Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
fræðing, Halldór Pál, verkfræð-
ing, Sigurð Ragnar og Margréti
Dóru.“
En Halldór H. Jónsson var
þeirrar gerðar að væri hann í hópi
manna af hvaða gerð sem var, þá
var hann sjálfkjörinn foringi í
hópnum. Hann var því stundum
nefndur Stjórnarformaður Ís-
lands. Til gamans má skjóta því
inn hér að Sveinn Valfells, grín-
aðist stundum við okkur með að
segja að það sem skildi á milli okk-
ar Halldórs Há. væri það að ég
hefði „no Há“ í nafni mínu. En mér
er nú nær að halda að þar hafi
munað fleiru eftir því sem ég
kynntist nafna betur og ekki endi-
lega mér í hag. Hann var nefnilega
mikill og nákvæmur arkitekt sem
gott var að vinna með. En á því
sviði eru ekki allir útvaldir. Það er
því óhætt að taka mark á orðum
hans nafna míns um hann Ragnar
og hans gerð alla.
Sjálfstæðiskonan Margrét hef-
ur einnig verið í sundhópnum með
okkur og verið þar góður liðs-
maður. Við úr pottflokknum send-
um henni og aðstandendum okkar
bestu kveðjur.
Það er skarð fyrir skildi þar
sem áður hinn káti félagi Ragnar
stóð í okkar röðum.
Halldór Jónsson
verkfræðingur.
Í dag kveðjum við kæran vin,
Ragnar S. Halldórsson, sem við
viljum minnast nokkrum orðum.
Áratugir eru liðnir frá því að við
kynntumst Ragnari við bridsborð-
ið sem varð síðar til þess að við
spiluðum nær vikulega saman um
aldarfjórðungsskeið. Með okkur
var einnig, lengst af Jón Ásbjörns-
son sem lést fyrir fáeinum árum.
Það var oft glatt á hjalla í spila-
mennskunni en hún var þó alltaf
tekin föstum tökum enda voru inn-
an hópsins reyndir bridsmeistarar
sem héldu mönnum við efnið. Lítill
tími gafst því til að ræða málefni
líðandi stundar nema í stuttri mat-
arpásu. Hún gat þó lengst nokkuð
þegar spilað var á heimili Mar-
grétar og Ragnars þar sem Mar-
grét stjanaði við okkur og töfraði
fram heimilismat af bestu gerð.
Þetta voru góðar stundir.
Það ríkti engin lognmolla með
Ragnar við spilaborðið. Hann var
jafn litríkur og hreinskiptinn þar
eins og annars staðar sem hann lét
til sín taka. Hann gat verið snögg-
ur upp ef honum mislíkaði spila-
mennskan. En það stóð aldrei
lengi. Eftir sitja minningar um
góðan og mætan félaga.
Við vottum Margréti og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð.
Björn Theodórsson,
Georg Ólafsson,
Hörður Arnþórsson,
Örn Arnþórsson.
Ragnari Halldórssyni kynntist
ég fyrst er við sátum saman í
framkvæmdastjórn Verzlunar-
ráðs Íslands á níunda áratugnum.
Samstarf okkar var hið ánægju-
legasta. Við höfðum svipaða af-
stöðu til mála.
Seinna var Ragnar kosinn for-
maður Verzlunarráðsins. Hann
var mjög áhrifamikill og öruggur
stjórnandi, með stærstu mönnum,
sem flutti mál sitt hiklaust og
skörulega. Ragnar var mjög heil-
steyptur maður, hreinn og beinn,
sem vann verk sín og erindi fum-
laust og örugglega. Hann var heið-
arlegur og trúr og laus við öll und-
irmál. Allir áttu góð samskipti við
hann. Sérstaklega man ég eftir að
ef Ragnar var búinn að lofa ein-
hverjum stuðningi sínum og ráðs-
ins þýddi ekkert fyrir menn að
vera með hik og úrtölur og breyta
þeim stuðningi. Stuðningur Ragn-
ars var eins og klettur. Honum
varð ekki haggað.
Brátt breyttist samstarf okkar í
persónulega vináttu okkar hjóna
við hann og hans frábæru konu
Margréti Sigurðardóttur. Yngsta
dóttir þeirra Magga Dóra lék við
tvö yngstu börnin okkar Ástu
Guðrúnu og Jón Árna. Ragnar var
mjög barngóður. Börnum leið vel í
návist hans. Kristín Vala dóttir
þeirra kom með okkur í gönguferð
í Hítardal.
