Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 48
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 Sektaður fyrir húfuna 2 Bjórþamb hefur fært Barnaspítal- anum tæplega tvær milljónir 3 Af hverju Malta er betri en Ísland 4 „Hann hótaði að drepa mig“ 5 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Sushi allan sólarhringinn! Mamma að koma í mark í Berlínarmara- þon inu, þvílík gleðistund! Berlín er ÆÐI! Karitas Björt Eiríksdóttir Söfnun á netinu Söfnun Hildar Lilliendahl fyrir utan- ferð sinni til Malmö á kvennaráð- stefnuna Nordiskt Forum í júní hefur borið tilætlaðan árangur. Hún er búin að bóka flugmiðann, en söfnunin fór fram með hópfjár- mögnun í gegnum síðuna Indiegogo. Í skiptum fyrir styrki bauð Hildur upp á að tagga fólk á Facebook, senda því hand- skrifað póst- kort frá Malmö, eða kaupa gjöf handa því ásamt handskrifuðu póstkorti. Fyrir þúsund evrur heimsækir Hildur bak- hjarla, lagar kaffi og bakar brauð. - ue Nýtt lag FM Belfast Hljómsveitin FM Belfast gaf í gær út nýtt lag. Lagið nefnist Everything og er annað lagið sem aðdáendur fá að heyra af næstu plötu sveitarinnar. „Platan er tilbúin og kemur út í apríl hjá Record Records. Við gefum hana svo sjálf út í Evrópu,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir, söngkona FM Belfast. Hún segir að plötunni verði fylgt eftir með gamaldags túr um Evr- ópu. „Við ferðumst þá í fyrsta skipti í alvöru rokkstjörnurútu,“ segir hún. Þrjú ár eru síðan síðasta plata FM Belfast kom út. Nýja platan hefur fengið nafnið Brighter Days og kemur hún út 22. apríl næst- komandi. Hægt er að nálgast lagið Everything á SoundCloud- síðu Record Records. - eb

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.