Fréttablaðið - 30.10.2018, Page 42

Fréttablaðið - 30.10.2018, Page 42
Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 30. OKTÓBER 2018 Tónlist Hvað? Haukur Gröndal Kvartett á Kexi Hvenær? 20.30 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Á djasskvöldi Kex hostels í kvöld, 30. október, kemur fram kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndal. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Á efnis- skránni eru vel valdir djassslagarar úr amerísku söngbókinni með sér- staka áherslu á sveiflu og almennan hressleika. Tónlistin hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Kex hostel er á Skúlagötu 28. Viðburðir Hvað? The Dawn Wall – Kvikmynda- sýning Hvenær? 20.00 Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu The Dawn Wall er mynd sem klif- urheimurinn hefur beðið spenntur eftir í yfir þrjú ár, en hún fjallar um eitt af stærri afrekum klifur- heimsins, þegar þeir Tommy Cald- well og Kevin Jorgeson frí klifruðu Dawn Wall vegginn á El Capitan í Yosemite, klifur sem áður þótti óhugsandi. Þeir Tommy og Kevin toppuðu vegginn í janúar 2015, en aðdragandi áfangans var áralangur ásetningur, vinna og þrautseigja í bland við hina ýmsu tilfinninga- legu tálma í einkalífi Tommys, sem að lokum reyndust á sinn hátt hvati til þess að fríklifra Dawn Wall. Hvað? Eru konur auðveldara skot- mark? Hvenær? 20.00 Hvar? Arion banki, Borgartúni Eru konur auðveldara skotmark? Í kvöld, 30. október, veltum við þeirri spurningu upp og ræðum meðal annars af hverju konur virðast oft fá harðari og öðruvísi umfjöllun í fjölmiðlum en karlar, af hverju það er erfiðara að fá konur í viðtöl og hvers vegna það er vegið öðruvísi og oft á persónulegri hátt að konum en körlum. Hvað? Fræðslufundur um útgreiðslur úr lífeyrissparnaði – Arion banki Hvenær? 16.30 Hvar? Arion banki, Borgartúni Að mörgu er að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar og af því tilefni bjóðum við til opins fræðslufundar í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni 19. Hvað? Garðabær árið 1918 Hvenær? 18.00 Hvar? Bókasafn Garðabæjar Ísland á 100 ára fullveldisafmæli í ár. Af því tilefni langar okkur að bjóða upp á erindi um hvernig Garðabær var árið 1918. Hvað var að gerast hér á því herrans ári? Steinar J. Lúðvíksson, sem m. a. tók saman bókina Saga Garðabæjar: frá landnámi til 2010, ætlar að fræða gesti. Hvað? Unglingurinn minn og ég Hvenær? 20.00 Hvar? Seljakirkja Fræðsluerindi fyrir alla foreldra. Fjallað verður um hvernig efla má tilfinningastjórnun í samskiptum foreldra og unglinga meðal annars út frá jákvæðri sálfræði. Auk þess verða leiðir til aukinnar félagsfærni unglinga skoðaðar sem liður í for- vörnum. Fyrirlesari er Elín Elísa- bet Jóhannsdóttir, markþjálfi og meistaranemi í jákvæðri sálfræði og fjölskyldumeðferð. Fyrirlesturinn er öllum opinn og enginn aðgangs- eyrir. Hvað? Krúttasálmar Hvenær? 16.30 Hvar? Háteigskirkja Krúttasálmar eru skemmtilegar söng- og tónlistarstundir fyrir börn á aldrinum 1-3 ára og foreldra. Sungnir eru sálmar og lög kirkjunn- ar, þekkt barnalög, íslensk þjóðlög og kvæði. Leitast er við að búa til notalegar stundir þar sem við syngjum, dönsum, hlustum á tón- list, förum í leiki og vekjum söng- gleði. Krúttasálmar eru alla þriðju- daga yfir vetrartímann kl. 16.30 í Setrinu, safnaðarsal Háteigskirkju, og eru þátttakendum að kostnaðar- lausu. Umsjón hefur Guðný Einars- dóttir, organisti Háteigskirkju. Sýningar