Við fórum saman í ferðalög ut-
anlands sem innan. Við gengum
reglulega á gönguskíðum í Blá-
fjöllum á sunnudagsmorgnum og
á ýmis fjöll á sumrum. Stundum
fórum við í útilegur með tjöld.
Fljótlega bættust fleiri menn í
hópinn. Pétur Guðjónsson og son-
ur hans Sigurjón ásamt konu sinni
Þóru Hrönn. Bergsteinn Gizurar-
son o.fl.
Eins og sjá má eru góðar minn-
ingar yfirgnæfandi en minna samt
á að allt tekur enda gott sem
slæmt.
Guðrún og
Jóhann J. Ólafsson.
Ragnar varð minn næsti yfir-
maður í 15 ár eftir að yfirmaður
minn, tæknilegur framkvæmda-
stjóri, Dr E Bosshard hætti.
Ragnar var örlagavaldur í lífi
mínu og réð því að ég var ráðinn
sem „nachwuchsingeniör“ til
Alusuisse 1967. Fyrst var ég þjálf-
aður til starfa í álveri í Austurríki
og hafði hafið störf á aðalskrif-
stofu Alusuisse í Zurich er beðið
var um mig heim. Þá voru yfir-
menn á staðarskrifstofu Alusuisse
(CMA) í Straumsvík farnir að tín-
ast heim. Var ég látinn sjá um að
klára uppsetningu búnaðar ál-
versins og undirbúa stækkanir og
val á nýjum búnaði. Ragnar var
gífurlega nýjungagjarn og hafði
mikinn metnað fyrir hönd ISALs.
Hann hvatti mig iðulega til utan-
farar til að kanna nýjungar sem
gætu gagnast ISAL. Hann krafð-
ist árangurs en var mjög sann-
gjarn. Við fórum á fjölda funda í
Zürich saman og var alltaf mjög
skemmtilegt að ferðast saman og
eyða kvöldi með honum yfir
kvöldverði. Meðan Ragnar var
forstjóri komu gestir frá álverum
víða að til að skoða hvað við vær-
um að gera. Ófáar nýjungar vor-
um við annaðhvort fyrstir með í
notkun eða næst fyrstir. Hagræð-
ingarverkefnin sem við Ragnar
réðumst í voru mörg og má ætla
að heildarkostnaður hafi numið
fleiri hundruð milljónum USD
með tilsvarandi sparnaði. Ég
ákvað að hætta og gerðist sjálf-
stæður verktaki þegar Ragnar lét
af forstjórastarfi en þá hvatti
Ragnar mig til að vera áfram hjá
ISAL, sem ég og gerði sem verk-
taki og kláraði þau verkefni sem
ég var með næstu þrjú árin. Hann
hafði geysilegan metnað fyrir
hönd fyrirtækisins. Má segja að
hann vildi ISAL allt og starfs-
mönnum þess, bæði í starfi og ut-
an og sá til þess að laun væru góð
enda næsta engin starfsmanna-
velta á hans tíma. Ég og kona mín
sendum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til þín, Margrét, og fjöl-
skyldu þinnar. Minning um góðan
dreng lifir!
Pálmi Stefánsson
efnaverkfræðingur.
Látinn er í Reykjavík Ragnar
S. Halldórsson byggingarverk-
fræðingur. Ragnar var öflugur
liðsmaður í Verkfræðingafélagi
Íslands og sýndi félaginu alla tíð
mikla ræktarsemi. Hann sat í
stjórn félagsins 1971-73 og var
formaður þess 1980-82 og for-
maður húsráðs Verkfræðinga-
félagsins 1980-84. Ragnar var
einn þeirra sem töluðu fyrir sölu á
lóð félagsins á Engjateigi 7 sem
varð til þess að Verkfræðingahús
er nú skuldlaus eign félagsins.
Var það mikið gæfuspor sem
treysti grunnstoðir félagsins til
framtíðar.
Ragnar lauk fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá Háskóla Íslands
1953 og M.Sc-prófi í byggingar-
verkfræði frá DTH í Kaupmanna-
höfn. Að loknu námi starfaði hann
við ýmis verkfræðistörf og var
meðal annars framkvæmdastjóri
verkfræðideildar sjóhers varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli. Á
þeim tíma hafði hann umsjón með
viðhaldi og endurnýjun mann-
virkja á flugvellinum. Eftir störf
hjá Swiss Aluminium Ltd. í
Austurríki og Sviss tók hann við
starfi forstjóra ÍSAL, fyrsta ál-
verinu á Íslandi. Í því starfi var
Ragnar áhrifamaður í íslensku at-
vinnulífi enda var þá lagður
grunnur að uppbyggingu stóriðju
á Íslandi.
