Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 6
BÍLDSHÖFÐA AKUREYRI SELFOSSI ALLT FYRIR BOLTANN! 7.990 SKILZ MINI GOAL 3.490 SKILZ STAR-KICK Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777 www.facebook.com/boksala Útsala á erlendum bókum og völdum kaupfélagsvörum út maí í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Útsala 50-70% afsláttur Viðskipti Eðlilegur afsláttur af eigin fé bankanna við sölu ríkisins væri tíu til tuttugu prósent, í stað 40 prósenta sem tíðkast um þessar mundir í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Capacent. Miðað við þetta nemur virði hlutar ríkisins í bönkunum 390 til 440 milljörðum króna. Fram kemur í greiningunni, sem ber yfirskriftina Bankablús: „Mara­ þon í yfirvikt“, að gríðarlegir fjár­ munir ríkisins liggi í bönkunum. Eigin fé Íslandsbanka og Lands­ bankans nemi 462,8 milljörðum króna og 13 prósenta hlutur ríkis­ ins í eigin fé Arion banka sé 25,1 milljarður króna. „Samtals hefur ríkið því 487,9 milljarða króna bundna í bönkun­ um. Áætlaður kostnaður við bygg­ ingu Landspítalans nemur um 85 milljörðum króna og því nema fjár­ munir sem eru bundnir í bönkunum verðmæti sex Landspítala,“ segir í greiningunni. Miklu skipti hvaða verð fáist fyrir bankana. „Ef gefinn er 10 prósenta afsláttur af eigin fé bankanna er það um 48,8 milljarðar króna, ríflega hálfur Landspítali.“ Bent er á að verð banka ráðist af undirliggjandi rekstri og verðkenni­ tölum annarra banka. „Ein ástæða fyrir því að verð banka liggur lægra en það eigið fé sem bundið er í honum er að arðsemi rekstrarins er lægri en sú arðsemiskrafa sem gerð er til rekstrarins.“ Bornar eru saman lykiltölur úr rekstri banka víðsvegar úr Evrópu, en þar er miðað við að gefinn sé 40 prósenta afsláttur af eigin fé banka. Í umhverfi þar sem svo mikill afsláttur sé gefinn virðist tæplega rétti tíminn til að selja íslensku bankana. „Hins vegar er nær ómögulegt að sjá fyrir verðþróun á mörkuðum og hvenær rétti tíminn sé kominn. Vel má rökstyðja að það sé varla verjandi að ríkið liggi með svo mikla fjármuni í bankakerfinu.“ Bæði myndu fjármunirnir nýtast annars staðar og svo fylgi banka­ rekstri áhætta. „Ekki ætti að þurfa að minna íslenska þjóð á banka­ hrunið.“ Í greiningunni er bent á að arð­ semi banka af kjarnarekstri sé sú sama hér og í Evrópu. Eftir hrun sé heldur ekki sama óvissa um gæði eigna þeirra hér. Þá sé íslenskum bönkum gert að vera með hærra hlutfall eigin fjár en gerist erlendis, líkt og titill skýrslunnar ber með sér. „Kennitölusamanburður bendir til að verð íslensku bankanna ætti að liggja á bilinu 80 til 90 prósent af innra virði eða eigin fé.“ olikr@frettabladid.is Bankarnir skili ríkinu 390 til 440 milljörðum Miðað við verð á bönkum í Evrópu er tæpast réttur tími til að selja hlut ríkisins í bönkunum. Í greiningu Capacent segir að verð hér ætti að miðast við 80 til 90 prósent af virði eigin fjár, í stað 60 prósenta ytra. Ómögulegt að spá í verðþróun. 487,7 milljarðar króna er virði eignarhlutar ríkisins af eigin fé stóru viðskiptabankanna. Sýningin Dansandi hestur er haldin í Peking í Kína þessa dagana. Þetta er fjöllistasýning með dansi og tónlist. Þátttakendur eru frá Spáni, Frakklandi og Norður-Ameríku og taka 40 hestar þátt. Fréttablaðið/EPa Viðskipti Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 9,7 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2016, samanborið við 26,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi á síðasta ári. Hagnaður þeirra dróst því saman um 64 prósent á milli ára. Einskiptisliðir sköpuðu veru­ legan hagnað á síðasta ári. Afkoma bankanna á fyrsta ársfjórðungi er viðunandi, segir í uppgjörum þeirra. Í uppgjöri Landsbankans segir meðal annars að uppgjörið lýsi nú reglu­ bundnum rekstri bankans, án veru­ legra áhrifa frá óreglulegum liðum. Hagnaður af reglulegri starfsemi dróst saman hjá Íslandsbanka og Arion banka og arðsemi eigin fjár dróst saman hjá öllum bönkunum. Eiginfjárhlutfall bankanna nam milli 27 og 31,2 prósentum í lok tímabilsins. Heildareignir Íslands­ banka og Landsbankans minnkuðu frá desemberlok 2015, en heildar­ eignir jukust hjá Arion banka. Aukinn launakostnaður í kjölfar kjarasamninga hafði áhrif á afkomu bankanna. Laun og launatengdur kostnaður hækkaði mest milli ára hjá Arion banka, eða um átján pró­ sent. Í uppgjöri Arion banka segir að rekstrarkostnaður bankans aukist ekki síst vegna áhrifa kjarasamninga en einnig vegna fjölgunar starfs­ fólks. – sg Helmingi minni hagnaður Hagnaður 2016 3,5 milljarðar króna 2,9 milljarðar króna 3,3 milljarðar króna Hagnaður 2015 5,4 milljarðar króna 14,9 milljarðar króna 6,4 milljarðar króna Arðsemi eigin fjár 6,9% 5,7% 5% Hagnaður af reglulegri starfsemi 3,6 milljarðar króna 2,6 milljarðar króna Eiginfjárhlutfall 29,70% 27% 31,20% Útlán til viðskiptavina 677,1 millj- arður króna 694 milljarðar króna 814,7 millj- arðar króna Heildareignir (breyting) 1.021 millj- arður króna 1.028,6 millj- arðar króna 1.106,7 millj- arðar króna Laun og launatengd gjöld 3,9 milljarðar (14% ) 4,1 milljarður (18% ) 3,8 milljarðar (1,4% ) ✿ Lykiltölur úr ársfjórðungsuppgjöri 64% minni hagnaður varð hjá viðskipabönkunum þremur.  Dansandi hestur í Kína 1 3 . m A í 2 0 1 6 F Ö s t U D A G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.