Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 34
Það fylgja því miklir
kostir að vera hér því
bekkirnir eru litlir og við
nemendurnir fáum því
mikið aðgengi að kenn
urunum.
Þórir Sævar Kristinsson
„Ég stefndi alltaf að því að fara
í háskóla en var rosalega smeyk-
ur við háskólanám og hélt að það
væri mjög erfitt. Háskólabrúin í
Keili var því mjög góður undir-
búningur og gaf mér aukið sjálfs-
traust,“ segir Þórir sem er með
sveinspróf í blikksmíði og starf-
aði við fagið til 27 ára aldurs.
„Mig langaði að læra tæknifræði
eða verkfræði en vantaði að bæta
við mig töluvert af raungreinum.
Því ákvað ég að fara í raungreina-
deildina í Háskólabrúnni hjá Keili
sem er 80 einingar,“ segir Þórir
sem tók námið í dagskóla á þrem-
ur önnum.
„Mér líkaði námið mjög vel
og var mjög sáttur við þetta lær-
dómsríka og skemmtilega ár. Ekki
skemmdi fyrir að hópurinn minn
varð mjög náinn,“ segir Þórir sem
kunni afar vel að meta hina svo-
kölluðu spegluðu kennsluaðferð
sem notuð er í Háskólabrúnni.
„Þá horfir maður á fyrirlestrana
á netinu og mætir svo í tíma til
að vinna verkefni. Þannig hefur
maður meiri aðgang að kennar-
anum.“
Það kom Þóri skemmtilega á
óvart að hann skyldi verða dúx.
„Aðallega af því að ég lagði litla
áherslu á áfanga eins og íslensku
og ensku en meiri á raungreina-
áfangana sem ég hafði meiri
áhuga á.“
Eftir að Háskólabrúnni lauk fór
Þórir að líta í kringum sig eftir há-
skólanámi. „Ég fór í viðtal í Keili
og varð strax sannfærður eftir
það,“ segir Þórir. Tæknifræði-
nám í Keili varð því fyrir valinu
haustið 2014 en Þórir er að ljúka
sínu öðru ári í vor og á eitt ár eftir.
„Þetta er þriggja og hálfs árs nám
sem kennt er á þremur árum,“ út-
skýrir hann.
En hvernig líkar honum námið?
„Ég er á hárréttum stað. Ég er í
rafeinda- og hugbúnaðartækni-
fræði eða svokallaðri megatronic.
Ég er á alveg hárréttum stað
Þórir Sævar Kristinsson starfaði sem blikksmiður þegar hann ákvað að skella sér í Háskólabrú Keilis, 27 ára gamall. Hann gerði sér lítið
fyrir og dúxaði. Nú er hann að ljúka öðru ári sínu í tæknifræði í Keili og líkar bæði námið og lífið á Ásbrú afar vel.
Þórir Sævar er afar ánægður með Keili, bæði Háskólabrúna og námið í tæknifræðinni. Hann stefnir á framhaldsnám í Danmörku að lokinni útskrift á næsta ári.
„Sveitarfélagið sjálft hafði ekki
beitt sér fyrir neinni minjavernd
en einstaklingar höfðu haldið
utan um muni sem tengdust fjöl-
skyldum þeirra. Við tókum okkur
því nokkur saman, stofnuðum
félag og hófum endurbyggingu á
þessu elsta uppistandandi skóla-
húsi hér á Vatnsleysuströnd,“
segir Helga Ragnarsdóttir en
hún situr í stjórn Minja- og sögu-
félags Vatnsleysustrandar.
„Húsið var mjög illa farið.
Fyrst var það tekið í gegn að
utan og smám saman var svo
farið að laga það að innan. Húsið
var byggt árið 1903 og notað
undir kennslu í tíu ár. Eftir það
var búið í því. Á stríðsárunum
bjuggu tvær konur með börn sín
í húsinu meðan mennirnir voru
í vinnu annars staðar og voru
þær síðustu íbúar hússins. Eftir
það stóð það autt og var einung-
is nýtt sem geymsla,“ útskýrir
Helga. Endurbótum að innan er
nú lokið og segir Helga félagið
stefna á að opna það með pompi
og prakt í ágúst. Þau hafi þó að-
eins þjófstartað og sett upp sýn-
ingu í húsinu strax í febrúar.
„Við höfum í raun tekið á móti
gestum á aðventunni síðustu tvö
ár, þó að húsið hafi ekki verið til-
búið. Við þjófstörtuðum síðan á
Safnahelginni í febrúar og opn-
uðum skólasafn í húsinu. Skóla-
saga Vatnsleysustrandar er löng
og spannar 144 ár. Skóli var
starfræktur í Hverfinu, en af því
Vatnsleysuströndin er svo löng
voru starfræktar skólahjáleigur
svo börnin þyrftu ekki að fara
yfir svo langan veg. Þetta hús
er annað af tveimur skólahjá-
leigum. Formleg opnun verður
svo á Fjölskyldudögum í ágúst.“
heida@365.is
Sögusafn í gömlu skólahúsi
Norðurhús, elsta uppistandandi skólahús á Vatnsleysuströnd, hefur verið gert upp. Húsið var byggt árið 1903 og var illa farið þegar hópur
áhugafólks um minjavernd kom húsinu í fyrra horf. Í húsinu stendur yfir sýning á skólahaldi á Vatnsleysuströnd sem spannar 144 ár.
Margir gamlir munir sem geyma sögu
sveitarfélagsins eru í húsinu.
Húsið er annað af tveimur skólahjá
leigum sem starfræktar voru í sveitar
félaginu svo börnin þyrftu ekki að fara
yfir langan veg í skóla.
Í húsinu stendur yfir sýning á skólahaldi á Vatnsleysuströnd en hún spannar alls
144 ár.
Það passar beint inn á mitt áhuga-
svið enda er þar fengist við forrit-
un og annað sem snýr að stýribún-
aði í vélum og þvíumlíku.“
Hann útskýrir að deildin í Keili
sé á vegum Háskóla Íslands. „En
það fylgja því miklir kostir að
vera hér því bekkirnir eru litlir og
við nemendurnir fáum því mikið
aðgengi að kennurunum. Maður
lendir ekki í því að vera einn af
300 nemendum sem aldrei ná tali
af kennaranum. Þetta er því allt
mjög heimilislegt myndi ég segja.“
Þórir segir lífið á Ásbrú mjög
fínt. „Hér er leigan tiltölulega lág
og alger lúxus að eiga heima rétt
hjá skólanum. Ég læri til dæmis
allaf uppi í skóla og ef mikið er
að gera er ég þar langt fram eftir
kvöldi enda hafa nemendur alltaf
aðgang að skólanum. Þar er mjög
góð aðstaða, rafmagnsstofur og
smiðja þar sem hægt er að smíða
íhluti sem við þurfum.“
Upphaflega ætlaði Þórir að fara
beint út á vinnumarkaðinn eftir út-
skrift, enda kominn með starfs-
heitið tæknifræðingur. „En okkur
fjölskylduna, kærustuna mína
og strákinn okkar, langar að fara
til Danmerkur og líklega fer ég í
áframhaldandi nám og tek masters-
gráðu. Ég held að maður hafi gott af
því að víkka sjóndeildarhringinn.“
Nánari upplýsingar um námið á Keili
má finna á www.keilir.net og á Face
book.
KoMDu á reyKjaNeS Kynningarblað
13. maí 20166