Morgunblaðið - 02.09.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2019
anna á austrænni dulspeki og
trúarbrögðum og andlegri ástund-
um tengdri þeim en Sigurður Bogi
fann í kristinni hefð allt sem and-
legir leitendur þörfnuðust að hans
dómi og hann lét þau orð ein-
hverju sinni falla í gríni að óþarfi
væri að fara yfir lækinn til að
sækja sér vatn. Á síðari árum varð
Sigurður Bogi virkur þátttakandi í
starfi kaþólsku kirkjunnar á Ís-
landi.
Það var undantekningarlaust
húsfyllir þegar Sigurður Bogi hélt
erindi í Lífspekifélaginu. Þau voru
rík að innihaldi en um leið borin
fram á aðgengilegan hátt og
gjarna krydduð með nokkurri
gamansemi. Á kvöldvökum á sum-
arsamverum félagsins stytti Sig-
urður Bogi gestum gjarna stundir
með gamanmálum.
Um mikla mannkosti Sigurðar
Boga ætla ég ekki að fjölyrða hér,
eflaust verða margir til þess en þó
vil ég geta þess að hann var ein-
stakt ljúfmenni í allri framgöngu.
Sigurður Bogi skipar varanlegan
sess í hugum og hjörtum þeirra
sem áttu því láni að fagna að kynn-
ast honum. Við minnumst hans öll
af hlýhug.
Jón Ellert Benediktsson.
Við andlát Sigurðar Boga Stef-
ánssonar vinar míns er margt sem
leitar á hugann. Við vissum fyrst
hvor af öðrum þegar við urðum
bekkjarbræður í fjórða bekk í
MR. Ég gerði mér fljótt grein fyr-
ir að hann var frábær námsmaður
og einn af þeim sem voru alltaf
með sitt á hreinu. Ég naut fljót-
lega góðs af því, en þar sem við
vorum síðastir í stafrófinu á
bekkjarlistanum vorum við oft
saman um tilraunir og skýrslu-
gerð vegna þeirra. Þarna sá ég
fyrst hvað hann var vandvirkur,
hjálpsamur og átti auðvelt með að
útskýra flókna hluti á einfaldan
hátt. Hann var mjög vel lesinn á
mörgum sviðum og hafði til dæmis
góða þekkingu á ýmiss konar tón-
list, enda hafði hann verið sumar-
starfsmaður í einni af hljómplötu-
búðum bæjarins.
Þegar hluti bekkjarins færðist í
náttúrufræðideild í 5. bekk tengd-
umst við nýjum félögum. Þar varð
til vinahópur sem hefur haldið
tengslum alla tíð síðan. Í þessum
félagsskap blómstraði Sigurður
Bogi. Þar kom fljótlega fram stór-
kostlegur húmor hans og einstakir
frásagnarhæfileikar, sem við vin-
irnir áttum ekki möguleika á að
toppa. Menntaskólaferðalagið
okkar til Ítalíu er ógleymanlegt
fyrir margra hluta sakir og varð
Sigurði efni til skemmtilegra frá-
sagna. Vinahópurinn stækkaði og
hélt vel saman næstu árin, en eftir
það skildu leiðir um tíma meðan
við tók framhaldsnám margra er-
lendis. Þegar Sigurður var kom-
inn heim aftur eftir að hafa lokið
námi í geðlækningum í Svíþjóð,
kom hann oft í heimsókn og sátum
við margar kvöldstundirnar á
spjalli yfir tebolla. Umræðuefnin
voru mörg og ólík, samræðurnar
alltaf gefandi, en á þeim tíma sem
liðinn var höfðu áhugamál hans
breyst. Hann var enn með sama
góða húmorinn og sá hlutina í
skemmtilegu ljósi, en andleg mál-
efni eins og hugleiðsla og trúmál
voru nú orðin honum hugleikin.
Á seinni hluta ævinnar fannst
mér Sigurður láta fremur lítið fyr-
ir sér fara og gera sér far um að
lifa fábrotnu lífi á veraldlega vísu.
Hann var traustur vinur vina
sinna og ef eitthvað bjátaði á hjá
öðrum var hann fljótlega mættur
á staðinn með sitt góðlega viðmót,
tilbúinn til að veita liðsinni sitt.
