Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 40
26. febrúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 20 ÞAÐ sem svíður og spælir þessa dag- ana er vanmáttur lýðveldisins gagn- vart ríkisstjórninni. Mér líður eins og það hafi verið brotið svo illilega á mér að ég tárast. Samt kaus ég ekki þessa ríkisstjórn og hef raunar skammarlega lítið kynnt mér kosti og galla þess að ganga í Evrópusam- bandið. En mér líður eins og allt sé að fara úr böndunum og að svik séu jafnsjálfsögð og álegg á brauð. Og ég er svo leið yfir þessu að ég get ekki einu sinni skrifað um þetta. SVO nóg um það. Amma mín kom að máli við mig um dag- inn og spurði hvort ég ætlaði ekkert að láta þjóðina vita að kötturinn minn væri fundinn. Ég mundi þá eftir því að ég hafði skrifað um dularfulla kattarhvarfið síð- astliðið sumar. Ég veit ekki hvort þjóðin hefur beðið með öndina í hálsinum síðan þá, en sem sagt: Kisi er fundinn. OG heimilið er undirlagt í með- virkni. Þessum ágæta ketti er klappað og kembt viðstöðulaust fram á kvöld. Þegar hann tekur sér stöðu við svefn- herbergisdyrnar, mænir á heimilismenn og hugsar: „Er einhver til í að drullast upp í rúm svo ég geti lagt mig almenni- lega?“ hlýði ég bara. Svo ligg ég dágóða stund með opin augun og stari upp í loft, enda klukkan ekki orðin margt. Og kisi malar. Ýmislegt fer í gegnum huga minn, eins og til dæmis hvort ég gæti hugsanlega náð bókinni sem liggur á gólfinu, án þess að hreyfa við kisa, en þá dettur mér í hug að kannski vilji hann hafa ljósin slökkt. Auk þess er ég bara með aðra höndina lausa því kötturinn hefur vafið sig um hina. Svo ég ligg bara og stari. Þegar ég loksins sofna vaknar kisi og stekkur stystu leið úr rúminu – með viðkomu á maganum á mér. KISA finnst ekkert tiltökumál hvort aðildarviðræðum við ESB verði hald- ið til streitu, en ég er ansi hrædd um að hann myndi bara láta sig hverfa ef honum þætti vistin ekki góð heima. Svo ég stend við mitt. Það er kominn köttur í ból bjarnarBAKÞANKAR Halla Þórlaug Óskarsdóttir Leikkonan Jamie Lee Curtis er búin að landa hlutverki í nýju læknadrama á CBS. Í þáttunum mun hún leika Caroline, lækni sem á fullorðna fjórbura. Síðasta sjónvarpshlutverk Jamie var í þáttunum New Girl þar sem hún lék móður leikkon- unnar Zooey Deschanel. Jamie er hvað þekktust fyrir að leika í kvikmyndum á borð við Halloween, True Lies og A Fish Called Wanda. - lkg Aft ur í sjónvarpið SJÓNVARPSSTJARNA Jamie leikur í nýju læknadrama. LÍFIÐ Spáð í Óskarskjólana Óskarsverðlaunin verða afh ent á sunnudagskvöldið vestanhafs. Margir bíða í ofvæni eft ir því að sjá hverjir sigurvegararnir verða á hátíðinni en það er ekki síður spennandi að sjá í hverju stærstu stjörnurnar verða á rauða dreglinum. Hér spá nokkrir tísku- spekúlantar í spilin fyrir stóra kvöldið. CATE BLANCHETT GIAMBATTISTA VALLI VOR 2014 „Cate stígur ekki feilspor, hvorki á dreglinum né sjkánum,“ segir stjörnu- stílistinn Anita Patrickson. JENNIFER LAWRENCE DIOR COUTURE VOR 2014 „Auðvitað verður hún í Dior en spurningin er bara í hverju frá Dior? Hún var í prinsessukjól í fyrra þannig að þessi er ferskari og nútímalegri,“ segir Catherine Kallon. LUPITA NYONG‘O ELIE SAAB COUTURE VOR 2014 „Mig langar að sjá hana í þessum fallega blómakjól. ég held að þetta lúkk sé ekki of mikið fyrir hana,“ segir Catherine Kallon. JULIA ROBERTS ZUHAIR MURAD COUT- URE VOR 2014 „Hún er hin fulkomna kvikmyndastjarna og mér finnst hún vera fallegasta konan á jörðinni. Hún þarf ekki stóra, áberandi kjóla. Bara einfalt, fágað og klass- ískt,“ segir Anita Patrickson. MERYL STREEP BADGLEY MISCHKA HAUST 2014 „Meryl Streep er búin að vera mikið í Stellu McCartney uppá síðkastið en ég held að hún muni bjóða upp á einfalt og klassískt lúkk á Óskarnum,“ segir Catherine Kallon. RIDE ALONG 6, 8, 10:10 ROBOCOP 8, 10:25 LEGO - ÍSL TAL 3D 5:50 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8, 10:25      T.V. - Bíóvefurinn.is ÁLFABAKKA                                                                       !" ##      AKUREYRI       %                           #         &  % EGILSHÖLL KRINGLUNNI   %    '  %     $ (     $ ) )       %                                               * + ,  KEFLAVÍK HOLLYWOOD REPORTER  - "#,+  +- GDÓ - MBL   AFTENBLADET  EXPRESSEN  RIDE ALONG RIDE ALONG LÚXUS LEGO ÍSL. TA L 2D LEGO ÍSL. TA L 3D ROBOCOP HER SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D SECRET LIFE OF WALTER MITTY THE HOBBIT 3D 48R NEBRASKA (ÓTEXTUÐ) RIDE ALONG NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP INSIDE LLEWYN DAVIS AUGUST: OSAGE COUNTY THE BOOK THIEF KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.30 - 8 - 10.35 KL. 10.30 KL. 3.30 KL. 8 KL. 8 Miðasala á: og KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 8 - 10.15 KL. 8 - 10.30 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 KL. 5.30 KL. 5.25 NÁNAR Á MIÐI.IS RIDE ALONG NYMPHOMANIAC PART 1 ROBOCOP KL. 6 - 8 - 10 KL. 10 KL. 6 - 8 VIDEODROME       SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is AMY ADAMS ZAC POSEN VOR 2014 „Þessi litur og hárið hennar eiga að vera saman,“ segir Ken Downing, innkaupastjóri hjá Neiman Marcus.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.