Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 40
*Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid- bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M O R 92 31 6 08 /1 9 ÁENDANUM VELURÞÚ COROLLU HEPPINN ÁSKRIFANDI verður dreginn út 16. október. Allir áskrifendurMorgunblaðsins erumeð í leiknum. Hérmá sjá valkostina sem einn af áskrif- endum okkar fær að velja um þegar hann fær að gjöf nýja og glæsilega Toyota Corolla.* Fylgstumeð. Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran kemur ásamt Antoníu Hevesi píanó- leikara fram á fyrstu hádegistón- leikum nýs starfsárs tónleika- raðarinnar í Hafnarborg á morgun kl. 12. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Táraflóð, verða fluttar aríur eftir Händel, Mozart og Pucc- ini. Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund. Aðgangur er ókeypis. Hádegistónleikar í Hafnarborg á morgun MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. 19. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu var leikin um helgina og KR-ingar færast enn nær Ís- landsmeistaratilinum. Efstu liðin KR og Breiðablik unnu bæði sína leiki. Þrjú lið sem berjast um Evr- ópusæti, Stjarnan, HK og Valur, töpuðu öll í þessari umferð og FH græddi á því. Útlitið er orðið dökkt hjá Grindavík. »34-35 KR-ingar halda sínu striki á Íslandsmótinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Haukar eru í erfiðri stöðu EHF- bikarnum eftir tap 20:25 fyrir tékk- nesku meisturunum í Talent Plzen í fyrri leik liðanna í 1. umferð keppn- innar á Ásvöllum í gær. Tékkarnir mættu með Íslandsvin til landsins því Michal Tonar, leikmaður HK snemma á tíunda áratugnum, stýrir Talent Plzen. Hafnfirðingar þurfa á stórleik að halda í síðari leiknum. »32 Haukar þurfa á stórleik að halda í Tékklandi Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fagnaðarfundir urðu í Húsdýra- garðinum í Reykjavík í gær þegar Helge Snorri Seljeseth fiðluleikari hitti fyrir selinn Snorra. Tilefni heimsóknarinnar er nafngift þess fyrrnefnda, en Helge Snorri var á sínum tíma skírður í höfuðið á selnum. Hann ákvað að gera sér ferð í Húsdýragarðinn til að leika nokkur lög fyrir nafna sinn og aðra íbúa í selalaug garðsins, þær Sæ- rúnu og Kobbu. Þar svömluðu líka um tveir ónefndir kópar sem fædd- ust í sumar. Snorri fagnar 31 árs af- mæli í ár, en meðalaldur sela mun vera um 30 ár. Sjón hans er orðin döpur, en svo virtist sem heyrnin væri ágæt. Helge Snorri stundar nám í djass- fiðluleik við NTNU í Noregi og lék á rafmagnsfiðlu fyrir selina. Að hluta til lék hann þekkt lög en spann að öðru leyti tónlistina á staðnum. Þegar tónleikarnir hófust varð ljóst að mati blaðamanns að selunum lík- aði tónlistin enda stungu þeir ótt og títt upp kollunum til að leggja við hlustir. Þess á milli gripu þeir fisk sem kastað var til þeirra meðan á tónleikunum stóð. Í Húsdýragarð- inum búa greinilega miklir smekk- selir. Eldri bræðurnir völdu nafnið „Mér fannst þetta heppnast vel. Það er erfitt að segja hvort selunum líkaði, en ég reyndi að búa til hálf- gerð neðansjávarhljóð til þess að koma þeim kannski inn í sinn heim. Ég vildi búa til slíka stemmingu,“ segir Helge Snorri, sem ber nafn sitt stoltur. Hann er þakklátur eldri bræðrum sínum sem eiga heiðurinn að nafngiftinni. „Þeir voru fimm og sjö ára á þeim tíma sem ég fæddist. Þeir komu oft hingað í Húsdýra- garðinn og uppáhaldsselurinn þeirra var selurinn Snorri. Hann var sjö ára þegar þetta var. Foreldrar mínir leyfðu bræðrum mínum að ákveða hvað ég ætti að heita og valið var auðvelt: Snorri,“ segir Helge Snorri. Sagan hefur víða vakið kátínu, meðal annars í spunaleiklistarhóp sem Helge Snorri tilheyrir. „Þar er stundum farið í leik þar sem maður á að segja eina staðreynd um sjálfa sig sem er sönn og aðra sem er röng. Ég sagðist einu sinni vera annað- hvort skírður eftir Snorra sel eða Snorra Sturlusyni. Allir giskuðu á að ég væri skírður í höfuðið á Snorra Sturlusyni og fannst mjög fyndið þegar það kom í ljós að ég er skírður eftir Snorra sel,“ segir Helge Snorri, en móðir hans átti þó hug- myndina að tónlistarflutningnum í selalauginni. „Hún ákvað að hringja og spyrja hvort ég mætti ekki koma að spila,“ segir hann. „Við vissum ekki að hann væri enn á lífi og þegar við komumst að því að hann væri það kom ekki annað til greina en að gera þetta til að þakka honum fyrir vel unnin störf hér,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Snorrar Annar lék á rafmagnsfiðlu, hinn synti og hlýddi á. Sá sem á fiðluna lék segist bera nafn selsins með stolti. Lék á rafmagnsfiðlu fyrir nafna sinn Snorra  Skírður í höfuðið á sel Húsdýragarðsins fyrir 24 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.