Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
✝ Ragnar S. Hall-dórsson fædd-
ist í Reykjavík 1.
september 1929.
Hann lést á 7. ágúst
2019 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Halldór Stef-
ánsson alþingis-
maður og forstjóri,
f. 26. maí 1877, d. 1.
apríl 1971, og Hall-
dóra Sigfúsdóttir húsfreyja, f.
26. júní 1909, d. 16. apríl 2002.
Systir Ragnars er Herborg Hall-
dóra, f. 10. september 1933, gift
Hreggviði Þorgeirssyni, f. 8.
september 1935. Hálfsystkini
Ragnars sem Halldór átti með
fyrr konu sinni Björgu Halldórs-
dóttur, öll látin, voru Ragnhild-
ur Björg, f. 1902, Arnbjörg, f.
1903, Stefán, f. 1905, Halldór, f.
1907, og Pétur Stefán, f. 1911.
Ragnar giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni Margréti K.
Sigurðardóttur viðskiptafræð-
ingi 11. september 1953. For-
eldrar hennar voru Sigurður J.
Þorsteinsson, f. 10. maí 1901, d.
16. apríl 1946, og Kristín
janúar 1991. 3) Sigurður Ragnar
byggingaverkfræðingur, f. 10.
júní 1965. Eiginkona hans var
Kristín Magnúsdóttir viðskipta-
fræðingur, f. 12. júní 1963. Börn
þeirra eru: a) Bjarki Már, þrí-
víddar- og leikjahönnuður, f. 10.
nóvember 1996, og b) Margrét
Eva, nemi í rekstrarverkfræði, f.
17. október 1999. Þau skildu. Nú-
verandi maki Sigurðar er Þórdís
Kjartansdóttir læknir, f. 19. júní
1965. Barn þeirra er c) Þórdís
Lára, f. 19. nóvember 2013. Börn
Þórdísar frá fyrra hjónabandi
eru Hjalti markaðsfræðingur, f.
6. júní 1991, og Kjartan, nemi í
hagnýtri stærðfræði, f. 13. febr-
úar 1996. 4) Margrét Dóra, staf-
rænn hönnunarleiðtogi, f. 8. apr-
íl 1974. Eiginmaður hennar er
Hjálmar Gíslason frumkvöðull, f.
30. janúar 1976. Sonur þeirra er
Ómar Hugi, f. 5. júlí 2011.
Ragnar ólst upp í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1950, fyrrihlutaprófi í bygg-
ingaverkfræði frá Háskóla Ís-
lands og síðarihlutaprófi frá
danska tækniháskólanum í
Kaupmannahöfn 1956. Það sama
ár hóf hann störf hjá Bandaríkja-
her á Keflavíkurflugvelli og var
yfirverkfræðingur og síðar
framkvæmdastjóri verkfræði-
deildar sjóhersins. Árið 1966 fór
Ragnar til starfa hjá Alusuisse í
Austurríki og Sviss og tók við
starfi forstjóra ÍSAL í Straums-
vík 1969. Því starfi gegndi Ragn-
ar til ársins 1988 en þá tók hann
við stjórnarformennsku fyrir-
tækisins. Ragnar mótaði og lagði
grunn að uppbyggingu og starfs-
háttum stóriðju á Íslandi, enda
var álverið í Straumsvík hið
fyrsta sinnar tegundar á landinu.
Um dagana gegndi Ragnar fjöl-
mörgum félags- og trúnaðar-
störfum. Hann var í stjórn
Stjórnunarfélags Íslands og for-
maður þess á 8. áratugnum.
