Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 33
Beint úr sjó er glæsileg fisk- búð sem staðsett er á Fitjum hjá Bónus í Reykjanesbæ. Það voru vinirnir Magnús Heimisson og Bjarni Geir Lúðvíksson sem opn- uðu hana fyrir um ári. „Okkur fannst vanta fiskbúð í bæinn sem gerði líka út á fiskrétti sem væru tilbúnir í ofninn. Hrað- inn í samfélaginu er svo mikill að fólki finnst þægilegt að kíkja við hjá okkur og ná sér í rétti sem aðeins þurfa tuttugu mínútur í ofni,“ segir Bjarni. Magnús bætir við að úrvalið af ferskum fiski og öllu því sem fylgi sé gott í versl- uninni. „Staðsetning Beint úr sjó býður líka upp á að vera með eld- aða rétti þar sem við erum í leið- inni fyrir marga. Fólk sem á leið hjá getur því gripið rétt með sér og tekið með heim eða borðað á staðnum. Allt frá „fish and chips“ til humarsúpunnar okkar sem er að slá í gegn.“ Heimatökin eru hæg fyrir fé- lagana Bjarna og Magnús því faðir Magnúsar á og rekur fisk- verkun sem sér um að verka allan fisk sem þeir selja. Magnús og Bjarni láta sér ekki nægja að eiga og reka fiskbúð heldur reka þeir einnig veitinga- staðinn Thai Keflavík sem fagn- ar tíu ára afmæli þetta árið. Hann er staðsettur í miðbæ Reykjanes- bæjar og selur taílenskan mat og sushi. Að auki reka þeir eitt öfl- ugasta ferðaþjónustufyrirtæk- ið á Reykjanesinu. „Við opnuð- um Reykjanes Tours fyrir fjór- um árum og það er nóg að gera hjá okkur þar. Útlendingar elska Reykjanesið enda er það eitt flott- asta svæði landsins,“ segir Magn- ús. Bjarni samsinnir því og segir að framtíð Reykjanessins sé björt. „Við erum alveg sammála Skúla Mogensen í WOW air um að Reykjanesið sé sætasta stelp- an á ballinu í dag.“ Framtíðin er björt á Reykjanesinu Tveir ungir athafnamenn, Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson, hafa alltaf haft mikla trú á Reykjanesbæ og því svæði öllu. Þeir reka nú þrjú ólík fyrirtæki í Reykjanesbæ; fiskverslun, veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki. Þeir Bjarni Geir og Magnús eru ungir athafnamenn sem reka þrjú fyrirtæki í Reykjanesbæ. STÆRSTA FISKRÉTTABORÐ Í REYKJANESBÆ Fitjum 2, 230 Reykjanesbæ // Sími 421 5900 www.beintursjo.is Kynningarblað KoMdu á ReyKjanes 13. maí 2016 5 „Sveitarfélagið Garður hóf stefnumótun í atvinnumálum fyrir nokkru og út frá þeirri vinnu var tekin ákvörðun um að einbeita sér að ferðamál- um, þá sér í lagi á Garðskagan- um,“ segir Jóhann Ísberg, fram- kvæmdastjóri Garðskaga sem er félag sem stofnað var í kringum uppbyggingu Garðskagasvæðis- ins. Margt í boði „Garðskagi er yndislegur stað- ur og vinsæll áfangastaður bæði Íslendinga og erlendra ferða- manna,“ segir Jóhann enda sé þar hægt að taka sér ýmis- legt fyrir hendur. Hann nefn- ir að svæðið sé vinsælt til norð- urljósaskoðunar og til að fylgj- ast með mögnuðu sólsetri. Þá sé þar hægt að tjalda, ganga eftir hvítri skeljasandsströnd og fylgjast með fjölbreyttu fugla-, hvala- og selalífi. Vitarnir tveir á Garðskaga hafa einnig dregið marga að enda útsýnið úr þeim óviðjafnanlegt. Þeir munu leika stórt hlutverk í eflingu ferða- þjónustu á svæðinu. Vitar í aðalhlutverki „Í stóra vitanum verða settar upp sýningar, til dæmis norður- ljósasýning, hvalasýning og vitasýning. Gamli vitinn var í niður níðslu en við erum búin að laga hann að utan sem innan. Þar verður lítil kaffistofa fyrir gesti,“ segir Jóhann. Einnig fær Byggðasafnið í Garði upplyft- ingu. „Veitingasalurinn verð- ur stækkaður og móttakan gerð skemmtilegri. Þá er unnið að því að búa til nýja sýningu um út- gerðarsöguna.“ Jóhann segir Garðinn óupp- götvaða perlu. „Það vita fáir af þessari flottu strandbyggð og átta sig ekki á að hér búa 1.400 manns.“ solveig@365.is Garðskagi er einstök náttúruperla Mikið stendur til á Garðskaga. Þar verða í sumar opnuð söfn og sýningar auk þess sem byggt verður við veitingastaðinn í Byggðasafninu. Vitarnir tveir á Garðskaga, sem eru 119 og 72 ára gamlir, leika stórt hlutverk í þessari uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Garðskagaviti eldri og yngri Garðskagaviti eldri var byggður árið 1897. Vitinn er steinsteyptur, fer- strendur kónískur turn, 11,4 m að hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu, sömu gerðar og ljóshús Gróttu- vita, en nýbúið er að setja ljóshús- ið á hann á ný eftir gamalli teikn- ingu. Elsti viti landsins og næstelsta steinsteypuhús landsins. Notkun vitans var hætt haustið 1944 enda þótti hann of lágur og einnig í hættu vegna landbrots. Nýi vitinn var tekinn í notkun 1944. Hann var hannaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi. Hinn sí- vali kóníski steinsteyputurn er 28,6 m að hæð með ljóshúsi sem er ensk smíð. Í fyrstu voru notuð ljóstækin úr eldri Garðskagavitanum en árið 1946 var vitinn rafvæddur. Garðskagi var einn þeirra vita- staða þar sem vitavörður hafði fasta búsetu og stóð svo fram til 1979. Vitavarðarhús stendur enn, byggt 1933 eftir teikningum Einars Erlendssonar arkitekts. Byggða- safn Gerðahrepps er starfrækt í úti- húsum þeim sem tilheyrðu búi vita- varðarins. Vitarnir tveir leika stórt hlutverk í árlegri Sólseturshátíð sem haldin er á Garðskaga dagana 23. til 26. júní. Garðskagaviti hinn eldri í forgrunni og nýi vitinn, sem þó er orðinn 72 ára gamall, sést í fjarlægð. Mynd/jóhann Ísberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.