Sigurður var heilsuveill eftir að
hann gekk í gegn um krabba-
meinsmeðferð fyrir nokkrum ár-
um. Heilsu hans tók að hraka
hratt í sumar og þegar við töluð-
um síðast saman á afmælisdegi
hans 10. ágúst, var hann orðinn
mjög veikur inni á spítala og það-
an varð ekki aftur snúið.
Í mínum huga var Sigurður
Bogi einstakur vinur. Við fráfall
hans er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að eiga vináttu
hans öll þessi ár. Ég votta Rögnu
systur hans og fjölskyldu hennar
innilega samúð.
Þorvaldur Bragason.
Er þetta sæti laust? – heyrði ég
sagt út undan mér og áður en ég
hafði litið upp varstu sestur við
hliðina á mér. Þetta var í upphafi
3. bekkjar MR og sátum við hlið
við hlið það sem eftir var skóla-
göngunnar. Við skiptumst ekki á
mörgum orðum fyrsta daginn en í
þögninni innsigluðum við vináttu
sem hefur verið mér dýrmæt og
gaf mér styrk til að keppa að og
ná settum markmiðum í námi,
fyrst í menntaskóla og síðar í
læknisfræðinni. Oft vorum við
heima hjá þér á Tómasarhagan-
um eftir skóla og um helgar og
krufðum öll heimsins málefni.
Móðir þín bar í okkur bakkelsi og
best þótti mér nýbökuð hjóna-
bandssælan sem mamma þín vissi
að ég gat ekki staðist. Súkku-
laðikakan rann einnig ljúflega nið-
ur með ómældri mjólk. Faðir þinn
var Frímúrari og forvitni okkar
vaknaði til að kanna sögu og inn-
tak þeirra samtaka. Fór það svo
langt að þú varst kominn með
eyðublöð til að við, gegnum bréfa-
skóla, gætum hafið vegferð í
skyldri reglu vestan hafs. Margt
var brallað og meðal annars skrif-
uðum við grein í De Rerum Nat-
ura, blað náttúrufræðifélagsins í
MR. Fjallaði greinin um þá lífs-
klukku sem tifar í öllum lífverum
og stjórnar dagsrytma þeirra.
Leiðir skildu á kandídatsári en
vináttan hélst og þráðurinn var
tekin upp aftur að sérnámi loknu.
Þú varst límið í gömlu mennta-
skólaklíkunni. Ræktun vinskapar-
ins og góðmennska þín hélt hópn-
um saman. Með aðstoð óbrigðuls
minnis þíns var hægt að rifja upp
atvik og sögur frá skólaárunum.
Hnyttin tilsvör og hárfínn húmor
þinn kryddaði samverustundirn-
ar.
Tenging okkar hófst þó löngu
fyrir fyrsta daginn í menntskóla.
Þannig atvikaðist að móðir þín
sem hafði séð um ræstingu í
breska sendiráðinu hætti því
starfi þegar þú fæddist en móðir
mín leysti hana af og vann þar
áfram til margra ára. Móðir mín
hafði alltaf af þér afspurn og stóð í
þeirri meiningu að þú hefðir verið
það lasburða fyrsta árið að
mamma þín hefði þess vegna ekki
getað sinnt starfi utan heimilis.
Þegar við urðum skólafélagar og
þú fórst að koma í heimsóknir á
Þorfinnsgötuna spurði mamma
mig oft hvort þú værir mikið veik-
ur. Ítrekað reyndi ég að koma
henni í skilning um að þó að þú
værir ekki sterkasti maður í heimi
þá amaði ekkert að þér en hún lét
aldrei sannfærast. Svo kom á dag-
inn að líkamsstyrkur þinn þoldi
illa ágjöf. Af æðruleysi tókst þú á
móti heilsubrestinum. Þú lýstir
líðan þinni og sjúkrasögu án þess
að kvarta eða biðja um vorkunn-
semi af okkar hálfu. Endirinn
kom hratt og óvænt þannig að
ekki gafst tækifæri til að kveðjast.
Í menntaskóla ræddum við oft
andleg málefni. Trú þín á æðri
mátt og framhaldslíf var staðföst
og óbifanleg. Það er því huggun
að vita að þú ert nú að kanna nýtt
tilverustig, kominn til bjartari
heima þar sem góðar vættir taka
á móti þér. Vertu sæll og þakka
þér fyrir allt. Minningin lifir um
góðan dreng, einstakan vin og frá-
bæran félaga.