Hann átti sæti í stjórn Verkfræð-
ingafélags Íslands í nokkur ár og
var formaður þess um skeið, var
lengi í forystusveit Verslunar-
ráðs Íslands og formaður þess
1982-1986. Ragnar var einn af
stofnendum landsskrifstofu Al-
þjóðaviðskiptaráðsins árið 1993
og sat í stjórn þess í áratug. Þá
var Ragnar lengi í framkvæmda-
stjórn Vinnuveitendasambands
Íslands auk þess að sitja í stjórn-
um fjölda fyrirtækja og félaga og
sem dæmi má nefna Pólar, Rót-
arýklúbb Reykjavíkur og Hjarta-
vernd.
Ragnari var veitt heiðurs-
merki Verkfræðingafélags Ís-
lands 1998 og var útnefndur
heiðursfélagi Verslunarráðs Ís-
lands 2012.
Útför Ragnars fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 2. septem-
ber 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hannesdóttir, f. 12.
júlí 1899, d. 17. maí
1992. Börn Ragnars
og Margrétar eru:
1) Kristín Vala jarð-
efna- og sjálfbærni-
fræðingur, f. 27.
mars 1954. Eigin-
maður var Bernard
J. Wood, f. 10. maí.
1948. Börn þeirra
eru: a) Tómas Ragn-
ar læknir og lífeðlis-
fræðingur, f. 6. september 1984,
giftur Elizabeth Nance efnaverk-
fræðingi, f. 21. febrúar 1985, og
b) Katrín Margrét klínískur sál-
fræðingur, f. 28. desember 1986.
Þau skildu. Seinni maður Krist-
ínar Völu var Harald U. Sverd-
rup, f. 31 janúar 1954. Þau
skildu. Kristín Vala á átta stjúp-
börn og fjögur stjúpbarnabörn.
2) Halldór Páll byggingaverk-
fræðingur f. 28. maí 1955, kvænt-
ur Jóhönnu Huldu Jónsdóttur
efnaverkfræðingi og viðskipta-
fræðingi f. 1. nóvember 1957.
Synir þeirra eru: a) Matthías
Ragnar byggingaverkfræðingur,
f. 23. janúar 1989, og b) Stefán
Jón samskiptafræðingur f. 21.
Það er höggvið stórt skarð í
fjölskylduna þegar pabbi fer.
Hann var líka stórmenni. Hávax-
inn og herðabreiður en líka mikill
persónuleiki. Hann hló hátt og
barði í borðið til að leggja áherslu
á mál sitt. Hann hafði sterkar
skoðanir og innilega sannfæringu.
Hann hefði orðið níræður í gær, 1.
september og var því fjölskyldan
sem býr erlendis á leið til landsins
til að halda upp á stórafmælið. Í
staðinn heiðrum við nú minningu
pabba.
Pabbi var maður framkvæmda,
hann var alltaf á fullu. Við munum
eftir honum sem uppteknum föður
með lítinn tíma fyrir fjölskylduna.
Enda var fjölskyldan yfirráða-
svæði mömmu. Þegar hann var
ekki að vinna var hann á stjórn-
arfundum eða að spila bridds. Af
og til gafst þó tími til að spila við
okkur og það dró aldrei úr spila-
gleði pabba að taka slag og vinna.
Jafnvel fram á það allra síðasta.
Svo var farið í sunnudagsbíl-
túra í Sædýrasafnið eða út í busk-
ann, þar sem nær hver brú sem
farið var yfir var eins og brúin sem
hann teiknaði sem lokaverkefni í
verkfræðinni, eða svo sagði hann
okkur! Pabbi hafði unun af því að
keyra og var mikill bíladellukarl.
Ekki var nóg að aka greitt á göt-
um bæjarins og nágrennis heldur
var fengin frekari útrás í ralli þar
sem þeyst var um fjallvegi lands-
ins á Austin Mini. Sigurður fékk
að fara á eina æfingu og var það
næsta sem hann hefur komist
himnaríki hingað til. Einnig var
keppt í akstri á ís en keppnin fólst í
því að spóla í sem flesta hringi með
tilþrifum. Þá kom sér vel að eiga
kraftmikinn, afturhjóladrifinn
BMW á ónegldum dekkjum, en
pabbi ók helst ekki um á öðru.
