Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. febrúar 2014 | SKOÐUN | 13
Valkostir Íslands í gjald-
eyrismálum eru tveir: Búa
við íslenska krónu, studda
gjaldeyrishöftum af ein-
hverju tagi um fyrirsjáan-
lega framtíð, eða stefna að
upptöku evru með aðild að
Evrópusambandinu. Þetta
staðfestir umræða síðustu
ára og ítarlegar skýrslur,
m.a. Seðlabanka Íslands.
Aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu er að auki
líflína atvinnulífsins til
mikilvægustu útflutnings-
markaða landsins.
Ábyrgðarlaust er að útiloka
annan þessara valkosta, mögulega
til næstu áratuga, með því að slíta
aðildarviðræðum við ESB. Engin
áætlun liggur fyrir um hvernig
þjóðin ætlar að búa við haftak-
rónuna. Engin áætlun um uppgjör
búa föllnu bankanna hefur verið
kynnt. Hluti EES-samningsins er
í uppnámi og engin lausn í sjón-
máli á þeim vanda. Engin greining
hefur farið fram á því hvernig við
gætum haldið aðild að innri mark-
aði Evrópu ef við brjótum kerfis-
bundið gegn ákvæðum samning-
ins. Því hefur heldur ekki verið
svarað hvernig við getum
innleitt veigamikla þætti
á borð við samræmdar
aðgerðir til að tryggja
fjármálastöðugleika.
Ákvörðun um form-
leg viðræðuslit Íslands
og ESB er því miður ekki
hægt að afturkalla eftir
hentugleikum. Samþykki
allra aðildarþjóða þarf til
að hefja nýjar aðildarvið-
ræður við Ísland.
Ákvörðun um að hefja
aðildarviðræður gaf þjóð-
inni sjálfri valkost um framtíð
landsins en í þeirri ákvörðun að
hefja aðildarferlið fólst að þjóðin
fengi sjálf að eiga síðasta orðið um
aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að
samþykkja eða fella aðildarsamn-
ing skyldi tekin af þjóðinni sjálfri
í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á
bestu fáanlegu upplýsingum, eink-
um sjálfum aðildarsamningnum.
Þingsályktunartillagan sem nú
liggur fyrir sviptir þjóðina þeim
rétti að eiga sjálf síðasta orðið um
fyrirsjáanlega framtíð. Hún er
svipt valkosti sem er þýðingarmik-
ill um hvaða stefnu Ísland tekur.
Hluti stjórnarþingmanna hyggst í
reynd fella óséðan samning fyrir
hönd okkar allra. Og það án grein-
ingar á afleiðingunum, án skýrra
valkosta, án framtíðarsýnar fyrir
íslenskt samfélag og atvinnulíf.
Án þess einu sinni að standa við
skýrt loforð gagnvart eigin kjós-
endum um að leyfa þjóðinni þó að
taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörð-
un að slíta viðræðum að óloknum
samningi.
Hér er svo mikið í húfi að þjóðin
verður sjálf að fá að njóta vafans.
Við hjá Mentor höfum í
meira en tvo áratugi unnið
að þróun og rekstri upplýs-
ingakerfa, í upphafi einkum
með grunnskólum, en á síð-
ari árum einnig með leik-
skólum, sveitarfélögum og
íþróttafélögum. Segja má
að Mentor vinni að sam-
þættingu tækni og mennt-
unar í sinni víðustu mynd
og býður Mentor upp á
heildstætt upplýsinga- og
námskerfi fyrir alla sem
starfa með börnum í skól-
um og tómstundastarfi.
En þótt styrkur Mentors hafi
í upphafi legið í sterkum heima-
markaði á Íslandi hefur áhersla
síðari ára verið á vöxt utan land-
steinanna. Mentor er nú með
starfsstöðvar í fjórum löndum
erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi,
Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur
þannig markað sér vaxtarstefnu
sem fólgin er í að nýta spennandi
tækifæri erlendis á ört vaxandi
markaði með kerfi sem þróað er
á Íslandi í samvinnu við starfs-
stöðvar fyrirtækisins í Evrópu.
Mentor hefur frá upphafi skil-
greint sig sem nýsköpunar-
fyrirtæki sem hefur lagt kapp á
að vera í fremstu röð á sínu sviði
í Evrópu. Aukin umsvif Men-
tors utan landsteinanna byggjast
bæði á íslensku hugviti og framúr-
skarandi starfsmönnum í erlend-
um starfstöðvum. Mentor hefur
átt því láni að fagna að hreppa
ýmsar ánægjulegar viðurkenn-
ingar á undanförnum árum jafnt
innanlands sem erlendis. En sam-
keppnin er vitaskuld hörð og því
skiptir gríðarlegu máli að hugvits-
fyrirtæki eins og Mentor búi við
rekstrar umhverfi á heimaslóðum
sem er samkeppnishæft við það
sem keppinautum býðst í Evrópu.
