Fréttablaðið - 14.03.2016, Qupperneq 13
advania.is/fermingar
Fáðu útrás fyrir litagleðina
Urbanears Plaan - ýmsir litir
Verð: 9.590 kr.
Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri
Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Fermingarpakkar
slá í gegnsem
Léur og flour
Canvas leður bakpoki
Verð: 12.990 kr.
Sveigjanleg far- og spjaldtölva
Dell Inspiron 7359 - i5 Skylake
Verð: 189.990 kr.
Frábær hljómur
Jabra Move þráðlaus
Verð: 18.990 kr.
Lé og falleg fartölva
Dell Inspiron 5559 - Touch i5 Skylake
Verð: 149.990 kr.
Hagkvæm fartölva
Dell Inspiron 3551
Verð: 69.990 kr.
Það að vera kapítalisti á Íslandi er þægileg inni-vinna. Þetta er oft hálfgerð áskrift að skyldu-útgjöldum almennings, nokkurs
konar tíund, sem tekin er af þeim
fátæku og látin renna til þeirra ríku.
Dagur kapítalistans íslenska líður við
ánægjulegar samverustundir með
svonefndum samkeppnisaðilum, þar
sem af eindrægni og samhug eru lögð
á ráðin um komandi hækkanir, milli
þess sem samdar eru nýjar kennitölur
og hugsuð upp ný og fyndin nöfn á
eignarhaldsfélög.
Æfing í ósvífni
Tilraunir hluthafa til að komast yfir
bótasjóði tryggingarfélaganna nú á dög-
unum, í kjölfar hækkana vegna „bágrar
stöðu félaganna“, voru nokkurs konar
æfing í ósvífni, tilraun um það hversu
langt má ganga án þess að ofbjóða sein-
þreyttum íslenskum neytendum.
Tilraunin leiddi í ljós að það eru tak-
mörk fyrir því hvað hægt er að bjóða
almenningi upp á fráleita eignaupptöku.
Hún varð líka til þess að rifja upp fyrir
okkur hversu gallað fyrirkomulag er á
starfsemi tryggingarfélaga hér á landi,
og hversu brýnt er að koma á fót félags-
legum rekstri kringum þessi nauðsyn-
legu útgjöld, þar sem önnur sjónarmið
ríktu en þau að skapa hluthöfum sem
mestan arð. Þetta minnti okkur á það
hversu langt hefur verið gengið hér á
landi í þá átt að eftirláta markaðsöfl-
unum alls konar rekstur þar sem sam-
félagsleg vitund þyrfti að ríkja – og sið-
ferðissjónarmiðum ætti að gera hátt
undir höfði. Í rauninni er ámóta visku-
legt að reka tryggingarfélög með gróða-
sjónarmið eigenda að leiðarljósi og að
afhenda einkaaðilum ríkissjóð.
Þær eru eflaust ýmsar skýringarnar á
því hversu náðuga daga íslenskir kapít-
alistar eiga. Ein þeirra kann að vera sú
að samtök launafólks náðu hér ekki jafn
miklum pólitískum styrk og í nágranna-
löndum okkar, þar sem meira ber á sam-
félagslegri meðvitund fólks, sem lýsir sér
til dæmis í því að ekki er fyrst og fremst
litið á leigjendur húsnæðis sem bráð,
eins og alsiða er hér á landi.
„Upp með dalina …“
Það segir sína sögu að nú þegar Alþýðu-
sambandið og Alþýðuflokkurinn eiga
hundrað ára afmæli skuli hinn pólitíski
flokkur launafólks ekki vera lengur
starfandi, nema að nafninu til. Og stað-
an orðin þannig á þeim flokki sem átti
að sameina jafnaðarmenn hér á landi,
Samfylkingunni, að hann verður æ
meira Sérfylkingin; íslenskir kjósendur
búnir að breyta henni í gamla Alþýðu-
flokkinn en allt jafnaðarmannafylgið
komið á flokk sem fyrst og fremst snýst
um andúð á hvers kyns valdi og forsjá;
og er þar togast á um hvort sé hægri
anarkistaflokkur, að hætti Friedman-
feðga, eða vinstri anarkistaflokkur í
anda Bakúníns.
Upp til hópa segjast Íslendingar vera
jafnaðarmenn en sárafáir telja sig krata.
Þarna er gerður einhver greinarmunur
sem erfitt er að henda reiður á; „krati“ er
raunar ekki annað en stytting á „sósíal-
demókrata“, alþjóðlegu orði þessarar
hreyfingar, og vísar í lýðræðishugsjón-
ina, sem aðskildi einmitt jafnaðarmenn
frá kommúnistum, sem aðhyllast alræði.
En það er eins og orðið þýði eitthvað allt
annað í huga margra; kannski vegna
þess spillingarorðs sem lá á Alþýðu-
flokknum þegar hann var með Sjálf-
stæðisflokknum í Viðreisnarstjórninni.
Næstum eins og orðið „krati“ merki
„veifiskati“ eða eitthvað þess háttar.
Jón Trausti lét persónu í sögu eftir sig
lýsa jafnaðarstefnunni með orðunum
„Upp með dalina! Niður með fjöllin!“
sem kann að lýsa nokkuð vel þeim
þankagangi að jöfnuður jafngildi alls-
herjar flatneskju. Þó er það svo að fátt
þykir fyndnara hér á landi en hofmóður
í krafti auðs og valda, og eru enn sagðar
gamansögur af útrásarvíkingunum
þegar þeir fóru að reyna að halda sig
sem enska lorda í marga ættliði. Íslensk
jafnaðarstefna er um leið mikil einstak-
lingshyggja, þar sem lögð er áhersla á
athafnarými hvers og eins, hvort sem
viðkomandi vill fá að stofna fyrirtæki,
reisa hús sem öllum finnst ljótt eða gefa
út lélega plötu. Hér er rík tilfinning fyrir
því að sérhver manneskja skapi sig sjálf
og megi gera ýmsar misvel útfærðar til-
raunir á þeirri vegferð.
Við lítum almennt á okkur sem fjöll
fremur en dali. Það er ágætt. En við
þurfum samt hvert á öðru að halda.
Alþýðusambandið er vitnisburður um
það hverju samtök launafólks fá áorkað,
þegar samtakamættinum er beitt – þau
margvíslegu réttindi sem við höfum
fengið, þrátt fyrir allt. Fyrir öllum þess-
um réttindum hefur þurft að berjast
og jafnvel berjast lengi – allt frá Vöku-
lögunum á sinni tíð. Verkefni dagsins
snúast ekki síst um að koma böndum á
starfsemi yfirþjóðlegra fyrirtækja sem
stunda starfsmannaleigu og búa fólki
sínu stundum þannig aðstæður, að ekki
verður kallað annað en þrælahald. Við
vitum að hægri flokkarnir telja alla laga-
setningu um slík mál vera „íþyngjandi“
en óneitanlega myndi maður vilja óska
þess að hinn pólitíski armur alþýðusam-
takanna væri öflugri.
Alþýðusambandið hundrað ára
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Í dag
Tilraunir
hluthafa til að
komast yfir
bótasjóði
tryggingar-
félaganna nú
á dögunum, í
kjölfar
hækkana
vegna „bágrar
stöðu félag-
anna“, voru
nokkurs
konar æfing í
ósvífni.
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 1 4 . M a R s 2 0 1 6