Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 6
26. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu margir ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra? 2. Hver er nýr Íslandsmeistari í sjö- þraut? 3. Af hvaða íslensku hljómsveit heillast bílaunnendur í Bandaríkj- unum? SVÖR: Febrúar 2003 - Mikill stuðningur Í skoðanakönnun Sam- taka iðnaðarins (SI) og Capacent Gallup mældist stuðningur við aðildar- viðræður við ESB 64,2 prósent. Febrúar 2006 - Halldór spáir Íslandi í ESB Halldór Ásgrímsson, þá- verandi forsætisráðherra, spáði því í ræðu á Við- skiptaþingi að Ísland yrði orðið aðili að ESB árið 2015. Þá var stuðningur við aðild 50,4 prósent. Ágúst 2008 - Aukinn stuðningur 58 prósent hlynnt aðildarviðræðum í könnun rétt fyrir hrun. Í október vildu tæplega 70 prósent ganga í ESB. Febrúar 2009 - Mikill áhugi á ESB Með nýrri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og sérlega erfiðu efnahagsástandi jókst áhuginn á aðildar- viðræðum enn frekar. 64,2 prósent voru hlynnt viðræðum. Júlí 2009 - Ísland sækir um aðild Ríkisstjórnin ákvað að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráð- herra, telur að Ísland gæti orðið aðili að ESB innan tveggja til þriggja ára. Ágúst/september 2009 - Icesave snýr öllu á hvolf 61,5 prósent sögðust myndu greiða atkvæði gegn inngöngu í ESB. Sinnaskiptin voru rakin til harðnandi Icesave-deilu. Janúar 2012 - Stuðningur eykst Tæp 44 prósent voru fylgjandi því að draga umsóknina að ESB til baka en 43 prósent á móti. Nýjustu kannanir í ár segja 42 prósent lands- manna myndu kjósa með aðild. Ísland og stuðningur við aðildarviðræður við ESB - Tímalína Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir greinilega fylgni á milli Icesave-samningsins og áhuga Íslands á viðræðum við ESB. „Strax eftir hrun þá toppaði stuðningurinn en um leið og Icesave kom upp og deilurnar við Hollendinga og Breta voru í gangi þá dró úr honum,“ segir Baldur. „Mönnum fannst Evrópusam- bandið standa með þessum ríkjum og tala gegn hagsmunum Íslands. Ég held að margir hafi litið á það sem svo að við stæðum ein og sér og það kæmi okkur enginn til bjargar, ekki einu sinni Norður- landaþjóðirnar.“ Baldur segir róðurinn hafa orðið mjög þungan fyrir Evrópusinna eftir að Icesave kom upp. „Það var í rauninni ómögulegt að selja Evrópusambandsaðild í andrúmslofti Icesave og efnahagskrísunni í Evrópu.“ - fb FYLGNI Á MILLI ICESAVE OG ÁHUGA Á ESB 1. 100 þúsund. 2. Einar Daði Lárusson. 3. Kaleo. ALÞINGI Forsætisnefnd Alþing- is reyndi í gærkvöldi að ná sam- komulagi um breytingar á grein- argerð við þingsályktunartillögur ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu til baka. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar töldu því haldið fram í grein- argerðinni að nokkrir þingmenn hefðu ekki greitt atkvæði sam- kvæmt eigin sannfæringu þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Forseta þingsins, Einari K. Guð- finnssyni, var falið að koma óánægju stjórnarandstæðinga á framfæri við utanríkisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon sem sæti á forsætisnefnd segir að taki utanrík- isráðherra ekki mark á stjórarand- stöðunni séu þingstörf í uppnámi. Í greinargerðinni segir um sam- þykkt þingsályktunartillögu um aðildarumsóknina sumarið 2009: „Má jafnvel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meirihlutavilji fyrir málinu heldur hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnar- flokka við myndun ríkisstjórnar og atkvæðagreiðslan því tæplega lýs- andi fyrir afstöðu þingmanna.