Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.05.2016, Blaðsíða 54
Það sem er kannski allra skemmti- legast er að sjá Þegar Það kemur inn handrit og umsókn að nýræktarstyrk og svo kemur verkið út og við fylgjumst með viðkom- andi höfundi blómstra. Miðstöð íslenskra bók-mennta tilkynnti í vikunni um úthlutun útgáfustyrkja 2016 sem og fyrri úthlutun ársins til þýðingarstyrkja. Verkin sem hljóta útgáfustyrk að þessu sinni sýna svo ekki verður um villst hversu fjöl- breytt og margþætt útgáfustarfsemi er á Íslandi í dag. Á meðal verkanna er að finna bækur um verslunarsögu, handverk, ljóðasöfn, hinsegin sögu og þannig mætti lengi telja. Þorgerður Agla Magnúsdóttir hjá Miðstöð íslenskra bókmennta segir starfsemi miðstöðvarinnar vera margþætta en að eitt það ánægjulegasta við starfið sé óneitanlega þau jákvæðu áhrif sem miðstöðin hefur á fjölbreytni í íslenskri bókaútgáfu. Margþætt starf „Miðstöðin útdeilir styrkjum til útgef- enda á Íslandi til útgáfu íslenskra rit- verka og þýðingar. Þetta eru styrkir sem útgefendur, bæði stórir og smáir, sækja um en ekki höfundarnir enda mikilvægt að styðja við bakið á metn- aðarfullri útgáfustarfsemi. En svo frá 2008 hafa einnig verið veittir svokall- aðir nýræktarstyrkir en það eru styrk- ir til nýrra höfunda og handrita nýrra verka. Það er alltaf mjög skemmtilegt og við munum veita þá styrki núna í lok mánaðarins en við erum að fara yfir umsóknirnar núna. Miðstöð íslenskra bókmennta veit- ir einnig styrki til þýðinga og kynn- inga á verkum á íslenskum verkum á erlendum tungumálum og það eru erlendir útgefendur íslenskra verka sem sækja um það. Að auki veitum við svo kynningar- og ferðastyrki til höf- unda sem eru að kynna verk sín utan landsteinanna, kynningarþýðinga- styrki þar sem stakir kaflar íslenskra verka eru þýddir til kynningar og loks dvalarstyrki þýðenda sem koma hing- að og vinna að þýðingum íslenskra bókmennta. Þannig að þetta er í raun mjög viðamikið starf.“ Fátæklegri bókmenning Þorgerður Agla segir að það væri hætt við því að margt af þeim verkum sem miðstöðin styrkir næði aldrei alla leið í útgáfu án styrkjanna. „Þó að styrkirn- ir nái kannski upp í einhverja tugi pró- senta vonandi, t.d. þegar við horfum á útgáfustyrkina, þá eru verkin svo mismunandi að stærð og umfangi að án styrkjanna er hætt við að áhættan af útgáfunni yrði einfaldlega of mikil. Það er auðvitað alltaf verið að berjast fyrir því að styrkirnir séu stærri til þess að það sé hægt fyrir útgefendur að leggja í veigameiri verk. Við stöndum einnig ásamt Bókmenntaborginni að lestarkeppninni Allir lesa. Í raun eru verðlaunin þar alveg stórkostleg en þau eru einfaldlega að vera dug- legastur og bestur í að lesa. Það gæti nú ekki verið betra. Við finnum mikið fyrir árangri í okkar starfi með því að það munar greinilega mjög mikið um útgáfu- styrkina. Þeir skipta útgefendur greinilega miklu máli og eins hefur aukist að útgefendur tala um þýðing- arstyrkina sem úrslitaatriði varðandi það hvort ráðist er í útgáfuna eða ekki. Án þessara styrkja er hætt við að það væru mun færri þýðingar sem kæmu út og bókmenning væri fátæklegri á landinu. Nýliðun og lestur Það er mjög gaman að sjá afrakstur þess sem við komum að. Við erum með tvo ráðgjafa sem ráðnir eru til árs í senn á hverju ári og þeir meta umsóknirnar og gera tillögur að styrkjunum. Það sem er kannski allra skemmtilegast er að sjá þegar það kemur inn handrit og umsókn að nýræktarstyrk og svo kemur verkið út og við fylgjumst með viðkomandi höfundi blómstra. Fjölmiðlar hafa veitt þessum nýju höfundum athygli og þar með fáum við inn nýjar raddir og aukum við flóruna. Það væri mun erfiðara og áhættusamara fyrir alla að gera þetta án styrkjanna og auðvitað skiptir máli fyrir þessa nýju höfunda að fá viðurkenningu fyrir sín verk.