Enda vann hann keppnina með
yfirburðum. Pabbi var líka einn
fárra sem gátu lagt upp við kant
með 180 gráðu handbremsu-
beygju. Milli bíla. Þegar hann var
kominn yfir sjötugt.
Ef eitthvað hægði á í kringum
hann braust framkvæmdagleðin
fram í að hann fann sér alltaf eitt-
hvert verkefni. Hvort sem það var
að taka til í herbergi Möggu Dóru
og losa hana við eitthvert „drasl“
(t.d. lúna uppáhaldsbangsann) eða
byggja kassabíla fyrir barna-
börnin. Hann var í essinu sínu
þegar hann var að leysa eitthvert
vandamál. Og hann vildi allt fyrir
okkur gera. Þess vegna var ágætt
að skilja ekki skólaverkefni eftir á
glámbekk. Jafnvel yfirfarin verk-
efni sem var búið að gefa einkunn
fyrir fékk maður vandlega útkrot-
uð með ábendingum um hvað
mætti betur fara.
Pabbi ætlaðist líka til þess að
við stæðum okkur. Þegar Vala
kom stolt heim með 9,11 í aðal-
einkunn í 11 ára bekk spurði hann
hve margir hefðu verið fyrir ofan
hana! En hann var ekki ósann-
gjarn ef hlutir gengu ekki sem
skyldi. Hann vildi hvetja okkur
áfram og kenna okkur að taka á
áföllum á leiðinni. Halldór minnist
þess að hann fékk ýmis heilræði
frá pabba, þar á meðal „ef þú ekki
trúir á sjálfan þig, hver á þá að
gera það?“ Pabbi var stoltur af
börnunum sínum og bæði undr-
aðist og dáðist á efri árum að því
hve vel okkur öllum hefði farnast í
lífinu. Hann var einnig montinn af
barnabörnum og fylgdist með
þeirra árangri í námi og störfum.
Að því búum við öll.
Pabbi lifir í minningu okkar.
Kristín Vala, Halldór,
Sigurður og Margrét Dóra.
Tengdafaðir minn, Ragnar S.
Halldórsson, er látinn. Ragnar
var mikill maður, í öllum skilningi
þeirra orða.
Þegar ég kynntist Ragnari
hafði hann að mestu lokið sínum
starfsferli sem var langur og
merkilegur. Ég held að það sé
óhætt að segja að Ragnar hafi
verið meðal þeirra manna sem
fluttu nútímann til Íslands á síðari
hluta seinustu aldar. Auk starf-
anna hjá ÍSAL var hann meðal
frumkvöðla í verðbréfaviðskipt-
um, hvatamaður að stofnun Há-
skólans í Reykjavík og kom að
stofnun, fjármögnun og stjórnun
fjölmargra fyrirtækja, stórra og
smárra.
Ragnar var boðinn og búinn að
hjálpa og laga, ekki síst með aukn-
um frítíma. Þegar ég stofnaði mitt
fyrsta fyrirtæki og vildi fá þangað
nettengingu voru svörin þau að
bið eftir slíku væri að lágmarki
sex vikur. Ragnar fékk veður af
þessu og morguninn eftir sótti
hann mig snemma og gekk með
mig á fund Þórarins V. sem þá var
forstjóri Landssímans. Tauga-
trekktur gat unglingurinn ég rétt
stamað upp úr mér hvers kyns
var. Ragnar og Þórarinn skiptust
svo á nokkrum gamansögum og
seinna sama dag var komin blúss-
andi nettenging í fyrirtækið.
Í annað skipti var ég á leiðinni á
mikilvægan fund að morgni dags.
