Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2018, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 30.10.2018, Qupperneq 31
Sálfræðingar Höfðabakka hafa frá byrjun boðið upp á áfallahjálp og áfallameðferð, en hjá sálfræðistofunni starfa mjög reyndir sérfræðingar á þessu sviði. Í boði hefur verið bráðaþjónusta fyrir þá sem þurfa aðstoð strax eftir atburð og hægt hefur verið að mæta þörfum fólks innan sólarhrings. Bæði er um að ræða aðstoð við einstaklinga og hópa. Til viðbótar við það fólk sem leitar beint til sálfræðistofunnar hafa Sálfræðingar Höfðabakka undir- ritað samkomulag við stofnanir og fyrirtæki um að veita starfs- fólki þessa þjónustu. Má þar nefna Rauða krossinn á Íslandi og ýmsar björgunarsveitir Landsbjargar. Áfallahjálpin sem er veitt er afmörkuð, tímabundin og með áherslu á forvarnir og mat á þörf fyrir frekari eftirfylgd. Hún byggir á viðurkenndum aðferðum til að bregðast við bráðum áfallastreitu- viðbrögðum og beinist að því að draga úr uppnámi og stuðla þannig að betri aðlögun eftir áfallið. Ef frekari aðstoðar er þörf, eða ef fólk leitar aðstoðar vegna gamalla áfalla, felst aðstoðin í sérhæfðri áfallameðferð. Í boði eru mismunandi tegundir áfallameðferðar s.s. EMDR með- ferð, CPT (Cognitive Processing Therapy) og fleiri aðferðir innan hugrænnar atferlismeðferðar. Áfallahjálp og áfallavinna fyrir einstaklinga og hópa Sálfræðingar Höfðabakka er samfélag sjálfstætt starfandi sálfræðinga. „Í dag starfa hér 19 sálfræðingar, auk skrifstofustjóra og tveggja móttökuritara. Hér er saman komin mikil og fjölbreytt fagþekking og starfsreynsla á sviði meðferðar, ráðgjafar, fræðslu og greiningarvinnu,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, en fyrir sex árum hófst undirbúningur þess að taka á leigu húsnæði sem gæti hýst á einum stað starfsemi margra sál- fræðinga. „Við sem að þessu stóðum höfðum sameiginlega reynslu af því að það hefur ýmsa galla að vera hvert í sínu horni með rekstur, endurmenntun og meðferðar- starf. Sálfræðingar Höfðabakka hófu starfsemi í lok ágúst 2013 og er reynslan af samstarfinu mjög jákvæð,“ segir Einar. „Okkur til mikillar ánægju hafa þeir sem hingað koma haft orð á að hér sé notalegt andrúmsloft, persónuleg þjónusta og alúðlegt umhverfi,“ segir hann. Með því að sameinast í stærri rekstrareiningu höfum við náð fram auknum sveigjanleika í þjónustu. Með auðveldu aðgengi að svo mörgum fagaðilum hefur bið- tími eftir þjónustu styst sem bætir aðgengi einstaklinga að sálfræði- þjónustu. Aukin fagleg samvinna: Nábýlið hefur fætt af sér ýmis samstarfs- verkefni og eflt önnur sem voru þegar hafin. Sameinast um stærri verkefni: Við erum betur í stakk búin að gera samstarfssamninga við stóra vinnustaði. Faglegur fjölbreytileiki: Mikil og fjölbreytt þekking á meðferðar- formum: HAM, núvitund, EMDR, ACT. Samstarf við önnur meðferðar- og stuðningsúrræði: heilsugæsl- una, VIRK, Janus o.fl. Aukin fræðsla: Við höfum góða aðstöðu til námskeiðahalds. Sálfræðingar Höfðabakka: Víðtæk fagþekking á fjölmennum vinnustað Þegar við erum kvíðin fer af stað sjálfvirkt viðbragð sem hefur áhrif á hugsun, hegðun og líkama. Tilgangur óttavið- bragðsins er að hjálpa okkur að flýja undan hættunni eða takast á við hana. Blóð færist hratt úr kviðarholi yfir í hendur og fætur til þess að við getum hlaupið hraðar og stokkið hærra ásamt því að halda athyglinni á hættunni. Þetta sterka viðbragð getur valdið því að við finnum fyrir óþægindum í maga eða ógleði, eirðarleysi, höfuðverk, svita og hröðum hjartslætti. Kvíði í hæfilegu magni getur hjálpað við að koma okkur að verki í prófaundirbúningi og orðið til þess að við leggjum aðeins harð- ar að okkur en við gerum dagsdag- lega. Hins vegar getur kvíðinn yfir því að fara í próf orðið hamlandi. Kvíðinn er orðinn hamlandi þegar við festumst í vítahring þess að finnast verkefnin óyfirstíganleg og getum ekki komið okkur að verki. Forðunin/frestunin veldur svo enn meiri kvíða þar sem við náum ekki að undirbúa okkur nægjan- lega. Einnig getur kvíðinn verið svo mikill við próftöku að við eigum í erfiðleikum með að einbeita okkur eða förum í baklás. Ein helsta forvörnin gegn prófkvíða er að ástunda námið jafnt og þétt til að kunna og skilja efnið, huga að svefni, næringu og hreyfingu í prófatíð. Ef fólk festist í vítahring neikvæðra hugsana og kvíða getur verið mikilvægt að leita sér aðstoðar til þess að rjúfa kvíðahringinn. Rannsóknir sýna að hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við prófkvíða en meðferðin snýr að því að kenna fólki að þekkja og takast á við þær hugsanir sem stuðla að prófkvíðanum. Prófkvíði Í dag starfa 19 sálfræðingar auk skrifstofustjóra og tveggja móttökuritara hjá Sálfræðingum Höfðabakka. Þar er saman komin mikil og fjölbreytt fagþekking og starfsreynsla. MYND/EYÞÓR Sálrænn vandi getur valdið mikilli vanlíðan hjá miðaldra og öldruðu fólki ekki síður en hjá þeim sem yngri eru. Með hækkandi aldri, breytingum á samfélagslegri stöðu vegna starfs- loka og líkamlegri hrörnun aukast líkur á ýmiskonar sjúkdómum og versnandi heilsufari. Með aldrinum geta viðhorf og samskipti breyst, einmanaleiki aukist og sjálfstraust dalað. Erfiðar minningar um áföll og erfiðleika frá fyrri tíð geta orðið ágengar og truflandi. Oft fylgir andleg van- líðan svo sem þunglyndi, kvíði og vanmáttur sem getur reynst ein- staklingum erfitt að ráða við. Eldra fólk er oft tregt til að leita aðstoðar við sálrænum vanda en oft má bæta lífsgæði þess verulega með sálfræðimeðferð. Sálfræðingar Höfðabakka vilja efla þá þjónustu og bjóða fólk sem komið er af léttasta skeiði sérstak- lega velkomið. Sálfræðiþjónusta fyrir aldraða getur bætt lífsgæði þeirra Ein helsta forvörn fyrir prófkvíða er að ástunda námið jafnt og þétt. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.