Ragnari voru falin ýmis trún-
aðarstörf. Hann sat í stjórnum
margra fyrirtækja og var einn af
stofnendum landsnefndar Al-
þjóðaverslunarráðsins.
Um leið og Ragnari eru þökkuð
vel unnin störf í þágu Verkfræð-
ingafélagsins fylgja innilegar
samúðarkveðjur til eftirlifandi
eiginkonu og fjölskyldunnar
allrar.
Svana Helen Björnsdóttir,
formaður Verkfræðinga-
félags Íslands.
Sumarið 1968 var ég ráðinn í
innkaupadeild Álfélagsins í
Straumsvík. Deildarstjóri var
Bjarnar Ingimarsson, held að
hann hafi verið frá Stöðvarfirði.
Þýskukunnátta mín hafði sitt að
segja. Bygging versins var nýhaf-
in, áætlað verð var 35 miljón doll-
arar. Búrfellsvirkjun var í bygg-
ingu. Stjórnsýslulegur fram-
kvæmdastjóri var hinn eldklári
Svisslendingur Philip Muller en
framkvæmdastjóri við byggingu
var Alex Strachenberg. Um-
sjónarmaður vélbúnaðar var véla-
verkfræðingurinn Reinerd frá
Sviss. Ragnar S. Halldórsson var
rétt ókominn til starfa, var í þjálf-
un ytra. Og svo kom hann til
starfa eins og hvítur storm-
sveipur, þessi hávaxni glæsilegi
maður. Og hann sýndi og sannaði
að þar var réttur maður á réttum
stað. Hann byrjaði á því kaupa sér
dimmbláan BMW kagga, sem var
snöggur að komast upp í 130 km á
klst. Ég fékk það hlutverk hjá
Bjarnari, sem síðar varð fjármála-
stjóri félagsins um langt árabil, að
yfirfara og leiðrétta fraktreikn-
inga frá Eimskipafélaginu og
hafði einkum samstarf við þá
Hauk Sveinbjarnarson frístunda-
tónlistarmann og Gylfa Gunnars-
son sem var sonur Gunnars frá
Selalæk. Varð þetta upphaf ágæt-
is samstarfs og kynntist ég þess-
um mönnum báðum vel. Ekki að-
eins var starfsandi góður hjá Ísal
heldur lánaði félagið mörgum
starfsmönnum til íbúðarkaupa, þ.
á m. undirrituðum. Kaffikonur
góðar báru starfsmönnum kaffi
þ.á m. móðir Svavars Gestssonar.
Var Ragnar S. Halldórsson vin-
sæll meðal starfsmanna Ísals? Ég
myndi segja að hann hafi verið
mjög virtur þeirra á meðal.
Helstu eðliseiginleikar Ragnars
voru fyrst og fremst sannsýni og
að greina á augabragði kjarna frá
hismi. Ég starfaði hjá Ísal til 1973
og var deildarstjóri greiðsluskila
þegar við hjónakornin fluttum til
Danmerkur til náms og starfa
ásamt sonum mínum Ara Gísla og
Valgarði. Þar vann með mér hjá
ÍSAL Ingibjörg Stefánsdóttir,
sem síðar á ævinni gerðist ítölsk
greifafrú. Það var ungum manni
mikilvægt að kynnast Ragnari,
þessum snarborulega vel ættaða
höfðingja. Allt fas hans var aristó-
kratískt og sjálfur bar hann ætt
sinni og uppruna fagurt vitni. Það
veitir gleði á efri árum, gleði að
hafa kynnst því góða fólki sem
starfaði í upphafi á þessum ágæta
vinnustað. Einlægur samhugur til
allra afkomenda hans, konu,
barna hans og annarra ættingja.
Þrjá erfingja á sérhver: menn-
ina, moldina og sálarinnar með-
takara.
Bragi Kristjónsson.
Í dag kveðjum við Ragnar S.
Halldórsson, fyrrverandi for-
stjóra og stjórnarformann álvers-
ins í Straumsvík, ISAL. Ragnar
var fyrsti forstjóri álvers á Íslandi
og jafnframt fyrsti forstjóri ISAL
og gegndi því starfi í hartnær 20
ár, eða frá 1969 til 1989. Hann var
í framhaldi stjórnarformaður í
nokkur ár, en áður hafði hann
starfað hjá Alusuisse í Sviss.