Ég vakna fyrir allar aldir til að
hafa mig til og hef rakstur. Þar
sem ég stend yfir vaskinum og
renni klippunum í gegnum hárið
gefa klippurnar sig. Þarna stend
ég með eina rönd rakaða yfir miðj-
an skallann og er ekki skemmt,
síst miðað við skellihlæjandi
Möggu Dóru. Hún skýst í símann
og nær á pabba sinn áður en hann
fer í morgunsundið. Fimm mínút-
um síðar er álskallinn sjálfur
mættur inn á baðherbergisgólf
heima hjá okkur með allar græjur
til að ég geti lokið verkinu og látið
taka mig alvarlega, enda eðli
málsins samkvæmt vel græjaður
til slíkra verka.
Á sunnudögum réðum við
krossgátuna saman. Ragnar var
margfróður og oftar en ekki var
svo gripið til ýmissa uppflettirita
en af þeim var gnægð á heimili
Ragnars og Margrétar. Við
Magga Dóra sáum svo um það
sem netið gat hjálpað við. Þessi
samvinna skilaði góðum árangri.
Þau voru ófá símtölin frá Ragnari
þar sem á mánudegi hann hringdi
sigri hrósandi með orðið sem upp
á vantaði og gátuna klára.
Ragnar var mikill sögumaður,
og átti margar og merkilegar sög-
ur. Sagnastíll hans var þannig að
yfirleitt voru margar hliðarsögur
og útúrdúrar. Oft þurfti að fletta
upp í samtíðarmönnum svo að
örugglega væri rétt farið með ætt-
erni eða ártöl og stundum lauk
ekki endilega þeirri sögu sem lagt
var upp með. Það kom þó ekki að
sök, hún var þá bara börnuð sem
hliðarsaga í annarri frásögn síðar.
Síðustu árin var heilsu Ragnars
farið að hraka. Hugurinn gaf eftir
á undan líkamanum og að minnsta
kosti einu sinni hélt ég að ég hefði
kvatt Ragnar í hinsta sinn, en
þessi stóri sterki maður stóð alltaf
upp aftur. Smám saman gaf
skrokkurinn þó eftir líka og að
lokum kom hinsta kallið og hvíldin
þá orðin kærkomin.
Eftir standa djúp spor, ekki
bara meðal fjölskyldu og fjöl-
margra vina, heldur í samfélaginu
öllu.
Vertu sæll Ragnar, í huganum
týnist höndin á mér í síðasta sinn í
þinni í þéttingsföstu handabandi.
Hjálmar Gíslason.
Mig langar að minnast Ragn-
ars tengdaföður míns fyrrverandi
með nokkrum orðum en fyrstu
kynni okkar voru þegar ég sem
nýútskrifaður stúdent hóf störf
hjá Verzlunarráði Íslands þar sem
Ragnar var þá formaður. Var mér
strax ljóst að þarna var kröftugur
maður á ferð og aldrei lognmolla
þar sem hann var nálægt. Kynni
mín af Ragnari urðu svo af öðrum
toga þegar við Siggi fórum að vera
saman og ég fór að venja komur
mínar á Laugarásveginn á heimili
þeirra hjóna en á þessum tíma var
Ragnar í krefjandi starfi og mikið
fjarverandi. Samverustundirnar
urðu svo fleirri þegar árin liðu og
börnin okkar Sigga, Bjarki Már
og Margrét Eva, voru komin til
sögunnar. Sunnudagsmatur á
Laugarásveginum var fastur
punktur í tilverunni og minnist ég
Ragnars sitjandi í stólnum sínum
með tónlistina í útvarpinu ómandi
um húsið, umvafinn bókum og
með sunnudagskrossgátu
Morgunblaðsins sem ég var ný-
græðingur í og reyndum við oft í
sameiningu að finna síðustu orðin
í gátuna. Ragnar var mjög góður
