Fréttablaðið - 30.10.2018, Side 5

Fréttablaðið - 30.10.2018, Side 5
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS ISBAND@ISBAND.IS OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED. RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.260.000 ÁN VSK. KR. 7.762.400 MEÐ VSK. RAM 3500 LIMITED 40” BREYTTUR SAMGÖNGUMÁL „Ég get vel skilið óþolinmæði allra. Því miður getum við ekki fullyrt hvar næsta hörmu- lega banaslys verður. Við verðum að vinna þetta heildstætt og ekki hlaupa til með tæki og fjármagn eftir því hvar slysin verða. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þau og reyna að byggja upp vegakerfi sem gerir þau ólíklegri, en því miður gerast þau nú alltaf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra. Banaslys á Reykjanesbraut á alræmdum kafla í Hafnarfirði um helgina hefur á ný vakið hörð við- brögð hjá þeim sem barist hafa lengi fyrir því að lokið verði við tvöföldun brautarinnar. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, formaður Viðreisnar, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það sé óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan  veg til ársins 2033 eins og segi í samgönguáætlun. Tvöföldunin hafi mjakast áfram á hraða snigilsins. Sigurður Ingi segir hins vegar kaflann í gegnum Hafnarfjörð í sér- stökum forgangi, bæði að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur. „Sem og að aðskilja leiðina fyrir sunnan álverið og að Hvassahrauni, þó að tvöföldunin verði síðast þá verða aðskildar akstursstefnur, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þessi slys,“ segir Sigurður Ingi. Bendir hann einnig á að nú sé starfs- hópur að störfum sem skoði breytta gjaldtöku á vegunum. „Meðal annars út af orkuskipt- unum. Eftir 2030 verða ekki 18 milljarðar sem koma inn  af dísil og bensíni, heldur eitthvað nær sjö. Við þurfum að breyta um takt. Einn liður sem við erum að skoða er Hvalfjarðargangamódelið, með einhvers konar veggjöldum. Ef breið samstaða yrði um það þá er ég með á þingmálaskránni í mars að leggja fram slík frumvörp, félög sem gætu farið í framkvæmdir og þá væri hægt að búa til meira fé og flýta ein- hverjum þeim framkvæmdum sem við teljum mikilvægt að fara hraðar í.“ – smj Ráðherra skilur óþolinmæði en eltir ekki banaslys með fjármagni Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK UMHVERFISMÁL Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpok- um í verslunum samkvæmt niður- stöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. Alls kvaðst 61 prósent svarenda hlynnt banni á einnota plastpokum í verslunum en tæpt 41 prósent kvaðst mjög hlynnt og tæpt 21 pró- sent frekar hlynnt. Kvaðst 21 pró- sent svarenda vera á móti banni á einnota plastpokum í verslunum en níu prósent kváðust mjög andvíg. Greint var frá því um helgina að verslanir Bónuss væru hættar með plastpoka en bjóða þess í stað niðurbrjótanlega burðarpoka og fjölnota poka. – smj Íslendingar vilja banna plastpoka Bónus hefur hætt sölu burðarpoka úr plasti. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR DÓMSMÁL Verjandi Thomasar Møller Olsen lagði höfuðáherslu á að draga fram vafaatriði um sekt ákærða og byggja undir framburð hans um að skipsfélagi hans hafi verið einn í bílnum með Birnu Brjánsdóttir nóttina sem hún lést, við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í gær. Møller Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra fyrir morðið á Birnu Brjáns- dóttur og fyrir fíkniefnasmygl. „Það er í besta falli mjög ólíklegt að atvik hafi verið með þeim hætti sem ákæruvaldið heldur fram,“ sagði Björgvin Jónsson við upphaf ræðu sinnar. Hann rökstuddi þá fullyrð- ingu meðal annars með því að ekkert blóð hefði fundist á stýri og gírstöng bílaleigubílsins sem ákærði hafði á