Ég kynntist Ragnari þegar ég
hóf störf hjá ISAL árið 1990 en þá
var Ragnar stjórnarformaður
fyrirtækisins. Ég starfaði svo
nánar með honum í kjölfar þess að
ég varð forstjóri árið 1997. Við átt-
um mikil og góð samskipti þar
sem hann leiddi stjórn fyrirtækis-
ins og hann stýrði fundum af
röggsemi. Það kom sér vel að
hann þekkti bæði fyrirtækið og
iðnaðinn vel.
Uppbygging ISAL og gang-
setning framleiðslu áls á Íslandi
var mjög framandi fyrir lands-
menn á sjöunda og áttunda ára-
tugnum. Kalda stríðið stóð sem
hæst, íslenska lýðveldið ennþá að
slíta barnsskónum, síldin horfin
og þorskastríðin í algleymingi.
Á þessum umbrotatímum
þurfti sterk bein og einbeittan
vilja til að byggja upp fyrirtæki
sem hafði jafn afgerandi áhrif á
framtíðarþróun atvinnulífs á Ís-
landi og ISAL.
Ragnar stóð í stafni ISAL á
þeim uppbygginga- og umbrota-
tímum og skilaði því vel af hendi,
þar sem hans persónulegi styrkur
naut sín í verki.
Stöndum við sem á eftir kom-
um í þakkarskuld við Ragnar fyr-
ir hans framlag við að ryðja
brautina fyrir uppbyggingu
orkufreks iðnaðar á Íslandi, sem
er nú ein meginstoða íslensks at-
vinnulífs.
Ragnar kom oft til mín í kaffi á
fyrstu árum mínum og sagði mér
ýmsar sögur af ISAL og Alusu-
isse og dýpkaði þannig skilning
minn á menningu og sögu fyrir-
tækisins. Voru það oft á tíðum
mjög skemmtilegar og alltaf góð-
ar stundir yfir kaffibolla með
Ragnari.
Ragnar kom öðru hvoru í heim-
sókn eftir að hann hætti sem
stjórnarformaður og hafði áhuga
á rekstri fyrirtækisins og á því að
það gengi vel. Sá áhugi Ragnars
lifði fram á hans síðasta dag.
Við búum enn að því hvernig
Ragnar og samstarfsfólk hans
byggði ISAL upp og lagði grund-
völlinn að rekstri fyrirtækisins.
Við stöndum enn á þeim grunni
sem lagður var af Ragnari og
Alusuisse frá fyrstu tíð, en þar var
strax vandað til verka, en álverið
fagnar 50 ára framleiðsluafmæli
um þessar mundir.
Við í álverinu í Straumsvík
minnumst Ragnars með hlýju og
virðingu, en hann stýrði ISAL á
miklum umbrotatímum á Íslandi
og þökkum hans öfluga og farsæla
starf við uppbyggingu ISAL og
þann sterka grunn sem við nú
stöndum á.
Við vottum Margréti, börnum
og fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúð.
Með kveðju frá Straumsvík,
Rannveig Rist.
Ragnar Halldórsson er einn af
risum íslenskrar atvinnusögu;
maðurinn sem leiddi iðnvæðingu
þjóðarinnar eftir að fyrsta jökul-
fljótið var brúað og álverið í
Straumsvík reis. Það voru innan
við 100 verkfræðingar á Íslandi
þegar hugmyndir að virkjun Búr-
fells og álversins í Straumsvík
kviknuðu með tveimur Svisslend-
ingum um borð í Loftleiðavél á
leið yfir hafið til Ameríku. Þeir
voru Emmanuel Meyer og Paul
Muller, stjórar Alusuisse, sem
stoppuðu í Reykjavík og hittu
Bjarna Benediktsson iðnaðarráð-
herra og tóku ástfóstri við Ísland.
Þeir réðu Ragnar Halldórsson frá
Varnarliðinu til þess að stýra
þessu stóra verkefni út við ysta
haf.
Ragnar Halldórsson hóf störf í
ársbyrjun 1967. Hans fyrsta verk
var að fara með fjölskylduna til
Sviss til þess að nema álfræði
ásamt um 30 félögum sínum.
Önnur eins námsferð hafði aldrei
spurst út á landinu við ysta haf.