afi og áhugasamur um að gera
hluti með barnabörnunum og
hafði þá kannski meiri tíma en
raunin var þegar hans eigin börn
voru að vaxa úr grasi. Þær voru
margar ferðirnar á Þúfu til að
heimsækja afa og ömmu í bústað-
inn þar sem Ragnar naut sín og
alltaf var tekið vel á móti okkur og
allt gert til að barnabörnin gætu
unað sér þar. Gömlu rólurnar
voru fluttar af Laugarásveginum
og hann smíðaði flott barnahús
sem mikið var leikið í. Það má svo
ekki gleyma frábærum kassabíl
sem Ragnar smíðaði handa þeim
og heilmikil vinna var lögð í og var
hann mikið notaður á stóra pall-
inum við bústaðinn. Þær voru líka
ófáar ferðirnar sem keyrt var með
afa í stóru hjólbörunum niður að
vatni til að vitja um aflann. Þegar
skólinn byrjaði á haustin var fast-
ur punktur að Margrét og Bjarki
fóru með afa í verslunarleiðangur
sem hann var mjög áhugasamur
um, til að kaupa inn það sem
þurfti fyrir skólann það árið. Ég
minnist Ragnars með hlýju en
samskipti okkar voru alltaf mjög
góð og mér var ávallt vel tekið og
fékk bros og þétt faðmlag þegar
ég kíkti í heimsókn. Því miður er
ég ekki á landinu og get ekki kvatt
Ragnar í dag en vil þakka fyrir
samveruna í gegnum árin og sendi
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til Kittýjar og allrar fjölskyld-
unnar.
Kristín Magnúsdóttir.
Ótal minningar koma í hugann
þegar ég minnist Ragnars S. Hall-
dórssonar, föðurbróður míns. Ég
man þegar ég passaði börn þeirra
Ragnars og Kittýjar, þau Kristínu
Völu og Halldór Pál, fyrir fimm
krónur á dag, sem mér fannst
stórfé í þá daga. Þá starfaði Ragn-
ar á Keflavíkurflugvelli fyrir
bandaríska herinn og stýrði þar
framkvæmdum af ýmsum toga.
Hann átti amerískan kagga,
glæsilega drossíu, og ók daglega
milli Reykjavíkur og Keflavíkur,
oftast hratt, og stundum mjög
hratt. Hann var þessi glæsilegi
frændi sem allt kunni og allt gat,
og leysti að sjálfsögðu úr hvers
manns vanda. Okkur fannst það
vera stórmerk tíðindi þegar hann
var ráðinn til Alusuisse, sviss-
neska fyrirtækisins sem ætlaði að
reisa álverksmiðju í Straumsvík
og gerðist svo forstjóri álversins
þegar það hóf rekstur sinn árið
1969. Á sama tíma reyndust þau
Ragnar og Kittý fjölskyldu minni
einstaklega vel á sorgartíma inn-
an fjölskyldunnar. Ragnar var
stór og stæðilegur maður, stór í
öllum skilningi þess orðs, greið-
vikinn og úrræðagóður og vissu-
lega fjallmyndarlegur. Hann
stundaði íþróttir á sínum yngri ár-
um, spilaði bridge og veiddi lax, og
hafði unun af klassískri tónlist.
Við deildum áhuga á tónlist, ég
var félagi í Karlakórnum Fóst-
bræðrum og í samræðum okkar á
milli eitt sinn nefndi ég við hann
að nú væri ýtt á mig að taka að
mér formennsku í kórnum. Ég var
eitthvað hikandi í þessu, fannst
þetta ekki rétti tíminn, og ég væri
kannski ekki alveg tilbúinn í slag-
inn. Ragnar hélt nú ekki. Ég ætti
bara að kýla á þetta, maður gæti
allt sem maður vildi. Og auðvitað
tók ég að mér formennskuna.