Sigurður Júlíusson.
Í dag kveðjum við náinn vin, öð-
ling og samferðarmann, Sigurð
Boga, sem fékk friðsælt andlát
eftir erfið veikindi. Okkar samleið
hefur verið löng og farsæl, allt að
hálfri öld. Við gengum í sömu
skóla, Melaskóla, Hagaskóla, MR
og HÍ. Vinátta okkar hófst þegar
við innrituðumst í læknadeild
1976. Þar tókst strax góður vin-
skapur með okkur og einnig eftir
að við Hildur giftum okkur mynd-
aðist sterk vinátta milli okkar alla
tíð. Eftir útskrift úr læknadeild
hófst sameiginlegur starfsvett-
vangur á geðdeild Borgarspítal-
ans 1983 og vorum við síðan sam-
starfsmenn fyrir utan nokkur ár
þegar Sigurðar Bogi í var Linköp-
ing þar sem hann stundaði fram-
haldsnám. Sigurður var sam-
viskusamur, ljúfur og vel liðinn.
Hann var góður vinur og reglu-
fastur og alltaf sendi hann kveðj-
ur á afmælis- og hátíðardögum.
Við héldum sambandi fyrir utan
vinnu og í heimboðum var hann
hrókur alls fagnaðar en þar naut
húmorísk frásagnargáfa hans sín
vel. Einnig var hann bóngóður og
í eitt skipti í ferðalagi erlendis
passaði hann börn okkar Hildar
eina kvöldstund og voru þau þá í
öruggum höndum og gefandi fé-
lagsskap og minnast börnin ætíð
með hlýju þessarar stundar.
Nokkrum sinni fórum við í leikhús
saman og sáum dýnamísk verk og
einnig góða tónleika. Fyrir nokkr-
um árum greindist Sigurður Bogi
með alvarleg veikindi en aldrei
kvartaði hann og tók sínum örlög-
um með mikilli reisn og framsýni.
Eftir veikindin fyrir nokkrum ár-
um sneri hann sér að trúarlegum
málefnum og gerðist kaþólskur.
Sigurðar Boga verður sárt
saknað. Hann var velviljaður,
mikið prúðmenni og við þessi
tímamót er mikilvægt að rifja upp
samskiptin og ræða minningar
sem ætíð lifa. Við erum þakklát
fyrir að hafa kynnst Sigurði Boga
og þökkum honum fyrir notalega
samleið á lífsleiðinni sem hefur
verið gefandi og skemmtilegt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Það er erfitt að kveðja góðan
vin í blóma lífsins. Við sendum
Rögnu systur hans og fjölskyld-
unni, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hildur og Halldór.
Sigurður Bogi Stefánsson
læknir, nánasti vinur minn, er lát-
inn. Hann hafði lengi átt við
heilsuleysi að stríða.
Kynni okkar hófust í 5. bekk í
MR þegar við urðum bekkjar-
félagar, en þau kynni áttu eftir að
styrkjast mikið. Það kom fljótt í
ljós að Sigurður hafði lengi kynnt
sér andleg málefni og þegar hann
varð var við áhuga hjá mér kynnti
hann mig fyrir bæði Rósar-
krossreglunni og Guðspekifélag-
inu þar sem hann var virkur fé-
lagi. Þar kynntist ég áhugaverðu
starfi og góðu fólki. Sigurður var
sérlega vinsæll fyrirlesari í Guð-
spekifélaginu.
Sigurður stofnaði hugleiðslu-
hóp sem hann bauð mér í og einn-
ig leshring sem hefur starfað í ein-
hverja tugi ára. Fyrstu árin lásum
við saman bækur um andleg efni,
seinna fékk hver úthlutað sínu
kvöldi til að segja frá einhverju
áhugaverðu. Þá kom í ljós hversu
margt Sigurður hafði stúderað,
m.a. kabbalah og Jung og fjallaði
ekki eingöngu um andleg mál
heldur listir, ferðalög o.m.fl. Það
kom mér t.d. á óvart hversu vel að
sér hann var í rokktónlist en skýr-
ingin kom í ljós. Á menntaskóla-
árunum hafði hann unnið í Hljóð-
færahúsinu og ekki aðeins að
hann kynni lögin heldur kynnti
sér vel textana og hafði skoðanir á
hvaða höfundar voru alvöruskáld.