leigu en mikið blóð hefði fundist í aftursæti hans. Hélt verjandinn því fram að ákærði gæti ekki hafa ráðist fyrst á brotaþola í aftursætinu og ekið bílnum svo strax í kjölfarið. Verjandi dvaldi við þrívíddar- myndband sem unnið var upp úr myndskeiði öryggismyndavélar við golfvöll Kópavogs. Markmið myndbandsins var að sýna fram á að sá ökumaður sem var undir stýri rauðu Kio Rio bifreiðarinnar á þeim tíma væri mun lágvaxnari en ákærði og að sama skapi hefði farþegasæti bifreiðarinnar verið autt í umrætt sinn. Sjálfur hélt ákærði því fram við skýrslutöku að á þessum stað hefði Nikolaj Olsen, sem var með ákærða í för, tekið við akstri bílsins en sjálfur hefði hann farið úr bifreiðinni til að pissa og verið skilinn þar eftir þar til Nikolaj hafi sótt sig síðar á sama stað. Verjandinn benti á að á þessum sama tímapunkti hefði slokknað á síma brotaþola. Á umræddu myndskeiði er ekki að sjá að neinn sitji í framsæti bíls- ins. Skýring ákæruvaldsins á því er að sætinu hafi verið hallað aftur og Nikolaj gæti hafa legið alveg út af. Var töluvert um þetta deilt í réttinum í gær. Verjandinn dvaldi einnig við ósamræmi í framburði Nikolajs og áverka á hnúum vinstri handar. Þá var sýnt frá mátun úlpu sem á hafði fundist blóð úr Birnu. Mark- mið mátunarinnar var að sýna fram á að úlpan væri of lítil á ákærða en við skýrslutöku neitaði ákærði því að úlpan væri hans. Úlpan hans væri grá og í stærðinni XL en hin mátaða úlpa var í miðstærð. Á myndbandinu mátti sá ákærða klæða sig í úlpuna og renna henni upp. Ermarnar voru mjög í styttri kantinum og úlpan ekki sérlega klæðileg. Að lokum vék verjandi að óút- skýrðum kílómetrafjölda sem bíla- leigubílnum var ekið. Við máls- meðferð í héraði var miðað við að óútskýrður kílómetrafjöldi sem ákærði hafði ekið væri nálægt 130. Vildi verjandi sýna fram á að það væri of knappt til að hann hefði getað keyrt alla leið að Óseyrarbrú og til baka til Hafnarfjarðar en sam- kvæmt dómkvöddum matsmanni er líklegast að líkami Birnu hafi verið settur í Ölfusá við Óseyrarbrú. Lög- reglumaður sem var vitni í gær gerði grein fyrir nýrri athugun í þessu efni sem sýndi að kílómetrafjöldinn væri nær 190 kílómetrum og því nægt svigrúm til að aka að Óseyrarbrú. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari flutti málið af hálfu ákæru- valdsins. Í málflutningi sínum leitað- ist hún við að hrekja þann framburð Thomasar að Nikolaj hefði ekið burt á bílaleigubílnum með Birnu. Og hvernig Nikolaj hefði átt að takast að veitast þannig að henni í bílnum að mikið af blóði væri að finna í bílnum án þess þó að neitt blóð fyndist á fötum hans. Enn fremur taldi sak- sóknari það ótrúverðuga frásögn að Nikolaj hefði farið inn í káetu Thomasar og komið fingrafari hins síðarnefnda á ökuskírteini Birnu áður en hann fleygði því í ruslafötu á þilfari skipsins. Hún lýsti alþrifum Thomasar á bílnum en á myndskeiði sem sýnt var í réttinum voru þrifin sýnd. Þetta taldi hún ekki trúverðug viðbrögð við litlum ælubletti en Thomas hélt því fram að hann hefði verið að þrífa ælublett í aftursæti bílsins. Saksóknari lét þess getið að sak- borningur hafi gengið mjög langt við að hylja slóð sína eftir verknaðinn og meta bæri framferði hans eftir verkn- aðinn honum til refsiþyngingar, ekki síst þá háttsemi hans að bera sakir á saklausan skipsfélaga sinn. adalheidur@frettabladid.is Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. Thomas Møller Olsen hefur hulið andlit sitt við þinghöld hingað til og ýmis- legt var gert til að forða honum frá myndatöku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það er í besta lagi mjög ólíklegt að atvik hafi verið með þeim hætti sem ákæruvaldið heldur fram. Björgvin Jónsson, verjandi ákærða 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.