Ragnar var óþolinmóður að eðl-
isfari og ef eitthvað þurfti að gera,
þá varð að ganga í hlutina þegar í
stað. Ég minnist þess að ein-
hverju sinni á síðari árum rædd-
um við saman sem oftar um tónlist
í fjölskylduboði og ég nefndi það
m.a. að nú væri skarð fyrir skildi
hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands,
því Lárus Sveinsson trompetleik-
ari var þá nýfallinn frá. Síðan
gerðist það nokkrum dögum síðar
að Ragnar hringdi í mig og til-
kynnti mér að hann væri búinn að
finna trompetleikara fyrir sinfón-
íuna, einhvern bráðsnjallan tón-
listarmann frá Sviss. Mér vafðist
að vísu tunga um tönn, það væri
kannski ekki í okkar verkahring
að hafa uppi á hljóðfæraleikurum
fyrir sinfóníuna, og það fór svo að
starfsmannamál hennar voru ekki
á okkar borði. En svona var Ragn-
ar. Hann var vissulega ráðríkur
en ráðríkur í besta skilningi þess
orðs. Hann vildi leggja sín lóð á
vogarskálarnar til þess að koma
góðu til leiðar, og það gerði hann
svo sannarlega.
Ég minnist Ragnars með sökn-
uði og þakklæti, minning hans
mun lifa um ókomna tíð. Elsku
Kittý, Kristín Vala, Halldór Páll,
Sigurður Ragnar og Magga Dóra,
við Þórunn sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Stefán Már Halldórsson.
Í dag fer fram útför Ragnars S.
Halldórssonar, fyrrverandi for-
stjóra og stjórnarformanns ÍSAL,
Íslenska álfélagsins hf. Ragnar
var einn af mikilvirkustu forystu-
mönnum íslensks viðskiptalífs til
margra ára. Hann var skeleggur
baráttumaður fyrir frjálsum og
heilbrigðum viðskiptaháttum og
framförum í atvinnulífi þjóðar-
innar.
Ég kynntist Ragnari fyrst þeg-
ar hann kom til forystu í Verzl-
unarráði Íslands en ég var þá hag-
fræðingur ráðsins. Ragnar varð
varaformaður Verzlunarráðsins í
febrúar 1978 undir formennsku
Hjalta Geirs Kristjánssonar en
Hjalti Geir réð mig sem fram-
kvæmdastjóra á miðju ári 1979.
Samstarf þeirra hélt áfram eftir
aðalfundinn 1980 uns Ragnar tók
við formennsku á aðalfundi hinn
25. febrúar 1982. Tók þá við náið
samstarf okkar Ragnars. Ragnar
gegndi formennsku í tvö kjör-
tímabil og lét af formennsku á að-
alfundi hinn 6. mars 1986.
Stjórnartíð Ragnars í Verzl-
unarráðinu var merkilegur tími í
sögu ráðsins. Á 65 ára afmælisári
sínu flutti Verzlunarráðið í nýtt
húsnæði á 7. hæð í Húsi versl-
unarinnar. Þá var Landsnefnd Al-
þjóðaverzlunarráðsins stofnuð í
apríl 1983 að frumkvæði Verzl-
unarráðsins. Ragnar átti sæti í
fyrstu stjórn hennar.
Viðskiptaþingið, sem haldið var
í febrúar 1983, undir yfirskriftinni
Frá orðum til athafna markaði
viss vatnaskil í baráttu Verzlunar-
ráðsins fyrir stefnumálum sínum.
Á næstu árum urðu þannig þær
breytingar í átt til frjálsræðis sem
í heild sinni ollu straumhvörfum í
íslensku atvinnulífi. Þær færðu
efnahagslífið frá verulegum ríkis-
afskiptum til þess frjálsræðis sem
nú er. Frjáls verðmyndun, frjáls-
ræði í vaxta- og lánamálum, og
varðandi gjaldeyris- og utanríkis-
viðskipti, svo og upphaf einkavæð-
ingar rekur upphaf sitt til þessa
tíma.