Einnig benti hann okkur á áhuga-
verð listræn plötuumslög frá
þessum tíma. Sigurður hafði ótrú-
lega gott minni og átti auðvelt
með að segja frá og svara spurn-
ingum.
Alltaf beið ég spenntur eftir að
ný Woody Allen mynd kæmi í bíó,
því það var hefð hjá okkur að sjá
myndir Woodys saman og nutum
sálfræðihúmorsins sem sjaldan
brást og nærvera Sigurðar jók á
upplifunina.
Fyrir um sex árum ákvað Sig-
urður að ganga í kaþólsku kirkj-
una og kom það mér ekki á óvart.
Þar var löng hefð fyrir kristinni
mystík, áhugamáli Sigurðar.
Hann fór í messu á hverjum
morgni í Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði áður en hann fór til
vinnu. Síðasta árið var hann for-
maður Leikmannareglu Karmel á
Íslandi.
Vinátturækni Sigurðar var al-
veg einstök. Reglulega hringdi
hann og stakk upp á að hitta vini,
kíkja í heimsókn, minnti á fundi
og áhugaverða viðburði. Vinir og
kunningjar fengu alltaf upphring-
ingar á afmælisdögum. Á hverju
sumri sótti hann heim frændfólk
sitt í Þingeyjarsýslu og fór reglu-
lega til Svíþjóðar að hitta vini og
samstarfsfólk.
Með Sigurði er farinn heill og
góður vinur. Vinur sem leiðbeindi
mér á þroskabrautinni og er sárt
saknað.
Ég sendi Rögnu systur hans og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnar Jóhannesson.
Kær og góður vinur er fallinn
frá um aldur fram. Við hjónin
kynntumst Sigurði Boga fyrst á
skólaárum okkar í Melaskóla og
Hagaskóla, en fylgdumst svo
einnig að í gegnum menntaskóla
og háskóla. Á yngri árum voru
áhugamál hans ekki endilega þau
sömu og annarra jafnaldra. Hann
undi sér við lestur góðra bóka og
las sakamálasögur og heimsbók-
menntir jöfnum höndum. Þeir rit-
höfundar sem hann hafði dálæti á
voru meðal annars Agatha
Christie, Alistair Maclean og Þór-
bergur Þórðarson. Ungi lestrar-
hesturinn sendi þessum eftir-
lætishöfundum sínum hand-
skrifuð bréf og fékk yfirleitt svör
á móti.
Sigurði Bogi var mjög góður
námsmaður. Á menntaskólaárun-
um áttu náttúruvísindi hug hans
allan, en að loknu námi í læknis-
fræði urðu geðlækningar, sál-
fræði sem og andleg og trúarleg
málefni honum mest hugleikin.
Eftir kandídatsárið flutti hann til
Linköping í Svíþjóð, lauk sér-
fræðinámi í geðlækningum árið
1988 og hóf störf í kjölfarið á Geð-
deild Borgarspítalans og síðar
Landspítalans. Hann varð farsæll
geðlæknir og reyndist skjólstæð-
ingum sínum afar vel.
Sigurður Bogi var vinamargur
og hélt góðum tengslum við sam-
ferðamenn sína. Hann kunni vel
þá list að rækta vináttuna og átti
stóran þátt í að koma á reglu-
bundum fundum á kaffihúsum
borgarinnar. Þar hittust gamlir
bekkjarfélagar úr Melaskóla ann-
ars vegar og Menntaskólanum í
Reykjavík hins vegar og gera enn.
Sigurður Bogi var einna iðnastur
við að mæta á þessa mánaðarlegu
fundi og var minnugastur allra
þegar rifja átti upp atburði liðinna
tíma. Auk þess hafði hann mikil
og góð tengsl við árganginn sinn
úr læknadeildinni.
Siguður Bogi hafði útlit og fas
sem gerði hann á margan hátt að
sérstökum „karakter“. Fram-
koman var lágstemmd, hógvær og
kurteis, en einnig glettin. Eitt
sem einkenndi lífsstíl Sigurðar
Boga var aðhaldssemi og virðing
fyrir nýtilegum gömlum hlutum.