Páll og Emmanúel höfðu flogið yf-
ir landið haustið 1960 og 26. maí
1961 skýrði Morgunblaðið frá:
„Mikill áhugi á aluminíumvinnslu
á Íslandi“ og heitstrengingu
Kennedys forseta Bandaríkjanna:
„Bandaríkjamaður skal til tungls-
ins fyrir 1970.“
Þjóðin fagnaði og bæir vildu al-
uminíumvinnslu í hérað en sósíal-
istar steyttu hnefa eftir að félagi
Leoníd Brezhnev hafði kallað for-
ingjana til Moskvu og fyrirskipað
andóf við landnám vestræns auð-
magns á Íslandi. Sósíalistar buðu
síldarbita í stað aluminíum. Það
munaði atkvæði á Alþingi.
Óvenjulegur pólitískur stöðug-
leiki Viðreisnar gerði Búrfell og
ISAL möglegt.
Útlendir verktakar og verk-
fræðingar hófust handa við Búr-
fell og í Straumsvík um það bil
sem síldin hvarf svo síldarbitar
gleymdust og hafnfirskir Gaflarar
mændu undir húsgöflum og þús-
undir flýðu land. Ísland var á fá-
tækraframfærslu en kreppan
hvarf eins og dögg fyrir sólu og
Norðurbærinn reis vegna hinna
tröllauknu framkvæmda og nýju
útflutningsgreinar. Og það stóð á
endum. Bjarta júlídaga 1969 rann
fyrsta álið í Straumsvík og Neil
Armstrong spókaði sig á tunglinu.
„Stórt skref fyrir mann, risaskref
fyrir mannkyn.“ Ísland hafði stig-
ið risaskref inn í nútímann. ISAL
kom sem frelsandi engill og Lónlí
blú bojs sungu: „Þegar vann ég í
Sigöldu / meyjarnar mig völdu / til
þess að stjórna sínum draumum.“
Nýr tónn kvað við.
Verktakar okkar lærðu til
verka uppi á hálendinu og verk-
fræðingar okkar fengu risaverk-
efni sem voru vatnsafls- og jarð-
varmavirkjanir og álver. Á nýrri
öld eru verktakar og verkfræðif-
irmu okkar eftirsótt í öllum
heimsálfum; á sjötta þúsund verk-
fræðingar í landinu. Ragnar Hall-
dórsson stýrði skútunni með stæl.
Eiturörvum var linnulítið skotið
að Straumsvík en geiguðu. Hvað
ef Kaninn hefði ekki lagt
Keflavíkurflugvöll eða það verið
skýjað þegar Loftleiðavélin flaug
yfir landið? Væru Gaflarar enn
mænandi undir húsgöflum? Væri
friður um ISAL ef engin utan-
stefna hefði komið frá Moskvu?
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Ragnari Halldórssyni;
einum okkar merkasta frumkvöðli
20. aldar. Ég beitti mér fyrir því
að vinur minn fengi fálkaorðuna
en við það var ekki komandi.
Hann brosti. Ragnar Halldórsson
var maður verka, ekki tildurs.
Faðir minn og álskallinn vinir,
öflugir bridskappar sinnar tíðar.
Ragnar fékk að líta nýútkomna
sögu ISAL og hallaði aftur
augum, vonandi sáttur. Ég votta
Margréti, Sigurði vini mínum og
systkinum innilega samúð mína.
Hallur Hallsson.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
VALGARÐS BRIEM
hæstaréttarlögmanns.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hrafnistu
í Laugarási fyrir frábæra þjónustu og umhyggju.
Benta Briem
Ólafur Jón Briem Sóley Jóhannsdóttir
Garðar Briem Elín Magnúsdóttir
Gunnlaugur Briem Hanna Björg Marteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans mamma okkar, tengda-
mamma, amma, langamma
og langalangamma,
JÓHANNA FRIÐRIKA KARLSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
21. ágúst.
Útförin hefur farið fram og þakka aðstandendur samúð og
hlýhug sem gerði daginn fallegan.
Hjartans kveðjur einnig til starfsfólks Eirar deild 2-N fyrir
umhyggju og hlýju.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur
Eiginkona mín og móðir okkar,
HELGA ALICE VILHJÁLMSSON
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 4. september klukkan 13.
Magnús Magnússon
Magnús Már Magnússon
Margrét Þorbjörg Magnúsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN JENSSON
Kirkjusandi 1,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 30.
ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elín Óladóttir
Guðrún S. Björnsdóttir Trausti Sigurðsson
Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson
Jens Gunnar Björnsson Kwan Björnsson
afabörn og langafabörn