Lágmarkskrafa
Við hjá Mentor höfum ekki farið
varhluta af þeim gífurlegu sveifl-
um sem orðið hafa á rekstrar-
umhverfi íslenskra fyrirtækja
á undanförnum árum. Þar hafa
gjaldmiðlahremmingar, háir vext-
ir, óvissa í fjárfestinga umhverfi
og gjaldeyrishöft reynst ansi
þung í skauti.
Í því ljósi höfum við eindregið
stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins
að fara fram á að íslensk stjórnvöld
kanni til hlítar hvort önnur skipan
mála hvað varðar gjaldmiðilinn,
vaxtastigið og umgjörð peninga-
málastefnu gæti náðst fram með
inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera
lágmarkskrafa atvinnulífsins að
stjórnvöld taki sér góðan tíma í að
rýna í þá valkosti sem í boði eru og
útiloka ekki neitt fyrir fram.
Því verður ekki trúað að óreyndu
að íslensk stjórnvöld muni ganga
gegn þeim stóra hópi íslenskra
iðnfyrirtækja sem vill að kannað
verði til hlítar hvort samkeppnis-
hæfni þeirra sé betur tryggð innan
ESB ellegar utan. Skýrsla Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands
tekur ekki af nein tvímæli þar um
og gefur ekkert tilefni til skjótra
ákvarðana sem skaða kunna hags-
muni íslensks atvinnulífs til fram-
búðar. Skýrslan kallar í raun miklu
fremur á að aðildarviðræður hefj-
ist að nýju og að niðurstöður verði
brotnar til mergjar þá fyrst þegar
viðræðum er lokið og samnings-
niðurstaða liggur fyrir.
Stöðug rekstrarskil-
yrði og samkeppnis-
hæfni í Evrópu
Leyfum þjóðinni að njóta vafans
EVRÓPUMÁL
Arnar
Guðmundsson
f.h. Félags
frjálslyndra
jafnaðarmanna
➜ Þingsályktunartillagan
sem nú liggur fyrir sviptir
þjóðina þeim rétti að eiga
sjálf síðasta orðið um
fyrirsjáanlega framtíð. Hún
er svipt valkosti sem er
þýðingarmikill um hvaða
stefnu Ísland tekur. Hluti
stjórnarþingmanna hyggst í
reynd fella óséðan samning
fyrir hönd okkar allra.
➜ Skýrsla Hagfræði-
stofnunar Háskóla
Íslands tekur ekki
af nein tvímæli þar
um og gefur ekkert
tilefni til skjótra
ákvarðana sem skaða
kunna hagsmuni ís-
lensks atvinnulífs til
frambúðar.
Save the Children á Íslandi
EVRÓPUMÁL
Vilborg
Einarsdóttir
framkvæmdastjóri
Mentors
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN
– VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
KERFISSTJÓRABRAUT
NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI!
Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá
fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan
skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana-
greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa.
Námið samanstendur af 3 námskeiðum:
- Tölvuviðgerðir
- Win 7/8 & Netvork+
- MCSA Netstjórnun
Gefinn er 10% afsláttur
af öllum pakkanum. þrjú
alþjóðleg próf innifalin:
„Microsoft Certified
Solutions Associate“
Guðni Thorarensen
Kerfisstjóri hjá Isavía
Helstu upplýsingar:
Lengd: 371 stundir
Verð: 564.000.-
Dagnám
Hefst: 11. mars 2014
Lýkur: 20. nóvember 2014
Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30
fös: 13.00 - 17.00
Kvöld- og helgarnám
Hefst: 10. mars 2014
Lýkur: 22. nóvember 2014
Dagar: mán & mið: 18 - 22
lau: 8.30 - 12.30
„Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta
starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf.
Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært
starf hjá Isavía.“
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
LAMPAÚRVAL
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Ryco LDL MD418A lampi
m. grind 4x18W T8 62x60x8 cm
með perum
-
38 vinnuljós mT
8W CLF peru3
5.290
Ryco lampi perummeð
hvítur spegill 2x36W
4 690.
Ryco LCL-M2 T8 lampi
2x36W 113 cm IP30
með perum
5.990 3.695
5.990
3.515
eð