Fyrir örfáum árum var hann enn
að notast við VHS-vídeotæki og
kassettur og ók um á japönskum
smábíl sem sennilega var kominn
á fertugsaldurinn. Um jól skipt-
umst við iðulega á gjöfum en
pakkar frá honum gátu innihaldið
heildarútgáfu af tímaritum sem
hann hafði samviskusamlega
haldið til haga, eins og unglinga-
tímaritið „Nútíminn“ og menn-
ingarritið „Teningur“.
Megi minning um góðan dreng
lifa. Við vottum systur hans og
fjölskyldu okkar dýpstu samúð.
Erna og Ísleifur.
Sigurður Bogi, félagi okkar úr
læknadeildinni, er dáinn fyrir ald-
ur fram, þetta var óvænt og sorg-
legt. Hann var gull af manni,
skemmtilegur, orðheppinn og
með einstaka frásagnargáfu.
Hann var duglegur og góðum gáf-
um gæddur.
Við minnumst hans með mikilli
gleði enda var hann gjarnan hrók-
ur alls fagnaðar. Partíin á skóla-
árunum voru lífleg og Bogi steig
dansinn af innlifun og hafði ein-
stakt lag á því að þyrla upp
gleðinni. Hann rifjaði gjarnan upp
gamlar minningar og oft var
Liverpool-ferðin rifjuð upp sem
og Taílandsferðin okkar eftir
lokaprófið sem einnig var ógleym-
anleg.
Bogi var búinn að undirbúa sig
vel fyrir ferðirnar og gat frætt
okkur hin um hið ýmsa og tók eft-
ir öllu mögulegu í kringum sig.
Hann var grúskari og fróðleiksfús
og hjá honum kom maður ekki að
tómum kofanum.
Eftir námið í læknadeild fór
hópurinn dálítið sitt í hverja átt-
ina í sérnám og Bogi valdi geð-
lækningar og fór til náms í Sví-
þjóð. Hann varð góður geðlæknir
og reyndist sjúklingum sínum af-
ar vel.
Eftir að flestir höfðu skilað sér
til Íslands aftur hélt hópurinn vel
saman og fór saman í utanlands-
ferðir en í seinni tíð hafði heilsu
Boga hrakað það mikð að hann
treyti sér ekki með en hitti okkur
gjarnan á mannamótum hér
heima fyrir.
Nú er aftur hoggið stórt skarð í
árganginn okkar sem útskrifuð-
umst 1982.
Við kveðjum einstakan öðling
og góðan vin.
Þínar vinkonur,
Einfríður og Vilhelmína.
Elskulegur vinur, Siggi Bogi,
er fallinn frá, alltof snemma. Ég á
eftir að sakna samverustundanna
þar sem við ræddum geðheil-
brigði og dulræn málefni. Hann
hafði lúmskt gaman af uppátækj-
um okkar hjóna og hafði húmor
fyrir þeim. Hann var einstaklega
tryggur og góður vinur vina sinna
og hafði gaman af að rækta vina-
sambönd hvort sem þau voru hér-
lendis eða erlendis.
Ég fann fallegt ljóð sem segir
allt sem segja þarf:
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Bogi.
Rögnu og börnum hennar votta
ég mína dýpstu samúð og bið Guð
að gefa þeim styrk í sorginni.
Elinóra Inga Sigurðardóttir.
Ég kynntist Sigurði Boga fyrst
á geðdeild Borgarspítala haustið
1991. Þá var hann ungur geðlækn-
ir með stórt innlagnarteymi á A-2,
tiltölulega nýkominn úr sérnámi í
Svíþjóð og ég kandídat hans í þrjá
mánuði. Hann var 35 ára á þeim
tíma, ættaður úr Kelduhverfinu í
N-Þingeyjarsýslu, víðlesinn og
unni móðurmálinu. Þá hófst
morgunninn jafnan á langri yfir-
ferð um hvern sjúkling fyrir
stofugang. Sigurður Bogi hafði
gaman af að spjalla og tengja við
bókmenntir og listir þannig að
þessir morgunfundir gátu orðið
býsna langir áður en sjálfur stofu-
gangurinn hófst. Hann var virkur
í Guðspekifélaginu á þessum tíma
og lengi síðar. Tvisvar í viku var
hann með slökun fyrir starfsfólk-
ið. Þar naut yfirvegun hans og
skýr rödd sín vel. Hann las jafnan
mikið og deildi stundum gullmol-
um úr heimsbókmenntunum með
nemum og samstarfsmönnum.
Síðar höguðu örlögin því þannig
að ég var yfirmaður hans um ára-
bil eftir að ég sneri heim úr sér-
námi.
Sigurður Bogi var einstaklega
heilsteyptur, greindur og traust-
ur starfsmaður og lagði sig sér-
staklega fram um að sinna með-
ferðarþörfum sjúklinga með
alvarlegar lyndisraskanir. Hann
var sannkallaður öðlingur í sam-
starfi og umgengni og hafði öðlast
mikinn innri styrk og æðruleysi
með reglulegri hugleiðslu, ekki
síst eftir heilsubrest sem ógnaði
endurtekið lífi hans hin síðari ár.
Engu að síður var jafnan stutt í
lágstemmdan og fágaðan húmor
hjá Sigurði Boga í dagsins önn.
Ég hitti hann síðast á gjörgæslu
fjórum dögum fyrir andlátið og
það var ljóst að hann var undir
það búinn að þurfa ef til vill að
kveðja þennan heim innan
skamms. Raunar fékk nær ekkert
raskað jafnaðargeði hans í krefj-
andi starfi á móttökugeðdeildum
A-2 og 32A/33A í þá þrjá áratugi
sem hann starfaði þar sem geð-
læknir. Hann var einstaklega
reglufastur, skyldurækinn og
heiðarlegur maður sem lagði ekki
í vana sinn að hallmæla nokkrum
manni. Hann kom jafnan til vinnu
fyrir átta og hélt heim rétt fyrir
fjögur. Bjó einn í Rauðagerði, var
afar nýtinn og fór vel með allt sem
hann átti eða honum var trúað
fyrir. Lengst af ók hann smábíl af
gerðinni Daihatsu Charade sem
hann átti í ein 17 ár. Farsímar ent-
ust honum einnig lengur en öðr-
um og voru ávallt eins og nýir að
sjá. Fáir glöddust meira þegar
nemar á deild kvöddu með heima-
bakstri eftir námsdvöl.
Hann tók virkan þátt í fundum
á vegum Geðlæknafélags Íslands í
gegnum árin og sat um hríð í
stjórn félagsins. Sigurður Bogi
lagði í vana sinn að skrifa hjá sér
afmælisdaga og árna þá sam-
starfsfólki innilega heilla munn-
lega eða skriflega. Trúmál voru
honum hugleikin þótt hann bland-
aði þeim ekki inn í sín daglegu
samskipti við sjúklinga eða sam-
starfsfólk. Hann tók kaþólska trú
árið 2009 eftir nokkra íhugun og
heimsótti síðan reglulega nunnur
Karmelítureglunnar í klaustri
þeirra í Hafnarfirði. Að endingu
ber að þakka vel unnin störf hans í
þágu geðsjúkra og traust sam-
starf sem aldrei bar skugga á á
löngum starfsferli. Ég votta ætt-
ingjum samúð nú þegar hann er
fallinn frá. Minningin um góðan
og vandaðan mann lifir.
Engilbert Sigurðsson.
Við kveðjum okkar kæra sam-
starfsmann Sigurð Boga með
þakklæti í hjarta. Við fráfall hans
er skarð höggvið í okkar raðir sem
erfitt verður að fylla. Sigurður
Bogi var einstakur maður sem
kenndi okkur margt. Honum var
lagið að takast á við verkefni lífs-
ins af stakri ró og æðruleysi sem
fáum öðrum er gefið. Hann sinnti
starfi sínu af mikilli samviskusemi
þrátt fyrir að glíma við langvinn
og erfið veikindi. Á sama tíma var
alltaf stutt í glettni og hann hafði
einstakt lag á að segja skemmti-
lega frá. Hann var hluti af deild-
inni og okkur fannst alltaf eitt-
hvað vanta þegar hann var ekki á
staðnum. Við erum þakklát fyrir
að hafa orðið þess aðnjótandi að
hafa fengið að kynnast og starfa
með Sigurði Boga. Við geymum
góðar minningar um kynni okkar,
samstarf og samverustundir. Hvíl
í friði.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Fyrir hönd starfsfólks móttöku
geðdeildar á Landspítala,
Ína Rós Jóhannesdóttir
deildarstj.,
Júlíus Ingólfur Schopka
læknir,
Lára Björgvinsdóttir
yfirlæknir.