Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Berglindar Pétursdóttur Bakþankar Við göngum hreint til verks og í áratugi höfum við lagt áherslu á hreina framleiðslu- tækni. 90% af okkar pappír kemur úr nytjaskógum. Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 H E I L S U R Ú M ALLAR AÐRAR DROTTNINGAR Í QUEEN SIZE (153X203 cm) MEÐ 20% AFSLÆTTI A R G H !!! 1 40 31 6 #3 30% AFSLÁTTUR! Drottning vikunnar ROYAL AVIANA Verð áður 164.400 kr. VERÐ NÚ 115.080 kr. (Queen Size 153x203 cm) Allir eru að bjóða sig fram til forseta nema ég, en ég er reyndar of ung til að bjóða mig fram. Af hverju þarf maður að vera svona gamall til að fara í framboð? Væri ekki frískandi að fá eina 26 ára með háskólapróf í dansi í forsetaembættið? Ég gæti haldið ógleymanlegar veislur á Bessastöðum. Ég keypti nýlega skrautborða sem á stendur ’Party with my Bitches‘ í partíbúð og hef notað hann óspart í hinum ýmsu teitum. Hann myndi sannarlega koma sér vel þegar ég væri búin að negla fálkaorður og bókmennta- verðlaun í broddborgara héðan og þaðan. Þá gæti ég sko hrist tappann úr einni Bollinger og sýnt ráðamönnum og -konum erlendra þjóða að forseti Íslands er ógeðs- lega hress og kátur. Þetta er náttúrulega bara bull. Ég ætla ekki að bjóða mig fram fyrr en í fyrsta lagi um sextugt. Kona verður að enda ferilinn á forseta- embættinu. Hvað ætti ég til dæmis að fara að gera eftir fyrsta kjör- tímabilið þegar allir væru búnir að átta sig á að ég kann ekkert að vera forseti og einhver heilsteyptur, vel menntaður einstaklingur tæki minn stað? Færi ég aftur í aug- lýsingabransann? Væri það ekki óþægilegt fyrir vinnufélaga mína að vita til þess að ég væri búin að fara á fundi með Trump Banda- ríkjaforseta og sæti núna á fundi með þeim í Skeifunni? Eða væri þeim alveg sama? Ég þyrfti að spyrja þau. Ég ætla að láta þetta eiga sig í bili, njóta þess að fylgjast með kosningabaráttu hinna og fullnýta kosningarétt minn. Ég er löngu búin að ákveða hvern ég ætla að kjósa. Einu sinni fór ég nefnilega í Góða hirðinn og sá Sturlu Jónsson, vörubílstjóra og forsetafram- bjóðanda. Hann var að kaupa sér möppu. Ég vil forseta sem kaupir möppur í Góða hirðinum. Kjósið mig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.