Hvað? Litur: Skissa II Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhús Litur kemur við sögu í öllum verk- um þessarar sýningar, bæði sem náttúrulegt fyrirbæri en ekki síður menningarlegt. Listamennirnir vísa í ólíkar áttir, í sögu málara- listar, efnafræði, táknkerfi, skynjun og jafnvel húsamálun. Sýningin er ein nokkurra skissa sem lista- safnið setur fram til að endurspegla afmarkað samhengi innan íslenskr- ar samtímalistar. Á síðasta ári var áherslan á verk þar sem listamenn vinna með eiginleika efnis og nátt- úrulega ferla, að þessu sinni endur- spegla verkin vangaveltur um lit. Hvað? Tengingar – Sigurjón Ólafsson og nokkrir samferðamenn hans Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafn Íslands Í tilefni þess að þann 21. október 2018 eru liðin 30 ár frá því að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað almenningi, er efnt til sýn- ingar þar sem fjórtán myndlistar- menn, sem allir tengdust Sigurjóni og list hans með einum eða öðrum hætti, eiga samtal við verk Sigur- jóns í fyrrum vinnustofu hans. Hvað? Véfréttir – Karl Einarsson Dunganon Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafn Íslands Listasafn Íslands efnir til sýningar á úrvali verka Karls Einarssonar Dunganons sem er ætlað að varpa ljósi á líf og list þessa einstaka lista- manns sem hafði alla tíð sterkar taugar til Íslands og arfleiddi íslensku þjóðina að verkum sínum. Varðveitir Listasafn Íslands rúm- lega tvö hundruð myndverk, en ljóð hans, úrklippubækur og önnur gögn eru geymd í Þjóðskjalasafni Íslands. Hvað? Haraldur Jónsson: Róf Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, dregur fram sér- stöðu listamannsins í íslensku lista- lífi. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en rauði þráðurinn er tilraun til þess að eima tilveruna. Í þrjá áratugi hefur Haraldur skoð- að hvernig við greinum umhverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í samskiptum hvert við annað. Hver eru tengsl manns og rýmis, vitundar og umhverfis? Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25Þ R I Ð J U D A G U R 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 Kler // Clergy (ENG SUB) ...................... 17:30 Mæri // Border (ICE SUB) ..................... 17:50 Hinn seki // Den skyldige (ICE SUB) 18:00 Mandy (ENGLISH-NO SUBTITLES) ............. 20:00 The Dawn Wall (ÍSALP sérsýning) .....20:00 National Theatre Live - Breska Þjóðleikhúsið Frankenstein-BC as beast (NO SUB) 20:00 Hinn seki // The Guilty (ENG SUB) ... 22:00 Mæri // Border (ENG SUB) ................... 22:20 Útey 22. júlí (ICE SUB) .......................... 22:20 BY NICK DEAR, BASED ON THE NOVEL BY MARY SHELLEY DANNY BOYLE’S SMASH-HIT PRODUCTION BENEDICT CUMBERBATCH JONNY LEE MILLER A production from P ho to g ra p hy (B en ed ic t C um b er b at ch a nd J o nn y Le e M ill er ) b y C la ire N ic ho ls o n In cinemas from October 22 ★★★★★ ‘a hell of a production’ The Times HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Intersteel rennihurðabraut svört (Barnyard) Fyrir rennihurð allt að 100 kg. Stílhrein og auðveld í uppsetningu. Braut fest á vegg. Fyrir hurðarbreidd allt að 1000mm. Hægt er að fá framlengingar í 45 cm og 90cm. Verð : 22.200 m/vsk. HÁGÆÐA IÐNAÐARHURÐIR Járnháls 2-4 | 414-8600 | velaborg@velaborg.is Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæri KS216 Verðmætaskápar 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.