Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 26. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 21 „Þetta er í annað sinn sem minn- ingartónleikar fara fram en minn- ingarsjóðurinn er sex ára gamall,“ segir Hrefna Björk Sigurðardótt- ir, móðir Svandísar Þulu, sem lést árið 2006 í umferðarslysi. Minn- ingartónleikarnir fara fram í Norðlingaskóla í kvöld, á afmæl- isdegi Svandísar Þulu, og hefjast klukkan 20.00. Bubbi Morthens, Eyþór Ingi og Atómskáldin, Ari Eldjárn og poppkórinn Storm- sveitin koma fram á tónleikunum. Frítt er inn á tónleikana fyrir börn fimm ára og yngri en miðaverðið er þúsund krónur fyrir aðra og rennur ágóðinn í minningarsjóð- inn. Hann hefur styrkt ýmis mál- efni. „Minningarsjóðurinn hefur styrkt til dæmis leikskólana Blá- sali, Rauðhól og Æskukot en einnig Norðlingaskóla ýmist til bóka- eða tækjakaupa. Sjóðurinn hefur líka styrkt ballettdansara til keppnis- ferða erlendis,“ útskýrir Hrefna. Svandís Þula var tengd stofnunun- um því hún var í leikskólanum Blá- sölum og var að fara flytjast yfir á leikskólann Rauðhól og svo hefði hún einnig gengið í Norðlinga- skóla. Þá æfði hún ballett frá því hún var þriggja ára gömul. Í kvöld mun minningarsjóður- inn færa Norðlingaskóla listaverk að gjöf. „Þetta er margföldunartafl- an merkt á stigann í Norðlinga- skóla.“ Þá hefur sjóðurinn einnig styrkt samtökin Á allra vörum og Sumarbúðir lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. „Eftir tónleikana í fyrra styrktum við sorgarsamtök- in Nýja dögun og Sumarbúðir lam- aðra og fatlaðra. Tónleikar í fyrra voru vel heppnaðir og mættu um 600 manns á þá,“ segir Hrefna. - glp Falleg stund í Norðlingaskóla Svandís Þula lést í umferðarslysi árið 2006 og hefði orðið 13 ára í dag. Í kvöld eru haldnir minningartón- leikar þar sem Bubbi og Eyþór Ingi koma fram. VIÐ VERKIÐ Hér er Nóni Sær Ásgeirsson, bróðir Svandísar Þulu, við listaverkið sem minningarsjóðurinn hefur gefið Norðlingaskóla. Nóni Sær lamaðist fyrir neðan mitti í sama slysi og systir hans lést í árið 2006. MYND/HELGI RAFN JÓSTEINSSON Mötley Crüe-trommarinn Tommy Lee, 51 árs, tilkynnti það á Twitt- er-síðu sinni á mánudaginn að hann væri trúlofaður kærustu sinni Sofiu Toufa, 30 ára. Tommy og Sofia hafa verið saman um árabil og sagði hann í viðtali við tímaritið People árið 2010 að hann héldi að hún væri hin eina, sanna ást. Ef verður af brúðkaupinu verð- ur þetta fjórða hjónaband Tomm- ys. Fyrrverandi eiginkonur hans eru Elaine Starchuk, Heather Locklear og Pamela Anderson. - lkg Fjórða hjóna- bandið ÁSTFANGINN Tommy elskar Sofiu sína.                        Lín Design Laugavegi 176 og Glerártorgi www.lindesign.is Sími 533 2220       Börnin fá gefi ns Bangsarúmfö t       !                   !  " !# $ %&' $ ( $  $) ( * (&  + , $  -  + +' ')./' ) () $ 0 1')) +(' 1') ( + +  $) ( +& ' '$. !123  $     )( 4          ! " # $%&$ ' ()#**       !  +,  # (&- ($#** . (/#**  ( ('    0 ( $    0 $ 56  ' ) ( '7(  ' ) ( +& +  $) ( 77&' „Við erum að fara til Kína í annað sinn og spilum á sjö tónleikum í sjö borgum,“ segir Barði Jóhannsson, forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang, sem heldur af stað í tónleika- ferðalag til Kína og hefst það þann 7. mars í Peking. Er sveitin vinsæl í Kína? „Ég hef ekki hugmynd um það, það var allavega eftirspurn eftir okkur þarna og það var fullt á tvennum tónleikum sem við lékum á þarna árið 2009,“ segir Barði glaðbeittur. Barði tekur með sér mikla reynslubolta til Kína, þá Arnar Þór Gísla- son, trommuleikara úr Ensími og Pollapönki, Hrafn Thoroddsen, hljóm- borðs- og gítarleikara einnig úr Ensími, Arnar Guðjónsson, gítar- leikara og söngvara úr Leaves, og Skúla Gestsson, bassa- leikara úr Diktu. „Við spilum ekki á Íslandi fyrr en í nóvem- ber geri ég ráð fyrir. Mig langar að spila eitt- hvað nýtt þegar við spilum næst á Íslandi,“ segir Barði, spurður út í Bang Gang-tón- leikahald hér á landi. - glp Bang Gang fer til Kína enn á ný Hljómsveitin Bang Gang spilar á sjö tónleikum í sjö borgum í Kína í marsmánuði. BARÐI JÓHANNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.