“ Það þykir stjórnarandstöðunni ásökun um að þingmenn VG sem greiddu atkvæði með tillögunni, hafi brotið 48. grein stjórnarskrár um að alþingismenn séu „eingöngu bundnir við sannfæringu sína“. Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, greiddi atkvæði með tillögunni á sínum tíma og var ómyrk í máli varðandi meint brigsl, enda væru flutningsmenn ekki hverjir sem er. „Heldur ríkisstjórn Íslands með fulltingi þingflokka beggja stjórn- arflokkanna. Það er býsna kröft- uglega kvittað undir þessa aðför og mér finnst það hljóta að vera umhugsunarefni fyrir þingið hvern- ig tekið er á því.“ Steingrímur J. Sigfússon, fyrr- verandi formaður VG, sagði að til- lagan væri „vitnisburður um það hversu lágt litlir kallar geta lagst í því að ata andstæðinga sína í stjórn- málum auri.“ Alls greiddu 33 þingmenn atkvæði með tillögunni, þar af átta þingmenn VG. Fimm VG-liðar voru á móti og einn sat hjá. Árni Þór Sigurðsson var í þeim hópi sem samþykkti tillöguna. Hann segir að orðalag eins og er í tillögu utanríkisráðherra sé for- dæmalaust í þingskjali. „Ég var algerlega sammála þessari máls- meðferð frá árinu 2009, að þetta væri svo stórt mál að úr því þyrfti að skera í þjóðaratkvæðagreiðslu og besta leiðin til þess væri að leggja niðurstöðu úr viðræðum fyrir þjóð- ina. [Að hafa kosið gegn eigin sann- færingu] á í engu tilfelli við mig og ég held að það sama gildi um alla þingmenn VG.“ thorgils@frettabladid.is Segja aðdróttanir í ESB-tillögunni Stjórnarandstaðan deildi harkalega á orðalag í greinargerð með þingsályktunartillögu um viðræðuslit þar sem hún segir þingmönnum VG brigslað um brot á stjórnarskrá, við afgreiðslu umsóknarinnar á sínum tíma. Forseti Alþingis kom óánægjunni á framfæri við ráðherra. MÓTMÆLI Hópur fólks mótmælti því á Austurvelli í gær, annan daginn í röð, að aðildarumsóknin að ESB verði dregin til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL „Ég veit að höftin eru hindrun. Og þá skulum við takast á við þær hindranir,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, á fundi í Valhöll í gær. Bjarni ítrekaði orð sín um að slíta eigi aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið, því báðir ríkisstjórn- arflokkarnir eru andvígir inn- göngu. Hann gaf lítið fyrir þær kenningar að ef aðildarviðræðum sé slitið, verði ekki hægt að ganga í Evrópusambandið næsta ára- tuginn. Alþingi ætti ekki að bíða eftir skýrslu Alþjóðamálastofnun- ar. Ríkisstjórnin hefði gert samn- ing við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem væri sannarlega hlut- laus stofnun. „Við skulum hafa það í huga hér að enginn getur haldið því fram með gildum rökum að það sé ómögulegt að sækja aftur um inngöngu,“ sagði Bjarni um það ef þær forsendur skapast að meiri- hluti verði fylgjandi aðild að Evr- ópusambandinu. - kak Formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekaði á fundi með flokkssystkinum að slíta bæri aðildarviðræðunum: Ekki ómögulegt að sækja aftur um aðild BJARNI BENEDIKTSSON Formaður Sjálf- stæðisflokksins ræddi Evrópumál við flokksfélaga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BALDUR ÞÓRHALLSSON VEISTU SVARIÐ? Hágæða flísalím og fúga Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Weber.tec 822 Rakakvoða 8 kg kr. 7.890 24 kg kr. 19.990 Weber.xerm. 850 BlueCom- fort C2TE kr. 2.790 Weber.xerm. BlueComfort 852 C2TE S1 kr. 3.990 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Látið fagmenn vinna verkin! Weber.xerm. BlueComfort CE /TE S1 Xtra Flex kr. 5.290 Weber.Fug 870 Fúga 1-6 mm CG1 5 kg kr. 1.690 Weber.Fug 880 Silicone EC.1. plus 310 ml. kr. 1.190 DEITERMANN TECHNOLOGY INSIDE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.