Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Traust og fagleg starfsmannaveita sem þjónað hefur íslenskum fyrirtækjum í áraraðir Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk | S. 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fellibylurinn Dorian náði inn á land á Bahamaeyjum kl. 12.40 að staðar- tíma í gær [16.40 GMT]. Um er að ræða fimmta stigs fellibyl en sam- kvæmt mælingum frá bandarísku fellibyljamiðstöðinni varð Dorian öfl- ugasti fellibylurinn til að fara inn á land á svæðinu þegar hann náði inn á Abaco-eyjar, sem eru hluti Bahama- eyja. Vindhraði Dorian mældist 82 metrar á sekúndu þegar hann fór inn á land. Samkvæmt fellibyljamiðstöð- inni er „hamfaraástand“ á Bahama- eyjum. „Þetta er örugglega sorgleg- asti og versti dagur lífs míns til þess að ávarpa bahameysku þjóðina,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráð- herra Bahamaeyja, á blaðamanna- fundi. „Við erum að kljást við fellibyl ólíkan öllum öðrum sem við höfum séð í sögu Bahamaeyja,“ sagði Minnis, sem brast í grát á blaða- mannafundinum. Samkvæmt fréttaveitu AFP hefur fimm til sjö metra hátt sjávarflóð valdið því að Abaco-eyjar eru nær allar undir vatni. Tilkynnt var í svæðisútvarpi á Bahamaeyjum um fólk sem óskaði eftir aðstoð eftir að þak Island Breeze-hótelsins á Abaco-eyjum fauk af. Fjölmargir íbúar Abaco-eyja ákváðu að verða eftir og sitja af sér storminn þrátt fyrir að yfirvöld á Bahamaeyjum hvettu fólk til að yfirgefa svæðið. Haft er eftir Troy Albury, íbúa á eyj- unum, í dagblaðinu The Nassau Guardian að um 150 manns hafi orðið eftir á Guana Cay, sem er fyrir miðju Abaco-eyja. Allt rafmagn fór af svæðinu skömmu áður en stormur- inn fór inn á land. Leita skjóls á Pelican Bay Svíinn Magnus Alnebeck, hótel- stjóri Pelican Bay-hótelsins á Grand Bahama, er búinn að byrgja alla glugga og dyr hótelsins, þar sem hann mun leita skjóls meðan storm- urinn ríður yfir. „Við höfum það fínt eins og er. Við erum í svona fjögurra tíma akstri frá miðju stormsins sem er að fara yfir Bahamaeyjar. Það eru svona 80 til 90 kílómetrar í Dorian. Það er hins vegar mjög mikill vindur hérna og mikill öldugangur,“ sagði Alnebeck þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Hann segir að allir ferðamenn hafi verið sendir heim af eyjunni. „Hér eru bara heimamenn núna og þeir utan- aðkomandi einstaklingar sem þurfa að vera hérna, t.d. vegna þess að þeir eru með skip í höfninni. Annars hef- ur eyjunni í raun bara verið lokað.“ Allir starfsmenn Pelican Bay voru sendir heim en ákveðinn hópur starfsmanna var beðinn um að vera eftir til að gæta hótelsins. „Megin- markmið okkar eftir storminn er auðvitað að gera hótelið aftur starf- hæft sem fyrst,“ segir Alnebeck. Stálplötur fyrir öllum gluggum Spurður hvernig aðstaðan á hótel- inu sé segir hann það frekar öruggt. „Við erum búin að setja upp stál- plötur fyrir öllum gluggum og erum með sandpoka fyrir öllum dyrum. Þá erum við með birgðir fyrir næstu 30 klukkutímana.“ Hann segir að flestir á Bahama- eyjum séu skiljanlega áhyggjufullir um þessar mundir, þá sérstaklega þeir sem eiga veika eða aldraða ætt- ingja. „Þetta er samt með einhverj- um hætti hluti af því að búa hérna. Við búum í paradís megnið af tím- anum en svo á nokkurra ára fresti fáum við fellibyl yfir okkur og við þurfum að sætta okkur við það að lífi okkar sé snúið á hvolf,“ segir Alne- beck yfirvegaður. Ásamt starfsfólkinu og fjölskyld- um þeirra verða Dunya Alnebeck, eiginkona Magnusar, og hundarnir þeirra tveir á hótelinu næsta sólar- hring. Hann sagðist ekki hafa fengið fregnir í gærkvöldi frá fréttamiðlum á Bahamaeyjum um alvarleg slys eða andlát af völdum fellibylsins enn sem komið er. „Ég vona bara að allir hafi hlustað á ráð yfirvalda og haldið sig innandyra. Því þrátt fyrir að þök og fleira geti fokið ættu flestir að ná að sitja af sér fellibylinn ef þeir loka sig inni á öruggum stöðum,“ segir Alnebeck. Hamfarir á Bahamaeyjum  Fellibylurinn Dorian gengur nú yfir Bahamaeyjar  Vindhraði yfir 82 m/s  Kröftugasti fellibylur svæðisins sem fer inn á land frá því að mælingar hófust mbl.is/Lyndah Wells Höfuðborgin Mikill vindur og sjávarflóð af völdum fellibylsins Dorian hefur fleytt sandi frá ströndum upp á nálæga vegi í höfuðborginni Nassau. Fellibylurinn heldur áfram að herja á Bahamaeyjar í dag áður en það fer að lægja. AFP Pelican Bay-hótelið Stálplötum hefur verið komið fyrir í öllum gluggum hótelsins. Athugist að myndin er tekin áður en stormurinn náði til lands. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, bað Pólverja fyrirgefn- ingar vegna síðari heimsstyrjaldar- innar við minningarathöfn í Póllandi í gær. Innrás Þjóðverja í Pólland markaði upphaf styrjaldarinnar. „Ég lýt höfði fyrir pólskum fórnar- lömbum þýsku harðstjórnarinnar. Og ég bið um fyrirgefningu ykkar,“ sagði Steinmeier á þýsku og pólsku. Minningarathöfnin fór fram í bænum Wielun, þar sem loftárásir Þjóðverja hófust fyrir 80 árum. Talið er að um 70 til 85 milljónir manna hafi farist í stríðinu, sem er það mannskæðasta í sögunni. Um það bil sex milljónir Pólverja létu lífið í stríðinu. Um helmingur af þeim sex milljónum gyðinga sem létu lífið í stríðinu voru Pólverjar. Grimmdarverk og stríðsglæpur Andrzej Druda, forseti Póllands, sagði árásir nasista í styrjöldinni grimmdarverk og stríðsglæp. „Ég er handviss um að þessi minn- ingarathöfn muni styrkja vinabönd pólsku og þýsku þjóðarinnar,“ sagði hann jafnframt og þakkaði Stein- meier fyrir að vera viðstaddur. Alls voru 250 þjóðhöfðingjar og ráð- herrar í Póllandi vegna tímamót- anna, þ. á m. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem var við fjöl- menna minningarathöfn í Varsjá. Pólverjar vilja fá bætur Þrátt fyrir að um 80 ár séu liðin frá innrásinni í Pólland eru enn óút- kljáð mál milli þjóðanna tveggja. Pólska ríkið telur að Þjóðverjar skuldi þeim bætur vegna stríðsins. Þingnefnd í Póllandi vinnur nú að því að greina heildarkostnað á því tjóni sem stríðið olli. Á fréttaveitunni AFP kemur hins vegar fram að yfir- völd í Þýskalandi telji öllum bóta- málum vegna heimsstyrjaldarinnar vera lokið. mhj@mbl.is Bað Pólverja fyrirgefningar  80 ár liðin frá upphafi stríðsins AFP Stríð Steinmeier (t.v.) og Druda (t.h.) minnast fornarlamba stríðsins. Stjórnmálaflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) bætti við sig miklu fylgi í sambandslandskosn- ingum í Þýskalandi í gær. Íbúar í tveimur austurþýskum sambands- löndum, Saxlandi og Brandenborg, gengu til kosninga í gær en AfD bætti við sig 18,4% í Saxlandi og 12,3% í Brandenborg. Fylgi AfD er því 27,8% og 23,7% í Brandenborg eftir kosningarnar í gær. Stóru flokkarnir tapa fylgi Í hvorugu sambandslandinu nýt- ur AfD þó mests fylgis. Í Saxlandi eru Kristilegir demókratar, CDU, flokkur Angelu Merkel, með 33,1% fylgi. Flokkurinn tapaði þó 6,3% frá síðustu kosningum. Í Branden- borg eru sósíaldemókratar, SPD, enn efstir, með 26,6%, en hafa þó tapað 5,3%. AfD fylgir fast á hæla þessara flokka með næstmesta fylgið í báðum sambandslönd- unum. „AfD er sigurvegari þessara kosninga. Dagurinn í dag er sögu- legur: Flokknum okkar hefur tek- ist að veikja stoðir höfuðstöðva kristilegra demókrata í Saxlandi,“ sagði Jörg Urban, leiðtogi AfD í Saxlandi. Ólíklega á leið í stjórn Þrátt fyrir afgerandi fylgisaukn- ingu er AfD líklega ekki á leiðinni í stjórn, enda flestir flokkar búnir að sverja af sér samstarf við flokk- inn fyrir kosningarnar. Hefð- bundnu flokkarnir, CDU og SPD, mynda ríkisstjórn Þýskalands og hafa gert áratugum saman. Afhroð í þessum kosningum hefði getað teflt stjórnarsamstarfinu í tvísýnu. Flokkarnir héldu þó velli, segir á fréttavef Bloomberg. AfD vinnur kosninga- sigur í Þýskalandi KOSNINGAR Í ÞÝSKALANDI Kosið Jörg Urban (f.m.) að fylgjast með kosninganiðurstöðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.