Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Líkamleg og andleg líðan og starfsánægja mælist marktækt meiri á tveimur starfsstöðvum Reykja-víkurborgar sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni
um styttingu vinnuvikunnar. Á sama tíma mælist eng-
inn munur á viðhorfi til þjónustu eða opnunartíma.
Undanfarna 14 mánuði hefur tilraunaverkefnið
staðið yfir en það nær til tveggja starfsstöðva borgar-
innar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts
og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðinni
er lokað klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofu
Barnaverndar er lokað eftir hádegi á föstudögum. Bak-
vakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama
hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma.
Nú liggja fyrir niðurstöður eftir fyrsta árið og þær
benda til jákvæðra áhrifa verkefnisins. Betri líðan og
starfsánægja mælist marktækt meiri á tilraunavinnu-
stöðunum en samanburðarstaðnum. Sömuleiðis
dregur úr veikindum á tilraunavinnustöðunum en
ekki á samanburðarstaðnum og engar breytingar er
að merkja á hreyfingum í málaskrá hjá Barnavernd.
Yfirvinna eykst hjá Barnavernd vegna bakvakta á föstu-
dögum en ekki að öðru leyti. Almennt virðist starfsfólk
hafa aðlagast verkefninu vel og ánægja ríkir með fyrir-
komulagið.
Það er mat stýrihópsins sem haldið hefur utan um
tilraunaverkefnið að niðurstöðurnar sýni að brýnt sé að
halda verkefninu áfram og afla frekari gagna á tilrauna-
stöðunum tveimur, mæla áhrif til lengri tíma, enda
hætta á að langtímaáhrif kunni að vera önnur en þau
sem mælast eftir eitt ár. Að auki leggur stýrihópurinn
til að tilraunin nái til fleiri starfsstöðva borgarinnar og
verður slík tillaga lögð fram á næstu vikum. Jafnframt
er lagt til að farið verði í samstarf við háskólasamfé-
lagið um frekari rannsóknir, þar á meðal að kanna áhrif
verkefnisins á heimilishald og fjölskylduaðstæður. Enn
fremur verði óskað eftir samstarfi við starfshóp ríkis-
stjórnarinnar um tilraunaverkefni um styttingu vinnu-
vikunnar sem senn hefur störf.
Ríki, sveitarfélög og stéttarfélög eiga að hjálpast að
því styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Það er því til
mikils að vinna.
Styttri vinnuvika virkar
Sóley
Tómasdóttir
forseti
borgarstjórnar
Helga
Jónsdóttir
framkvæmda-
stjóri BSRB
Magnús Már
Guðmundsson
borgarfulltrúi
í stýrihópi um
styttingu vinnu-
vikunnar
D
AN
SKIR
DAGAR
BÆKLIN
GURIN
N ER KO
MINN Ú
T
FULLUR
AF FRÁ
BÆRUM
TILBO
ÐUM
Í boði Bláa lónsins
Bláa lónið hefur gert samkomulag
við velferðarráðuneytið um að
veita psoriasissjúklingum með-
ferð án greiðsluþátttöku og ríkis-
sjóði einnig að kostnaðarlausu.
Sagt er í tilkynningu að þetta
spari ríkissjóði um 25 milljónir
króna. Er þetta líklega einstakt
dæmi um samfélagsábyrgð fyrir-
tækis og öðrum til eftirbreytni.
Hins vegar verður að segjast að
hver ferð í þetta blessaða lón er
orðin svo dýr að venjulegur ein-
staklingur íslenskur hefur vart
efni á því að fara nema á nokk-
urra ára fresti. Hafa gárungur því
spurt, í ljósi þess hversu gríðar-
lega dýrt er að fara í lónið, hvort
þessi „hlunnindi“ séu skattskyld.
Kosningaumgjörð í molum
Nú keppast forsetaframbjóð-
endur við að safna nægum fjölda
meðmælenda fyrir framboð sín.
