Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 20
 | 6 26. febrúar 2014 | miðvikudagur „League of Legends, eða LoL eins og hann er oft kallaður, er langstærsti netleikurinn sem spilaður er í heiminum í dag, það er að segja PC-leikur,“ segir Aðalsteinn Óttarsson í samtali við Markaðinn. Aðalsteinn er „Senior Deve- lopement Director“ eða þróun- arstjóri hjá leikjafyrirtækinu Riot Games sem gefur út leik- inn. Um 27 milljónir spilara spila leikinn á degi hverjum og 67 milljónir á mánuði. Hjá fyrir- tækinu starfa yfir 1.400 manns á heimsvísu og yfir 800 eru starfandi í höfuðstöðvum þess í Santa Monica í Los Angeles í Bandaríkjunum. BYRJAÐI HJÁ OZ Aðalsteinn starfaði áður sem forritari og síðar við verkefna- og framleiðslustjórnun hjá ís- lenska leikjafyrirtækinu CCP sem allir þekkja. „Ég var það heppinn að vera ráðinn inn í fyr- irtækið OZ seint á tíunda ára- tugnum sem forritari. Þar hitti ég mikið af frábæru fólki sem síðar fór og stofnaði CCP og ég fór með. Ég var þar að forrita, en stuttu eftir að góður vinur minn slóst í hópinn, benti hann mér á það að ég væri ekkert sér- lega góður í því og fór að huga að verkefnastjórnun og innleið- ingu á aðferðafræðum,“ segir Aðalsteinn. Hann kynntist Riot games skömmu eftir að fyrirtækið gaf út LoL og var í sambandi við stjórnendur þess á ráðstefnum og öðrum viðburðum. Hann segir fyrirtækið keimlíkt CCP að því leytinu til, að leikurinn er gefinn út beint til spilaranna og notuð er svipuð aðferðafræði við að skila honum út til þeirra. STRÍÐ MILLI FYLKINGA Sögusvið League of Legends er heimurinn Runeterra þar sem hinar ýmsu fylkingar háðu hat- römm stríð sín á milli. Eftir því sem eyðilegging og ókyrrð vegna þessara stríða jókst í Runeterra varð ljóst að nýja lausn þurfti til þess að útkljá valdabarátt- una. Galdramenn einnar fylk- ingarinnar bjuggu því til Rétt- lætisvöllinn, þar sem stríð eru háð án þess að stofna almennum borgurum í hættu. Helstu stríðs- menn hverrar fylkingar byrjuðu að keppa um réttinn til þess að berjast fyrir þjóð sína og hljóta þann heiður að komast í hóp virt- ustu stríðsmanna Runeterra. League of Legends er net- tengdur fjölspilunarleikur með 10 spilurum í hverjum leik, fimm í hvoru liði. Hver spilari stjórnar einni hetju sem hann velur fyrir leikinn úr hópi 117 hetja. Leikur- inn byggir á svipuðum lögmálum og aðrir tölvuleikir, það er, spil- arinn safnar fjármunum (gulli) og reynslustigum á meðan á leiknum stendur. Reynslustigin fara í að þróa krafta hetjunnar á meðan gullið fer í að kaupa hluti sem styrkja hinar ýmsu hliðar hetjunnar, eins og að auka skaða hetjunnar eða byggja upp meira þol gagnvart skaða. Hver leik- ur endist í um 35 til 45 mínútur og er markmiðið að eyðileggja turna og bækistöð óvinaliðsins og leikurinn vinnst þegar aðal- bygging óvinarins er eyðilögð. LEIKURINN EINFALDLEGA GÓÐUR Hlutverk Aðalsteins í vinnunni er að leiða teymi sem vinnur að lóðsun og stjórnun á þróun- arteymum tölvuleiksins og er ábyrgur fyrir vinnukerfinu, sem allir í þessu umhverfi vinna eftir, og einnig stöðugum endur- bótum á því. „Þetta eru um 400 manns sem vinna í teymum og skila frá sér tölvuleiknum á tveggja til þriggja vikna fresti til spil- ara úti um allan heim. Ég sam- keyri það sem þessi teymi eru að gera,“ segir