Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 19
Opin keppni Oddi, Félag íslenskra teiknara (FÍT) og Listaháskóli Íslands (LHÍ) standa að opinni hönnunarsamkeppni fyrir matvælaumbúðir úr kartoni, bylgjupappír og/ eða mjúku plasti. Keppnin er framar öllu öðru hugmyndasamkeppni. Hún er opin öllum, án endurgjalds. Hvatning: Allir með! Starfsfólk hjá stórum sem smáum hönnunarfyrirtækjum eða –deildum og auglýsingastofum er sérstaklega hvatt til að senda inn tillögur, en þó jafnframt sjálfstætt starfandi hönnuðir og nemendur í faginu. Matvælaumbúðir Viðfangsefnið er matvælaumbúðir, hvort heldur fyrir óunnið hráefni eða fullunna vöru í föstu eða fljótandi formi. Matvara, sælgæti, drykkir – hvaðeina kemur til greina. Athugið að umbúðirnar mega ekki hafa verið framleiddar áður, en þær má hins vegar hanna utan um eldri vöru sem nú þegar er á markaði. Lögð verður áhersla á framleiðsluhæfi og notagildi umbúða, einnig efnisnotkun og umhverfisvænar lausnir. Öllum tillögum skal fylgja sýnishorn. Nánari upplýsingar Beiðni um keppnisgögn skal senda á keppni@oddi.is með upplýsingum um nöfn, netföng og símanúmer þátttakenda. Í því netfangi eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Á vefsvæði Odda er enn fremur að finna ítarleg gögn um keppnina (www.oddi.is). Hráefni í sýnishorn Oddi leggur öllum keppendum til pakka með úrvali hráefnis úr kartoni, bylgjupappír og mjúku plasti. Tillögur skulu miðast við það hráefni að hluta til eða í heild. Oddi veitir öllum keppendum ákveðna aðstoð við uppbyggingu sýnishorna. Lokaskil 17. mars Lokaskil á tillögum eru mánudaginn 17. mars. Úrslit í keppninni munu liggja fyrir í lok marsmánaðar og verða tilkynnt í tengslum við sýningu FÍT í Þjóðmenningarhúsinu á Hönnunarmars, 27.-30. mars 2014. Dómnefndin • Elísabet Ýr Sigurðardóttir, umbúðahönnuður hjá Odda • Hafsteinn Júlíusson, vöruhönnuður hjá HAF • Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar • Högni Valur Högnason, grafískur hönnuður hjá Íslensku og formaður Félags íslenskra teiknara (FÍT) • Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands • Sigurður Oddsson, grafískur hönnuður hjá J&L • Sindri Páll Sigurðsson, vöruhönnuður hjá Össuri Ágætis verðlaun • 100.000 kr. í peningum og 200.000 kr. prentinneign hjá Odda • 75.000 kr. í peningum og 100.000 kr. prentinneign hjá Odda • 50.000 kr. í peningum og 50.000 kr. prentinneign hjá Odda Að auki Aukaverðlaun, 100.000 kr. prentinneign hjá Odda, verða veitt þeirri tillögu sem sýnir fram á óvenjulega framsækna og ferska nálgun á notkun umbúða. Umbúðahönnun 2014 ÍS L E N S K A S IA .I S O D D 6 79 47 0 2/ 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.