Ekki er því vitað hversu margir
nákvæmlega verði í framboði
þegar þetta er skrifað. Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir gagnrýndi
lagaumgjörð forsetakosninganna
harðlega á þingi í gær því nú væri
hægt að kjósa utankjörfundar
án þess að vita hverjir væru í
framboði. Það er hárrétt hjá þing-
konunni. Margt annað er einnig
aftur úr grárri forneskju og þurfa
frambjóðendur að safna með-
mælendum af öllu landinu og er
því skipt í fjórðunga. Ragnheiður
vinnur á löggjafarsamkomunni
og ætti því að einhenda sér í að
laga þetta. sveinn@frettabladid.is
S íðasta árið hefur Reykjavíkurborg verið með í gangi tilraunverkefni um stytt-ingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Niðurstöður þessarar tilraunar benda til að starfsmönnum hafi tekist að sinna verkefnum sínum til fulls þrátt fyrir fjórum
til fimm klukkutímum styttri vinnuviku.
Lengi hefur verið barist fyrir réttindum verka-
lýðsins og hefur lengd vinnuvikunnar oft verið
meðal baráttuefna. Framan af voru litlar sem engar
takmarkanir á lengd vinnutíma og unnar allt að 14
til 16 klukkustundir á sólarhring. Lög voru síðan sett
um 40 stunda vinnuviku árið 1971 sem standa enn,
rétt eins og umræðan um styttingu vinnuvikunnar.
Niðurstöður Reykjavíkurborgar gefa þeim sem
vilja fækka vinnustundum byr undir báða vængi.
Andleg og líkamleg líðan starfsmanna er betri,
starfsánægja þeirra meiri og tíðni skammtíma-
veikinda lækkar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgar-
stjórnar og formaður stýrihóps um innleiðingu
verkefnisins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær
æskilegt að halda áfram með verkefnið til að mæla
hvort jákvæð áhrif vari.
Í seinni tíð hefur það verið talið brýnt verkefni
að auka samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs
og tryggja þannig vellíðan starfsfólks. Samkvæmt
skýrslum OECD um jafnvægi milli vinnu og frítíma
kom Ísland illa út og er í 27. sæti af 36 löndum.
Þannig má auðvelda umönnun barna, aldraðra eða
langveikra aðstandenda og auka lífsgæði starfs-
fólks. Reykjavíkurborg er ekki að finna upp hjólið,
almenn reynsla þar sem þetta hefur verið reynt
sýnir jákvæðar niðurstöður og að svigrúm til að
bæta skipulag vinnutíma sé sannarlega fyrir hendi á
ýmsum vinnustöðum.
Í október síðastliðnum lögðu fjórir þingmenn
stjórnarandstöðunnar fram frumvarp þar sem lagt
var til að vinnuvikan yrði stytt í 35 klukkustundir
þannig að vinnudagurinn styttist úr átta stundum í
sjö. Síðar í sama mánuði skrifuðu Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttir félags-
málaráðherra undir viljayfirlýsingu þess efnis að
kanna skyldi með tilraunaverkefni hvort unnt væri
að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram
gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana.
Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að Íslend-
ingar væru enn að flytja úr landi í stríðum straum-
um. Á síðasta ári voru brottfluttir einstaklingar með
íslenskt ríkisfang samtals meira en þúsund umfram
aðflutta. Það er tæplega tilviljun að flestir brott-
fluttra Íslendinga fara til Norðurlandanna þar sem
kjörin eru heilt yfir betri að teknu tilliti til launa,
vinnutíma og aðbúnaðar fjölskyldufólks.
Framleiðni, sem mælir hversu vel við nýtum
vinnuafl og fjármagn til að skapa verðmæti, er um
fimmtungi minni hér á landi en í grannríkjunum.
Við vinnum lengur en framleiðum minna. Því er
niðurstaða tilraunar Reykjavíkurborgar afar jákvæð.
Starfsmenn unnu minna en skiluðu sama verki.
Þetta er hægt.
Þetta er hægt
Í seinni tíð
hefur það
verið talið
brýnt verk-
efni að auka
samþættingu
fjölskyldu- og
atvinnulífs og
tryggja
þannig
vellíðan
starfsfólks.
1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R18 S k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN