Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 39
Á hönnunarvikunni í Mílanó sem haldin var nýlega kvað við nýjan tón. Húsgagnahönnuðir líta nú æ meir til þess að hanna undir eigin nafni í stað þess að hanna fyrir húsgagnafyrirtæki eins og hefur tíðkast. Fylgja þeir þannig í fótspor tískuhönnuða sem margir hverjir eiga eigin tísku- línur. Frumkvöðlar í þessu eru þeir Tom Dixon og Lee Broom en þeir hafa lengi hannað húsgögn og muni í eigin nafni. Stefano Giovannoni, Sebastian Wrong og Matteo Thun voru meðal þeirra sem frumsýndu muni úr eigin línum á hönnunarvikunni. Giovanni sýndi til dæmis gyllta stóla í kanínulíki undir nýju merki sínu, Qeeboo. Hann hefur einnig fengið aðra hönnuði til liðs við sig, til dæmis Andrea Branzi, Marcel Wanders, Richard Hutten, Nika Zupanc og Front sem allir hanna fyrir Qeeboo. Hanna undir eigin merkjum Hvað borðar þú í morgun­ mat? Ég fæ mér oft chia- graut með möndlu- mjólk og berjum sem ég útbý kvöld- ið áður. Sem milli- mál fyrir hádegismat finnst mér dásamlegt að fá mér tvö soðin egg, ef ég er í stuði þá set ég dropa af truffluolíu og sjávarsalti á eggin. Svo fæ ég mér annaðhvort espresso með sítrónu heima eða gríp mér soja-cappuccino á Te og kaffi í Hamraborginni. Hver er uppskriftin að góðri helgi? Að vera með vinum og eða fjöl- skyldu í einhvers konar útivist. Þá uppi á fjöllum, á kajak eða í einhverjum hamagangi utan- dyra. Hvernig tónlist hlustar þú á? Í mér leynast margir tónlistar- karakterar og mætti segja að ég væri eins konar alæta á tónlist. Ég nota taktmikla raftónlist við hlaup og aðrar æfingar, stund- um dett ég í klassíska tónlist, djass og þá helst Ellu Fitzgerald þegar ég er í þannig stuði. Inn á milli get ég svo hækkað í græj- unum og spilað Jimi Hendrix eða annað eins fágað rokk. Ég er líka textasjúk og hlusta mikið á þá. Sumir vilja meina að ég sé óþolandi því ég kunni alla texta, ég kannast nú ekki við það að öllu leyti. Hver er uppáhaldsvefurinn þinn? Er ég óskaplega sjálfhverf að nefna minn eigin vef, rikka.is? Ok, þá ætla ég bara að vera það. Hvað ertu að lesa þessa dag­ ana? Bókin á náttborðinu mínu heit- ir Spámennirnir í Botnleysufirði en þetta er margverðlaunuð söguleg skáldsaga sem byggð er á atburðum í dansk-norska konungsveldinu á 18. öld og uppbyggingu kristinnar trúar í Grænlandi . Þess á milli hlusta ég mikið á hljóðbækur og hef klárað heilu bækurnar í fjallgöngum sem og við heimilisþrif. Hljóðbókunum hleð ég niður í gegnum Audible- appið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Já, þegar stórt er spurt er minna um svör. Ég er svolítið flókinn karakter býst ég við og breyt- ist því smekkurinn kannski eftir því. Eftir því sem ég eldist finnst mér líka skipta meira máli að maturinn fari vel í mig og ég lognist ekki út af eftir síðasta munnbitann. er eitthvað spennandi að ger­ ast hjá þér um helgina? Ja, það er ýmislegt í deiglunni. Á föstudaginn ætla ég að fara á frumsýningu leikritsins Sími látins manns í Tjarnarbíói. Um helgina er svo þríþrautarkeppni Þríkó hérna í Kópavogi, ætli ég kíki ekki á hana. Friðrika Hjördís geirs­ dóttir setti nýlega upp sína eigin Heimasíðu, rikka.is, auk þess sem Hún er dugleg á snap­ cHat. Lífsstíll Rikku Allt sem þú þar ... Skv. prentmiðlakönnun Gallup, janúar–mars 2016 íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,5% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,5% lesa Fréttablaðið 28,6% lesa Morgunblaðið F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 9F Ö S T U D a g U r 1 3 . m a í 2 0 1 6 F ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.