Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 30
 | 8 26. febrúar 2014 | miðvikudagur „Síðasta vika var spennandi og það var mikil ánægja með uppgjörið. Markaðurinn er greinilega ánægð- ur með vikuna því gengi bréfanna þýtur upp,“ segir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Actavis plc., móðurfélag Actav- is á Íslandi, tilkynnti í síðustu viku um besta ársuppgjör í sögu félags- ins, en tekjur þess árið 2013 jukust um 47 prósent á milli ára. Tveimur dögum áður var tilkynnt um kaup móðurfélagsins á bandaríska lyfja- fyrirtækinu Forest Laboratories fyrir 25 milljarða dala, sem svarar til rúmlega 2.830 milljarða króna. Edda tók við starfi forstjóra Act- avis á Íslandi haustið 2010. Saga fyrirtækisins nær aftur til árs- ins 1956 þegar heildsölufyrirtæk- ið Pharmaco var stofnað, en Guð- björg hefur starfað hjá fyrirtæk- inu og forverum þess í 34 ár. Hún var fyrst ráðin í starf lyfjakynnis en var síðar gerð að markaðsstjóra Deltu, dótturfélags Pharmaco. „Ég hef verið í stjórnunarstöð- um síðan og er búin að gegna um tíu mismunandi stöðum innan fyr- irtækisins. Þó ég hafi ekki beinlín- is skipt um vinnu þá er svo sem ekkert sem ég er að gera í dag líkt því sem ég gerði fyrir þrjá- tíu árum síðan,“ segir Guðbjörg. Þegar lyfjaverksmiðja Delta var opnuð í Hafnarfirði árið 1983 störfuðu þar um tuttugu manns. Í dag er Guðbjörg yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. „Við erum með árshátíð á laugar- daginn í Íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. Það er hvergi pláss fyrir árshátíðina í hefðbundnum veislu- sölum því þetta er þúsund manna samkoma.“ Edda er gift Eyjólfi Haraldssyni lækni og þau eiga tvo syni, Eggert og Harald Svein. „Við hjónin förum alltaf í nokkra veiðitúra á sumrin og stundum fara synir okkar tveir með. Einn- Hefur gegnt tíu stöðum hjá Actavis Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi frá árinu 2010, hefur starfað hjá fyrirtækinu og forverum þess í 34 ár. Hún er veiðimaður og golfari og tók í nóvember þátt í að stofna Wagner-vina félag á Kúbu. SVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is „Edda hefur verið í stjórn Auðar Capital frá 2007 og hún er frábær stjórnarmaður og alltaf vel undirbúin. Hún er ótrúlega fljót að greina á milli aðalatriða og aukaatriða í þeim málum sem koma upp og kemur með sína miklu reynslu að borðinu, því hún hefur gengið í gegnum miklar breytingar í sínu fyrirtæki. Okkur hefur fundist við gæfusöm að fá að njóta hand- leiðslu hennar. Edda er mjög mikið á ferðalagi og ég hef stundum sent henni tölvupóst seint um kvöld og fengið sjálfvirka tölvupóst svarið sem segir að hún sé á ferðalagi í Japan eða annars staðar langt í burtu með „lítinn aðgang að tölvupósti“, síðan fæ ég smástund síðar svar við erindinu.“ Tanya Zharov, lögfræðingur Virðingar. „Ég er búinn að vinna lengi með Eddu, en hún var minn næsti yfirmaður um töluverðan tíma. Það sem kannski einkennir Eddu er gríðarleg yfirsýn og hún býr að mikilli reynslu á sínu sviði og alveg ofboðslegu jafnaðargeði. Svo má segja að hún hafi alltaf verið mjög vinnusöm og hún hefur komið víða við. Edda átti gríðarlega stóran þátt í uppbyggingu Actavis á sínum tíma og er í þessum hópi sem var mjög framsýnn þegar verið var að byggja fyrirtækið upp. Ég hef líka notið þeirrar ánægju að veiða með Eddu og þar er hún í essinu sínu, hún nýtur sín vel í því umhverfi við árbakkann.