Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 38
Í kvöldmat finnst
mér gott að fá
kjúkling, lambakjöt eða
lax með grænmeti. Ef ég
hef ekki mikinn tíma er
það bara egg og beikon.
Þuríður Erla Helgadóttira
„Það er mikil sumarstemning í
Zik Zak þessa dagana. Stelpurnar
hafa fengið til sín fyrstu Zik Zak
sumarlínuna þetta árið. Nú má því
segja að verslunin sé prýdd öllum
regnbogans litum,“ segir Berglind
Ásgeirsdóttir, einn af eigendum
verslunarinnar, og brosir en versl-
unin er uppfull af fallegum sumar-
fatnaði í áberandi fallegum litum.
Vinsælustu kjólarnir í verslun-
inni um þessar mundir eru að sögn
Berglindar jafnsíðir og rúnnaðir
kjólar í björtum litum ásamt kjól-
um með munstri að framan en ein-
litir að aftan. Almennt segir hún
smart snið, góðar stærðir og frá-
bært verð einkenna línuna. „Zik
Zak fatnaðurinn kemur í öllum
stærðum eða frá 36-56 og hent-
ar konum á öllum aldri. Sum-
arlínan er gerð með það að
markmiði að bjóða konum
smart og falleg sumardress
fyrir sem minnstan pening
en kjólarnir kosta
allt niður í 4.990
krónur,“ upplýsir
Berglind.
Þessa vikuna hefur
verið Eurovision-
vika í versluninni.
„Við höfum verið
með fullt af frábær-
um Eurovision-til-
boðum ásamt Euro-
vision-lukkupotti og
geta allar konur sem
versla tekið þátt og
unnið gjafaúttekt í
versluninni,“ útskýrir hún.
Berglind segir Heiðar snyrti verða
á svæðinu á morgun milli kl. 14-17
til að hjálpa konum að finna rétta
Eurovision-dressið. „Viðskiptavin-
ir ættu endilega að nýta sér þetta
tækifæri. Eru ekki annars flestar
konur að fara að halda upp á Euro-
vision?“ spyr hún hlæjandi.
Berglind segir starfsfólk versl-
unarinnar hafa mjög gaman
af því að taka á móti konum og
dressa þær upp fyrir ákveðin til-
efni og að nú þyki aldeilis tilefni
til. „Það hefur verið mikil stemn-
ing hjá okkur í vikunni og hún
mun bara aukast. Við ýtum
svo enn frekar undir hana
með því að spila einungis
gömul og klassísk Euro-
vision-lög.
Í K r i n g l -
unni standa
auk þess yfir
golfdagar og
leggur Zik
Zak sitt af
mörkum til
þeirra. „Við
verðum
með fullt
af golftil-
boðum og
erum til
dæmis
með rosalega vinsæl pils sem eru
mikið notuð í golfinu á sumrin.
Þau eru með þröngum innanund-
irbuxum og hafa reynst mjög vel.
Þau kosta 7.990 en 3.990 á tilboði.
Einnig höfum við tekið í notkun
ótrúlega flottan fjölnotapoka sem
við starfsfólkið köllum skvísu-
poka og notum mikið í ræktina
og sund, þá ætlum við að gefa
Sumarið er komið í Zik Zak
Zik Zak kynnir Zik Zak í Kringlunni hefur verðið með Eurovision-þema í vikunni sem heldur áfram út helgina. Boðið
verður upp á Eurovision-happdrætti og ýmis tilboð auk þess sem klassísk Eurovision-lög fá að óma.
Kjóll, 7.990 kr. st. S-XXXL. Úlpa á tilboði, 9.990 kr. st. 36-56.
Úlpurnar á meðfylgjandi myndum eru á Eurovision-tilboði en þær eru
fáanlegar í stærðunum 36-56. Úlpurnar eru með 100% polyester-fyll-
ingu. Þær eru léttar og þægilegar og hafa reynst afar vel. Þær eru að
sögn Berglindar ótrúlega vinsælar hjá golfkonum, hestakonum, skíða-
konum og öllum þeim konum sem stunda einhverja útiveru, en þær má
einnig nota hversdags. Þær kosta 12.990 en 9.990 krónur á tilboði.
Hægt er að fá bæði síðar og stuttar úlpur. Stuttu úlpurnar fást í rauðu,
silfurgráu og svörtu. Þær síðu í silfurgráu og svörtu.
Úlpur á euroviSion-tilboði
Kjóll 5.990 kr. st. S-XXXL
Þuríður Erla Helgadóttir undir-
býr sig af kappi þessa dagana
fyrir Evrópu- og Afríku-leikana í
CrossFit eða Meridian Regionals
eins og leikarnir kallast. Efstu
fimm í kvenna-, karla- og liða-
flokki á mótinu vinna sér inn
þátttökurétt á heimsleikunum í
CrossFit sem fara fram í lok júlí
en Þuríður Erla hefur farið áður
á þá, tvisvar með liði og tvisvar
sem einstaklingur. Þessa dagana
æfir hún því tvisvar á dag, fimm
daga vikunnar, í tvær til þrjár
klukkustundir í senn hjá Cross-
Fit Sport.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Ég fæ mér annaðhvort hafra-
graut með kanil, chia-fræum,
kókosflögum, bláberjum og
hnetusmjöri eða eggjahræru með
banana og beikoni. Svo fæ ég mér
engifersafa og rauðrófusafa með,
gott að blanda þeim saman.
uppáhaldsæfingin? Uppáhaldið
eru snörun, handstöðuarmbeygj-
ur, „muscle up“ og kaðlaklifur.