Það var gott að starfa með
Ragnari. Hann hafði víðtæka
stjórnunarreynslu og kunni vel
skil á milli framkvæmdastjórnar
og stjórnarformennsku. Okkur
var vel til vina og ég held að virð-
ingin hafi verið gagnkvæm. Hann
var ráðagóður og víðsýnn en gat
einnig verið fljótur til ákvarðana,
jafnvel fljótfær. Eftir afmælisfund
hjá EFTA í Vín áttum við t.d. laus-
an tíma og datt Ragnari þá í hug
að skjótast í bíltúr austur fyrir
Járntjaldið, til Bratislava í Tékkó-
slóvakíu. Okkur vantaði vega-
bréfsáritun en tókst að komast í
gegnum nokkur landamærahlið
áður en okkur var snúið til baka.
Mér var ekki orðið sama en Ragn-
ar var óhræddur. Og hann hrædd-
ist ekki að koma fram með hug-
myndir sem hristu upp í
viðteknum skoðunum. Áramóta-
grein hans um gjaldmiðil okkar,
krónuna, sem Morgunblaðið birti í
árslok 1985 er e.t.v. skýrasta
dæmi þess.
Við Ragnar áttum margar góð-
ar samverustundir, í ferðalögum
erlendis, í störfum fyrir Verzlun-
arráðið og á heimili hans og Mar-
grétar á Laugarásveginum. Fyrir
það ber að þakka. Við Jóhanna
sendum Margréti og börnum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Árni Árnason.
Ragnar S. Halldórsson verk-
fræðingur var með okkur í sund-
laugunum um árabil.
Við minnumst Ragnars sem
góðs og ákveðins félaga, sem hafði
skoðanir á mönnum og málefnum.
Rómsterkur og mikill á velli, af-
gerandi í framgöngu og alsköllótt-
ur lengi.
Ég sem var beðinn um að skrifa
nokkrar línur fyrir hönd pott-
flokksins á margar góðar minn-
ingar um Ragnar Halldórsson. Við
kynntumst í stjórn Verkfræðinga-
félagsins fyrir margt löngu. Þá var
Ragnar forstjóri í stærsta fyrir-
tæki landsmanna, ÍSAL, og þjóðin
gaf honum fljótt nafnið Álskalli.
Það vakti nokkra athygli að Ís-
lendingur skyldi veljast í æðstu
stöðu í erlendu fyrirtæki. En
Ragnar var maður sem sópaði að
hvar sem hann kom. Þá ók hann
um á sportlegum BMW og lá mik-
ið á. Fóru sögur af því að hann
væri góðkunningi umferðarlög-
reglunnar sem var víst ekki alltaf
dús við ökulag kappans þegar
hann var að flýta sér sem var æði
oft.
Ragnar var áberandi í þjóðlíf-
inu á og tók þátt í félagsstörfum
atvinnurekenda. Hann kom víða
við í störfum og öðlaðist margar
viðurkenningar fyrir störf sín.
Svo reit Halldór H. Jónsson
arkitekt um Ragnar fimmtugan:
„Áður en Ragnar réðist til ís-
lenzka Álfélagsins var hann verk-
fræðingur hjá flugher Bandaríkj-
anna á Keflavíkurflugvelli árin
1956-59, en þangað réðist hann að
afloknu prófi í byggingaverkfræði
frá DTH í Kaupmannahöfn. Yfir-
verkfræðingur var hann frá 1959
til 1961 og framkvæmdastjóri
verkfræðideildar sjóhers Banda-
ríkjanna á Keflavíkurflugvelli árin
1961 til 1966... Eftir að hann varð
forstjóri ISAL sótti hann nám-
skeið í stjórnun í Zürich og Fon-
tainebleu... Ragnar var í stjórn
Bridgefélags Reykjavíkur ...
...Ragnar er giftur sérstaklega
góðri og myndarlegri konu, Mar-
gréti Sigurðardóttur, stórkaup-
manns í Reykjavík Þorsteinsson-
ar. Þau hjónin eiga tvo syni og
tvær dætur. Kristínu Völu, jarð-
Ragnar S.
Halldórsson