifa.“
enn langt í lanD
Heitar umræður hafa skapast
undanfarin ár um skarðan hlut
kvenna þegar kemur að íþrótta-
umfjöllun og almennri umgjörð
kringum kvennaíþróttir. Helena
tekur undir margt í þeirri um-
ræðu og segir hana afar þarfa og
jákvæða enda hafi hún þegar skil-
að t.d. fleiri beinum útsendingum
í kvennakörfuboltanum og meiri
athygli í fjölmiðlum. „Þó er enn
langt í land þegar kemur að jafnri
umræðu, athygli og umgjörð milli
kvenna og karla en við erum samt
sem áður á réttri leið. Mér finnst
t.d. ótrúlegt að í dag séu bara tveir
dómarar sem dæma í kvennadeild-
inni heima meðan þeir eru þrír
karlamegin eins og FIBA-regl-
urnar segja til um. Það jákvæða
er þó að í dag er miklu meiri vit-
und um þessi mál og hlutirnir eru
að þróast í rétta átt. Mig grunar
þó að langt sé í að hlutirnir lagist
alveg en við þurfum öll að vinna
að þessu verkefni saman. Ungar
stúlkur sem eru að æfa íþróttir
þurfa að hafa kvenmannsfyrir-
myndir og þær þurfa að vera þeim
jafn sýnilegar og karlmannsfyrir-
myndir ungra drengja.“
nýtur hverrar stunDar
Körfuboltinn er eðlilega risa-
stór partur af lífi Helenu og verð-
ur það að hennar sögn vafalaust
um ókomna tíð. „Þegar ég er ekki
að æfa, þjálfa eða fylgjast með
körfubolta þá finnst mér alveg æð-
islegt að eyða tíma með unnustan-
um mínum, Finni Magnússyni,
fjölskyldunni og vinum. Ég elska
að ferðast, skoða nýja staði, kynn-
ast sögunni þar og skoða alla fal-
legu staðina.“
Fjölskylda Helenu er mikið
keppnisfólk og mjög samheldin.
„Tíminn með fjölskyldu minni er
afar dýrmætur enda þykir mér
alltaf vænt um að fá að eyða tíma
með fólki sem mér þykir vænt um.
Eftir að hafa búið svona lengi er-
lendis lærir maður að njóta hverr-
ar stundar betur og ég met mik-
ils að búa til minningar með fjöl-
skyldu minni og vinum.“
Kominn heim
Helena og Finnur Magnússon unn-
usti hennar, sem líka spilar körfu-
bolta með Haukum, eru nýlega
búin að kaupa sér íbúð í Hafnar-
firði og hlakkar hún mikið til að
festa rætur þar. „Eftir að hafa
verið á miklu flakki undanfarin
ár er löngunin til að eiga heimili
sjálf orðin mjög mikil. Því er ég
ótrúlega spennt fyrir þessum nýja
kafla í lífi okkar. Auðvitað gætu
einhver tækifæri opnast erlend-
is en núna finnst mér mjög spenn-
andi að flytjast í Hafnarfjörðinn
góða og koma okkur vel fyrir þar.“
norðurlanDið bíður
Þótt tímabilið sé búið og sumarið
fram undan er lítið frí frá körfu-
boltanum. „Ég er að þjálfa U16
ára kvennalandslið Íslands ásamt
Ingvari Guðjónssyni en liðið fer í
tvær keppnisferðir í sumar. Auk
þess fer Haukaliðið í keppnisferð.
Fyrir utan körfuboltann förum
við Finnur saman til Washing-
ton-borgar í Bandaríkjunum að
heimsækja bróður hans og fjöl-
skyldu. Við stefnum einn-
ig á að ferðast um Ís-
land í sumar og
næst á dagskrá
er Norðurland-
ið. Við elsk-
um að keyra
um og skoða
landið okkar,
tjalda og hafa
það notalegt.
Fyrri sumur
tókum við Suð-
urlandið og Vest-
firðina alveg í
gegn og bíðum því bara spennt
eftir sólríku Norðurlandi í júní.“
Kennslan heillar
Aðspurð hvað taki við þegar skórn-
ir frægu fara á hilluna segir Hel-
ena að sig hafi alltaf hafa langað
til að verða kennari eftir að ferl-
inum lýkur. „Mér finnst ótrúlega
gaman að þjálfa og ég hef einn-
ig þjálfað yngri flokka hjá Hauk-
um í vetur og líkað vel. Samhliða
því hef ég starfað sem íþrótta-
kennari. Mér finnst mjög gott að
fara tímabundið í svona starf því
þá sé ég betur hvort það hentar
mér. Ég ætla að nota sumarið í
að skoða hvaða möguleika ég hef
með menntunina sem ég hef sótt
mér nú þegar og hvort mig langi
til að bæta við einhverju meiru.
Tíminn mun leiða það í ljós.“
starri@365.is
Heimþráin rak hafnfirsku körfu-
knattleiks konuna Helenu Sverr-
isdóttur úr Hafnarfirði heim á
síðasta ári eftir nokkurra ára at-
vinnumennsku í Evrópu. Eftir
fjögurra ára háskólanám í Banda-
ríkjunum, þar sem hún nam og
lék körfubolta með Texas Christ-
ian University (TCU), hóf hún at-
vinnumannaferil sinn og lék næstu
fjögur árin í Ungverjalandi, Sló-
vakíu og Póllandi en engin íslensk
körfuboltakona hefur leikið jafn
lengi sem atvinnumaður erlendis.
Helena tók við þjálfun meistara-
flokks kvenna í Haukum fyrir síð-
asta vetur auk þess sem hún lék
með liðinu. Þetta var nýtt hlut-
verk fyrir hana sem hún segir
hafa verið áhugavert en um leið
tímafrekt að venjast. „Mér fannst
ótrúlega spennandi að koma heim
aftur og fá að spila með gamla lið-
inu mínu. Auk þess sneri Pálína
Gunnlaugsdóttir aftur í Hauka en
markmið okkar beggja var allt-
af að spila saman á ný með Hauk-
Helena og Finnur saman í Prag.
Helena spilaði með Haukum í vetur eftir átta ára útlegð erlendis. MYND/ANTON BRINK
Tíminn með fjölskyldu minni er afar dýrmætur
enda þykir mér alltaf vænt um að fá að eyða
tíma með fólki sem mér þykir vænt um. Eftir að hafa
búið svona lengi erlendis lærir maður að njóta hverrar
stundar betur og ég met mikils að búa til minningar
með fjölskyldu minni og vinum.
Helena Sverrisdóttir
AFNÁM
TOLLA
OG HAGSTÆÐARA
GENGI SKILAR SÉR
TIL VIÐSKIPTAVINA
LEVI´S
LEVI‘S buxur 501-0114
13. maí 2015 kr. 17.990
13. maí 2016 kr. 13.990
Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi
1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R2 F ó l k ∙ k y n n i n G a R b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l