Hefur þú stundað íþróttir lengi?
Ég byrjaði í fimleikum sex ára,
fór svo í fótbolta og var í frjálsum
lengst af. Ég byrjaði svo í Cross-
Fit árið 2010.
Hvernig er dæmigerður dagur hjá
þér? Ég vakna og snúsa yfirleitt
smá og borða því oft hluta af
morgunmatnum mínum á leiðinni
á æfingu. Æfi frá því um klukkan
níu til hádegis, fæ mér prótein-
sjeik og borða restina af morgun-
matnum mínum strax eftir
æfingu. Stundum er ég að þjálfa í
hádeginu, annars get ég farið og
fengið mér að borða þar sem fisk-
ur frá Gallerý fisk verður oftast
fyrir valinu. Ef seinni æfingin
er ekki fyrr en um kvöldið skelli
ég mér kannski í stutta sundferð
eða fer að læra. Annars er seinni
æfingin klukkan eitt til þrjú. Ég
þjálfa svo oft seinnipartinn og tek
þá suma daga seinni æfinguna
um klukkan sex til klukkan átta
eða níu.
Hvernig er dæmigerð vika? Hún
samanstendur af átta til tíu
æfingum og skóla, en ég er á öðru
ári í sjúkraþjálfun við Háskóla
Íslands. Vegna skóla næ ég ekki
inn tveimur æfingum á dag yfir
alla önnina. Ég þjálfa einnig í
Crossfit Sport og hef yfirumsjón
með krakka- og unglingastarfinu
þar.
notar þú fæðubótarefni? Já, ég
fæ fæðubótarefnin mín frá Per-
form. Ég fæ mér Glycomaize
kolvetnablöndu út í Gold Standard
Preworkout fyrir æfingar og
á meðan á þeim stendur. Eftir
æfingu fæ ég mér Pro Complex
prótein og creatine. Eftir erfiða
æfingadaga finnst mér gott að fá
mér Casein próteindrykk frá Gold
Standard áður en ég fer að sofa.
Hvað finnst þér gott að fá þér
í kvöldmat? Kjúkling, lamba-
kjöt eða lax ásamt grænmeti og
sætum kartöflum. Ef ég hef ekki
mikinn tíma er það bara egg og
beikon.
Hvað finnst þér gott að fá þér í
millimál? Hleðsla, banani og pró-
teinbar verða oftast fyrir valinu.
Hvað færðu þér þegar þú ætlar
að gera vel við þig? Bragðaref
með hnetusmjöri, kókos og frosn-
um bláberjum. Ef mig langar í
meira nammi set ég lúxusídýfu
eða Þrist út í líka!
ertu morgunhani eða finnst þér
gott að sofa út? Mér finnst alltaf
gott að sofa aðeins lengur en þó
ekki of lengi, þá verður maður
bara of þreyttur yfir daginn.
Drekkur þú kaffi/koffíndrykki?
Ég er frekar nýlega farin að
drekka Preworkout sem inni-
heldur oftast koffín. Ég hef
aldrei drukkið kaffi og mun lík-
lega aldrei gera það, finnst það
of vont, nema það sé með alls
konar óhollu dóti í.
ertu nammigrís? Ég hef alltaf
verið frekar mikill nammigrís
og ef ég byrja þá klárast nammi-
pokinn. Samt sem áður ákvað
ég áður en ég varð unglingur að
borða hollt og reyna að borða
nammi sjaldan.
Hvernig er dæmigerð helgi hjá
þér? Allar helgar byrja með
æfingu rétt fyrir eða um hádegi
á laugardögum. Ég hef verið
að skella mér í sjósund með
nokkrum stelpum sem ég er að
æfa með eftir æfingar á laugar-
dögum. Ég fer svo og fæ mér
burrito eða salatskál og seinustu
vikur er svo æfing númer tvö um
klukkan fjögur. Mér finnst líka
mjög gaman að skella mér í bíó
og svo reyni ég að hitta vinahóp-
inn minn um helgar. Sunnudagar
eru svo alltaf sunddagar þar sem
ég syndi einn kílómetra og fer
svo í heita og kalda pottinn til
skiptis.
Fer í SjóSunD á milli æFinga
Þuríður Erla Helgadóttir æfir CrossFit tvisvar á dag fimm sinnum í viku en hún undirbýr sig nú fyrir mikilvægasta mót
ársins en þar getur hún unnið sér þátttökurétt á Heimsleikunum. Um helgar syndir hún og fer í heitan og kaldan pott.
Þuríður Erla æfir hjá CrossFit Sport í
Sporthúsinu. Hún hefur stundað íþrótt-
ina frá því árið 2010. MYND/ANTON BRINK
með hverri sölu. Ekki má heldur
gleyma því að við erum með ótrú-
lega flottar úlpur og skó á tilboði
þessa dagana. Verð á úlpunum nú
er 9.990 en áður 12.990 og allir
skór eru fáanlegir með 20 pró-
senta afslætti.
Berglind segir vel tekið á móti
öllum. „Nýlega bættust fjór-
ar eldhressar og skemmtilegar
stelpur í hóp starfsmanna. Þess-
ar stúlkur munu aðstoða okkur
hinar um helgina.“
Úlpa á tilboði,
9.990 kr. st.
36-56.
Fjölnotapokinn frá Zik Zak
fylgir hverri sölu.
1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U R8 F ó l k ∙ k y n n i n G a R b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l