Fréttablaðið - 14.03.2016, Side 1

Fréttablaðið - 14.03.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —6 2 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 4 . M a r s 2 0 1 6 FYriR hEimIlið oG bústAðiNnNEtið hJá n0vA 4G box 11.990 kr. stgr. Verð miðað við 6 mán. þjónustusamning í áskrift í 50 GB eða stærri pakka. heilbrigðisMál Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og ger- ist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upp- lifað einelti eða áreitni frá vinnufé- lögum sínum um borð. Þetta er meðal niðurstaðna Sal- óme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverk- efni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Salóme telur að niðurstöðurnar gefi vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða að á landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt verri en þeirra sem höfðu ekki orðið fyrir einelti. Salóme setur þessar tölur í sam- hengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnu- stað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar hafi verið lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4%. – shá / sjá síðu 10 Einelti meðal íslenskra sjómanna afar algengt Rannsókn bendir til að einelti sé miklu algengara á meðal sjómanna en í öðrum starfsstéttum. Um 40 prósent sjómanna í nýrri rannsókn höfðu upplifað einelti. Fréttablaðið í dag lÍfið Orrifinn stóð fyrir skugga- legum gjörn- ingi á Hönnun- arMars. 24-26 skoðun Formaður Bænda- samtakanna segir ótrúlegt að Alþýðusambandið beini spjótum sínum að bændum og bendir á verslunina. 12 sport Stelpurnar okkar unnu loks leik í undankeppni EM. 14 tÍMaMót Hjóla milli landa fyrir krabbameinssjúk börn. 17 plús 2 sérblöð l fólk l fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 stjórnMál Tveir af fimm sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Næst flestir nefna Ólöfu Nordal. AAthygli vekur að einungis þriðj- ungur aðspurðra tók afstöðu til spurn- ingarinnar. „Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra en aðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórs- son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. jhh / sjá síðu 4 Flestir segjast treysta Bjarna Vetraríþróttaiðkun á Tjörninni Gleðin var við völd hjá stúlkum úr fjórða bekk í Menntaskólanum í Reykjavík þegar þær nýttu kuldatíðina til hins ýtrasta og spiluðu fótbolta á frosinni Tjörninni í íþróttatíma gærdagsins. Íþróttahús skólans er gamalt og lítið og stundum í gamni nefnt „þrælakistan“ af nemendum. Þeir fagna því útivistinni. Fréttablaðið/Vilhelm „Rafmagnið fór af húsinu og við íbúarnir fórum að kanna málið,“ segir Hermína J. Lilliendahl, íbúi við Krummahóla 10. „Þá kom í ljós að það kom mikill reykur úr íbúð á fimmtu hæð.“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og leituðu íbúar skjóls í bílskúr. Að sögn Hermínu var íbúðin sem eldurinn kom upp í mannlaus og engan sakaði. Fréttablaðið/ernir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.