“ Valur Ragnarsson, forstjóri Medis. Vinnusöm og alltaf vel undirbúin REYNSLUMIKIL Edda er yfirmaður á vinnustað með 720 starfsmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ig förum við oft í golf, enda búum við nánast á golfvelli,“ segir Edda þegar blaðamaður spyr um áhuga- mál. Þau Edda og Eyjólfur hafa einn- ig mikinn áhuga á tónlist og þá sér- staklega óperum. „Við höfum ferðast víða til að sækja slíka viðburði og fórum síðast í nóvember til Havana og tókum þátt í að stofna Wagner- vinafélag á Kúbu. Kúbumenn eiga myndarlegt þjóðleikhús og þar sáum við skemmtilega óperu- sýningu. Húsið er auðvitað ekkert á við Metro politan í New York en þetta var mjög gaman,“ segir Guð- björg og hlær. „Hægt að gera miklu betur með íslenska krónu heldur en okkur hefur auðnast að gera hér á undanförnum árum og áratugum. En það er að sama skapi líka ljóst að hún mun alltaf bera kostnað, áhættuálag á aðrar myntir. Svarið sem við þurfum að fá er hvort sá kostnaður er ásættanlegur á móti þeim fórnum sem þyrfti að færa til þess að ganga inn í Evrópusambandið til dæmis í málefnum sjávarútvegs.“ „ÞAÐ ER ALVEG SAMA HVAÐA PENINGAMÁLSTEFNU VIÐ HÖFUM HÉR UPPI, EF VINNUMARKAÐUR OG RÍKISFJÁRMÁLIN VINNA EKKI MEÐ HENNI ÞÁ ER HÚN DAUÐADÆMD.“ ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Það er ekkert til sem heitir sjálfstæður seðlabanki – stundum Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Viðtalið við Þorstein Víglunds- son er hægt að sjá í þætt- inum Klinkinu á www.visir.is. Þorsteinn Víglundsson er gestur Klinksins á Vísir.is í þessari viku. Þorsteinn er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök- in hafa gagnrýnt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir að bíða ekki eftir skýrslu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands um stöðu Evrópumála sem aðilar vinnumarkaðarins kölluðu eftir, áður en ákvörðun var tekin um að slíta viðræðum við ESB. Klinkið ræddi við Þorstein um stöðu viðræðnanna og fyrirhuguð slit á þeim, peningamálastefnuna og horfurnar fram undan. Þá ræddi Þorsteinn einnig ástandið í Seðlabanka Íslands og mikil- vægi sjálfstæðis bankans, ásamt öðru. „Það gleymist gjarnan í þessu tali um mikilvægi sjálfstæðrar myntar og sveigjanleika hennar – að sveigjanleiki hennar hefur yfirleitt verið nýttur til að takast á við heimatilbúinn vanda.“ „Ljóst að Evrópusam- bandsaðild og evruupptaka var peningamálastefna fyrri ríkisstjórnar, það er ekki peningamálastefna þessarar ríkisstjórnar, en það liggur ekki ljóst fyrir hver hún er, hvernig hún verði fram- kvæmd með krónu, hver kostnaður af sjálfstæðum gjaldmiðli muni verða fram á veginn og að það muni gera okkur kleift að stíga það skref sem er hvað mikil- vægast fyrir okkur sem er að aflétta höftum.“ „Sjálfstæður seðlabanki er mjög mikilvægur þáttur. Það felur það í sér að seðlabanki ekki aðeins má, heldur þarf að gagnrýna ríkis- stjórn ef hann telur stjórnina vera á rangri leið, sem ekki samrýmist meginmarkmiðum seðlabankans um verðlagsstöðugleika.“ „Það er mjög óheppilegt að hér sé forsætisráðherra að atyrða seðlabanka og ég tala nú ekki um í beinu framhaldi að ákveða að það sé ekki framlengd ráðning á seðlabankastjóra. Menn hljóta að horfa á þetta tvennt í samhengi og velta því fyrir sér, er þetta atlaga gegn sjálfstæði seðlabank- ans eða ekki. Það þarf þá æði sterk rök ríkisstjórnar- innar að svo er ekki.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.