Aðalsteinn, sem seg- ist einblína á að ganga úr skugga um að teymin nái eins góðum árangri og þau mögulega geta. Hann segir ástæðu velgengn- innar aðallega vera þá að leik- urinn sé einfaldlega rosalega góður. „Svo hefur hann mikið endurspilunargildi. Það er mikil dýpt og breidd í leiknum og þó það sé svolítið flókið að byrja að spila þá lærir maður fljótt inn á hann,“ segir Aðalsteinn. ATVINNUMENN Í LOL „Leikurinn er spilaður bæði af nýgræðingum eða áhugamönn- um úti um allan heim. En það er líka keppt í þessu sem íþrótta- grein á heimsvísu. Það er bara hefðbundið atvinnumannaum- hverfi. Aðalsteinn segir muninn á þeim sem spila leikinn sér til dundurs og öðrum sem spila á hæstu stigum og keppa til að mynda á heimsmeistaramótum vera gríðarlegan. „Þetta er atvinnumannaíþrótt, bæði eru almennt peningaverð- laun í boði og síðan eru liðin styrkt af fyrirtækjum um allan heim,“ segir Aðalsteinn. Sem dæmi er lið frá Danmörku, Cop- enhagen Wolves, styrkt af Adi- das. Þá segir Aðalsteinn þekkja dæmi um lið sem haldi til í villu í Beverly Hills þar sem liðsmenn búa allir saman, æfa alla daga og gera ekkert annað. „Þá erum við með vikulegar útsendingar frá keppnum úti um allan heim. Það er meira áhorf á þessar vikulegu útsendingar okkar af keppnum LoL heldur en útsend- ingar af hafnabolta, sem er þjóð- aríþrótt Bandaríkjanna,“ segir Aðalsteinn. Leikurinn er ókeypis og hægt er að spila endalaust án þess að greiða nokkuð fyrir það. Aðal- steinn segir þó að tekjumódel- ið sé traust. „Þetta virkar þann- ig að við bjóðum upp á yfir 100 hetjur sem hafa hver og ein ákveðna hæfileika. Í hverri viku er ókeypis að spila tíu af þess- um rúmlega 100 hetjum en það er breytilegt hverjar þær eru. Fólki finnst oft gaman að spila eina ákveðna hetju og þá kaup- ir það hana. Síðan gerir fólk út- litsbreytingar á sínum hetjum, til að persónugera þær. Það er oft mjög flott og fallegt og við erum með sérstaka hönnuði sem eru bara í því að gera þessar út- litsbreytingar,“ segir Aðalsteinn. MIÐJA TÖLVULEIKJAIÐNAÐARINS Aðspurður um muninn á því að vinna í leikjabransanum úti og heima segir Aðalsteinn léttur að mesti munurinn felist í lofts- laginu. „En við leggjum rosa- lega mikið upp úr því að ráða til okkar toppfólk og það er tölu- vert auðveldara í borg eins og Los Angeles, sem er mikil miðja tölvuleikja- og skemmtanaiðnað- arins, að sannfæra fólk um að flytjast hingað heldur en á eyju í norðanverðu Atlantshafi.“ Atvinnumenn í internettölvuleik Aðalsteinn Óttarsson er þróunarstjóri hjá Riot Games sem gefur út nettengda fjölspilunar-tölvuleikinn League of Legends. Alls spila 67 milljónir leikinn á mánuði og til eru þeir sem hafa það að atvinnu að keppa í leiknum. RIOT GAMES Aðalsteinn segir fjölda hafa það að atvinnu að keppa í LoL. FRÉTTABLAÐIÐ/COLIN YOUNG-WOLFF RIOT GAMES VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir | fanney@frettabladid.is Leikurinn er spil- aður bæði af nýgræðingum eða áhuga- mönnum úti um allan heim. En það er líka keppt í þessu sem íþróttagrein á heimsvísu. STÓRMÓT Síðasta heimsmeistaramót í LoL var haldið í Staples Center í Los Angeles, á heimavelli körfuboltaliðsins LA Lakers. Þar bar suður-kóreskt lið sigur úr býtum. FRÉTTABLAÐIÐ/JESTER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.