“ Gaman að sjá nýja höfunda blómstra Í vikunni tilkynnti miðstöð íslenskra bókmennta um úthlutun styrkja sem stuðla bæði að blómlegri bókmenningu og kynningu á íslenskum bókmenntum. Þorgerður Agla Magnúsdóttir hjá Miðstöð íslenskra bókmennta segir sérstaklega gaman að fylgjast með þeirri nýliðun sem miðstöðin eigi þátt í að stuðla að. FréttAblAðið/DANíel Dans Persóna HHHHH íslenski dansflokkurinn Danshöfundar: Hannes Þór Egilsson, Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Einar Aas Nikke- rud, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir Frumsamin tónlist: Valdimar Jóhannsson búningahönnuðir: Elsa Blöndal og Þyri Huld Árnadóttir Íslenski dansflokkurinn sýnir nú tvö ný verk á Nýja sviði Borgarleik- hússins undir samheitinu Persóna. Annað er verkið Neon eftir Hannes Þór Egilsson, en hitt verkið What a feeling eftir Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur. Upp- færslurnar eru frekar smáar í sniðum og er tilgangurinn með því góður, þ.e. að gefa færi á tilraunastarfsemi og minni uppfærslum þar sem lögð er áhersla á innihald en ekki umbúnað. Þessu fagna ég og er einmitt þeirrar skoðunar að það þurfi fleiri tækifæri innan íslenska dansheimsins til að kanna nýjar víddir. Efnistök fyrra verksins, Neon, eru ansi kunnugleg og líkist það afar mörgun verkum sem Íslenski dans- flokkurinn hefur borið á borð. Þar hefur myndast viss hreyfiorðaforði meðal dansaranna sem flokkurinn virðist ekki geta hrist af sér. Fyrir þá sem sækja danssýningar oft er þetta orðið ansi leiðigjörn form- úla sem gripið er til aftur og aftur. Það er ekkert nýtt né spennandi við verkið, hvorki hugmyndina né útfærsluna. Upplifunin er sú sama í hvert skipti sem ég geng út af slíkri sýningu með flokknum. Ég velti því fyrir mér af hverju verið sé að sýna mér sama verkið trekk í trekk. Eina takmarkið virðist vera að setja spor á svið – framleiða dans án þess að segja nýja sögu. Ekki er þó við dansarana að sakast sem flytja verkið fallega og af mikl- um krafti. Hannes sjálfur er mjög fær dansari með mjög sérstakar áherslur sem nýttust ekki vel í þessu verki. Verkið virkar á mig eins og æfing fyrir eitthvað sem á kannski eftir að koma og gæti verið eitt lag í því. Seinna verkið, What a feeling, er með öðruvísi sniði þar sem hver dansari er að vinna út frá persónu- legri lífsreynslu, skoðun eða hug- mynd. Það er skemmtileg og frum- leg hugsun tengd við verkið, en því miður nær það ekki flugi. Kannski líður það fyrir að ekki var lögð meiri rækt við hugmyndina því nægir hæfileikar eru fyrir hendi ef því væri að skipta. Verkið byggist í stuttu máli á því að inn gengur dansari, segir sögu af þeim dansi sem hann ætlar að dansa, dansar hann og fer út. Inn gengur næsti og svona gengur þetta þar til sex dansarar hafa lokið sér af. Formið er endurtekningagjarnt þar til maður er beinlínis farinn að telja niður hversu margir eru eftir. Þarna mætti vissulega bæta formið. Þetta verk styðst ekki við neitt þema, þar sem allir dansarar kæmu inn og fjölluðu um svipaða hluti né heldur getur maður tengt þessi atriði saman. Viðfangsefnið virðist vera gjörsamlega handahófskennt og skilur áhorfandann eftir ruglaðan og syfjaðan. Sumir áttu þó góða spretti, og má þar nefna Einar Aas, sem tók mjög skemmtilegan orðarugling fyrir sem skildi eftir hlátur í huganum og lyfti verkinu. Gaman hefði verið að sjá meira af slíkum snjöllum frumleika en það er einmitt til þess sem fólk sækir í leikhús að upplifa nýja sýn eða láta snerta við sér. Aðalheiður náði mér með einlægni og magnaðri sögu sinni, en hún virðist hafa náð að kafa dýpra í sjálfa sig en margir aðrir dansarar þessa verks. Hún var bæði hjartnæm, opin og svolítið fyndin. Kara Hergils Valdimarsdóttir niðurstaða: Frekar klisjukennt og of kunnuglegt. Of lítið lagt í úrvinnslu efnis. Sækið samt áfram á brattann. Einsleit persóna Úr verkinu Neon eftir Hannes Þór egilsson. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 3 . m a í 2 0 1 6 F Ö s t u D a G u r34 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.