Fréttablaðið - 13.05.2016, Side 33
Beint úr sjó er glæsileg fisk-
búð sem staðsett er á Fitjum hjá
Bónus í Reykjanesbæ. Það voru
vinirnir Magnús Heimisson og
Bjarni Geir Lúðvíksson sem opn-
uðu hana fyrir um ári.
„Okkur fannst vanta fiskbúð í
bæinn sem gerði líka út á fiskrétti
sem væru tilbúnir í ofninn. Hrað-
inn í samfélaginu er svo mikill
að fólki finnst þægilegt að kíkja
við hjá okkur og ná sér í rétti sem
aðeins þurfa tuttugu mínútur í
ofni,“ segir Bjarni. Magnús bætir
við að úrvalið af ferskum fiski og
öllu því sem fylgi sé gott í versl-
uninni. „Staðsetning Beint úr sjó
býður líka upp á að vera með eld-
aða rétti þar sem við erum í leið-
inni fyrir marga. Fólk sem á leið
hjá getur því gripið rétt með sér
og tekið með heim eða borðað á
staðnum. Allt frá „fish and chips“
til humarsúpunnar okkar sem er
að slá í gegn.“
Heimatökin eru hæg fyrir fé-
lagana Bjarna og Magnús því
faðir Magnúsar á og rekur fisk-
verkun sem sér um að verka allan
fisk sem þeir selja.
Magnús og Bjarni láta sér ekki
nægja að eiga og reka fiskbúð
heldur reka þeir einnig veitinga-
staðinn Thai Keflavík sem fagn-
ar tíu ára afmæli þetta árið. Hann
er staðsettur í miðbæ Reykjanes-
bæjar og selur taílenskan mat og
sushi. Að auki reka þeir eitt öfl-
ugasta ferðaþjónustufyrirtæk-
ið á Reykjanesinu. „Við opnuð-
um Reykjanes Tours fyrir fjór-
um árum og það er nóg að gera
hjá okkur þar. Útlendingar elska
Reykjanesið enda er það eitt flott-
asta svæði landsins,“ segir Magn-
ús. Bjarni samsinnir því og segir
að framtíð Reykjanessins sé
björt. „Við erum alveg sammála
Skúla Mogensen í WOW air um
að Reykjanesið sé sætasta stelp-
an á ballinu í dag.“
Framtíðin er björt
á Reykjanesinu
Tveir ungir athafnamenn, Bjarni Geir Lúðvíksson og Magnús Heimisson, hafa
alltaf haft mikla trú á Reykjanesbæ og því svæði öllu. Þeir reka nú þrjú ólík
fyrirtæki í Reykjanesbæ; fiskverslun, veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki.
Þeir Bjarni Geir og Magnús eru ungir athafnamenn sem reka þrjú fyrirtæki í Reykjanesbæ.
STÆRSTA
FISKRÉTTABORÐ
Í REYKJANESBÆ
Fitjum 2, 230 Reykjanesbæ // Sími 421 5900
www.beintursjo.is
Kynningarblað KoMdu á ReyKjanes
13. maí 2016 5
„Sveitarfélagið Garður hóf
stefnumótun í atvinnumálum
fyrir nokkru og út frá þeirri
vinnu var tekin ákvörðun um
að einbeita sér að ferðamál-
um, þá sér í lagi á Garðskagan-
um,“ segir Jóhann Ísberg, fram-
kvæmdastjóri Garðskaga sem er
félag sem stofnað var í kringum
uppbyggingu Garðskagasvæðis-
ins.
Margt í boði
„Garðskagi er yndislegur stað-
ur og vinsæll áfangastaður bæði
Íslendinga og erlendra ferða-
manna,“ segir Jóhann enda
sé þar hægt að taka sér ýmis-
legt fyrir hendur. Hann nefn-
ir að svæðið sé vinsælt til norð-
urljósaskoðunar og til að fylgj-
ast með mögnuðu sólsetri. Þá sé
þar hægt að tjalda, ganga eftir
hvítri skeljasandsströnd og
fylgjast með fjölbreyttu fugla-,
hvala- og selalífi. Vitarnir tveir
á Garðskaga hafa einnig dregið
marga að enda útsýnið úr þeim
óviðjafnanlegt. Þeir munu leika
stórt hlutverk í eflingu ferða-
þjónustu á svæðinu.
Vitar í aðalhlutverki
„Í stóra vitanum verða settar
upp sýningar, til dæmis norður-
ljósasýning, hvalasýning og
vitasýning. Gamli vitinn var í
niður níðslu en við erum búin
að laga hann að utan sem innan.
Þar verður lítil kaffistofa fyrir
gesti,“ segir Jóhann. Einnig fær
Byggðasafnið í Garði upplyft-
ingu. „Veitingasalurinn verð-
ur stækkaður og móttakan gerð
skemmtilegri. Þá er unnið að því
að búa til nýja sýningu um út-
gerðarsöguna.“
Jóhann segir Garðinn óupp-
götvaða perlu. „Það vita fáir af
þessari flottu strandbyggð og
átta sig ekki á að hér búa 1.400
manns.“ solveig@365.is
Garðskagi er einstök náttúruperla
Mikið stendur til á Garðskaga. Þar verða í sumar opnuð söfn og sýningar auk þess sem byggt verður við veitingastaðinn í Byggðasafninu.
Vitarnir tveir á Garðskaga, sem eru 119 og 72 ára gamlir, leika stórt hlutverk í þessari uppbyggingu ferðaþjónustunnar.
Garðskagaviti eldri og yngri
Garðskagaviti eldri var byggður árið
1897. Vitinn er steinsteyptur, fer-
strendur kónískur turn, 11,4 m að
hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu,
sömu gerðar og ljóshús Gróttu-
vita, en nýbúið er að setja ljóshús-
ið á hann á ný eftir gamalli teikn-
ingu. Elsti viti landsins og næstelsta
steinsteypuhús landsins. Notkun
vitans var hætt haustið 1944 enda
þótti hann of lágur og einnig í hættu
vegna landbrots.
Nýi vitinn var tekinn í notkun
1944. Hann var hannaður af Axel
Sveinssyni verkfræðingi. Hinn sí-
vali kóníski steinsteyputurn er 28,6
m að hæð með ljóshúsi sem er ensk
smíð. Í fyrstu voru notuð ljóstækin
úr eldri Garðskagavitanum en árið
1946 var vitinn rafvæddur.
Garðskagi var einn þeirra vita-
staða þar sem vitavörður hafði
fasta búsetu og stóð svo fram til
1979. Vitavarðarhús stendur enn,
byggt 1933 eftir teikningum Einars
Erlendssonar arkitekts. Byggða-
safn Gerðahrepps er starfrækt í úti-
húsum þeim sem tilheyrðu búi vita-
varðarins.
Vitarnir tveir leika stórt hlutverk í
árlegri Sólseturshátíð sem haldin er
á Garðskaga dagana 23. til 26. júní.
Garðskagaviti hinn eldri
í forgrunni og nýi vitinn,
sem þó er orðinn 72 ára
gamall, sést í fjarlægð.
Mynd/jóhann Ísberg