Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.02.2014, Blaðsíða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 26. febrúar 2014 | 21. tölublað | 10. árgangur Í haust býður Advania fjölbreytta advania.is/fundir Kynntu þér spennandi dagskrá og skráðu þig Advania Magnaðir morgunfundir   S VA N S M E R K I Ð S Í ÐA N 2 0 0 0 ! Öryggisgalli hjá Apple Alvarlegan öryggisgalla má finna í ýmsum vörum frá Apple, til að mynda iPhone-símum og iPad- spjaldtölvum. Gallinn virðist einnig hrjá tölvur fyrirtækisins, fartölvur jafnt sem borðtölvur, sem keyra á Mac OS X stýrikerfi. Gallinn lýsir sér í því að auðvelt er fyrir tölvuþrjóta að nálgast viðkvæm- ar upplýsingar í raftækjunum, svo sem tölvupóst og bankaupplýsingar. Þeir sem nýta sér gallann, sem snýst um getu hugbúnaðarins til að lesa úr rafrænum auðkennum, geta komist inn í öll rafræn samskipti til og frá Apple-vörum og einnig komið fyrir sýktum hlekkjum í venjulegum tölvupósti. Talsmenn Apple sögðu um helgina að von væri á hugbúnaðaruppfærslu á næstu dögum til að vinna bug á vandamálinu. - sój Flest fi skiskip á Vestfjörðum Flest fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í lok árs 2013, en þau voru alls 401 sem samsvarar 23,6 prósent- um fiskiskipastólsins. Næst flest voru fiskiskipin á Vesturlandi, alls 324, eða 19,1 prósent. Fæst skip höfðu heimahöfn á Suðurlandi en þau voru 72 tals- ins, sem samsvarar 4,2 prósentum fiskiskipastóls- ins. Flestir togarar höfðu skráða heimahöfn á höf- uðborgarsvæðinu, alls ellefu, en níu togarar voru skráðir á Norðurlandi eystra. Fæstir togarar voru skráðir á Vesturlandi en þeir voru þrír. Fjöldi fiskiskipa í heild var 1.696 og hafði þeim fjölgað um sex frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 783 og togarar voru fimm talsins. - skó Valinn í fagráð fyrir IBM IBM hefur valið Pétur Eyþórsson, hugbúnaðar- sérfræðing hjá Nýherja, í átta manna fagráð fyrir IBM Tivoli Storage Manager-hugbúnað, sem er ætlað að marka stefnu og nálgun fyrir hugbún- aðinn á markaði. IBM Tivoli Storage Manager er miðlæg afritunarlausn fyrir tölvukerfi og er leið- andi lausn á sínu sviði. Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Nýherja, segir þetta mikinn heiður ekki síst þar sem Pétur er sá eini í fagráðinu sem er ekki frá IBM. Einstakt sé að íslensk fyrirtæki hafi aðgang að einum fremsta sérfræðingi í heimi á sviði afrit- unarlausna. - fbj GRÍÐARLEGUR VÖXTUR Í LEIKJAIÐNAÐI ➜Viðtal við Aðalstein Óttarsson þróunarstjóra hjá Riot Games sem gefur út leikinn League of Legends. ➜67 milljónir manna spila leikinn í hverjum mán- uði, 27 milljónir daglega. ➜ Tekjur tölvuleikjamark- aðarins á Vesturlöndum námu 21,8 milljörðum dala árið 2013. SÍÐA 6-7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.